Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 34
2. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 2.
þús. kr. Reikningurinn er staðfestur af stjóm og endurskoðaður af löggiltum
endurskoðanda.
9. Skálholtsstaður. Ársreikningur 1998. Á árinu 1998 námu tekjur umfram gjöld skv.
rekstrarreikningi 4.258 þús. kr. Tekjur Skálholtsstaðar hækkuðu um 3 millj. kr. og
gjöld lækkuðu um 1.3 millj. kr. Eigið fé staðarins nam í árslok 1998 144 millj. kr. og
hefur hækkað um 12 millj. kr. frá árinu á undan. Reikningurinn er staðfestur af stjóm
og endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda.
10. Löngumýrarskóli. Ársreikningur 1998. Rekstrartekjur námu 4.984 þús. kr. og lækka
um 678 þús. kr. ffá fyrra ári. Rekstargjöld hækka um 100 þús. kr. á milli ára og
nema nú 6.333 þús. kr. Af reglulegri starfsemi er því 1.3 millj. kr. halli. Vegna
vaxtatekna umfram vaxtagjöld að upphæð kr. 1.2 millj., gjafa kr. 27.115, ffamlags
jöfnunarsjóðs til viðhalds kr. 700 þús. er hagnaður ársins 609 þús kr., sem er 1.1 millj.
kr. lækkun ffá fyrra ári. Reikningurinn er áritaður af stjóm Löngumýrarskóla,
bókhaldsstofu og löggiltum endurskoðanda.
11. Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan. Ársreikningur 1998. Hagnaður af reglulegri starfsemi
Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar árið 1998 varð kr. 3.004.550 og gengur hann til
hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé. Eigið fé í árslok nemur 27.408.950 og er
eiginfjárhlutfallið 80.5%, sambærilegt hlutfall í ársbyrjun var 71.5%. Reikningurinn
er áritaður af stjóm, rekstrarstjóra og löggiltum endurskoðanda.
12. Kristnisjóður. Ársreikningur 1998. Tekjur alls 52.2 millj. kr. Aukning ffá fýrra ári
7.4 millj. kr. Framlög námu kr. 11.9 millj. Tekjuafgangur nam 9.1 millj. kr. Eigið fé í
árslok nam kr. 117.1 millj. og hafði aukist um 10.5 millj. kr. á árinu. Reikningurinn er
áritaður af kirkjuráði og ríkisendurskoðun.
13. Jöfhunarsjóður sókna. Ársreikningur 1998. Tekjur 172.4 millj. kr. Aukning á milli ára
11.4 millj. kr. Framlög námu 167.9 millj. kr. Aukning að upphæð 29.3 millj. kr.
Tekjuafgangur nam 2 millj. kr. Eigið fé 16.9 millj. kr. Reikningurinn er áritaður af
kirkjuráði og ríkisendurskoðun.
14. Kirkjumálasjóður. Ársreikningur 1998. Tekjur 135.9 millj. kr. Aukning 19.6 millj.
kr. Framlög námu 96.6 millj. kr. Aukning 10.1 millj. kr. ffá fyrra ári. Eigið fé 28.3
millj. kr. aukning 6.6 millj. kr. Ríkisendurskoðun vekur athygli á vaxandi uppsöfnun
virðisaukaskatts til endurgreiðslu frá skattayfirvöldum.
Fjármálastjóri svaraði spumingum íjárhagsnefndarmanna greiðlega.
Nefndin vill þakka fjármálastjóra og Biskupsstofu fyrir góð störf.
30