Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 35
2. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 2.
ÁLYKTUN
Fjárhagsnefnd þingsins leggur til:
A. Að þeir ársreikningar ársins 1998, um einstaka sjóði, stofnanir og viðfangsefni
kirkjunnar, sem fjárhagsnefnd hefur fengið til umfjöllunar, verði afgreiddir án
athugasemda.
B. Að fjárhagsáætlanir kirkjunnar í heild, sem kynntar voru fjárhagsnefnd verði
afgreiddar eins og þær eru ásamt þeim viðbótaráætlunum, sem nefndin fékk. Áréttuð
er samþykkt kirkjuþings 1998 um þessi mál.
C. Áréttuð er samþykkt kirkjuþings 1998, um að könnuð yrði myndun
sjálfseignarstofnunar kirkjunnar um fasteignir hennar í Reykjavík.
1. Kirkjuþing 1999 heimilar kirkjuráði kaup á húseigninni Vatnsstígur 3, Reykjavík.
2. Þóknananefnd ákveði laun kirkjuþingsmanna vegna setu á kirkjuþingi 1999, enda
falli kosning þingfararkaupsnefndar niður á þessu þingi.
3. Þóknananefnd ákveði laun forseta kirkjuþings.
4. Að kirkjuráð endurskoði fjárhagsáætlanir m.t.t. samþykkta kirkjuþings.
5. Nefhdin bendir á, að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir útgjöldum vegna starfa forseta
kirkjuþings.
Fyrirsögn málsins verður:
Fjárhagsáætlun kristnisjóðs fyrir árið 2000.
Fjárhagsáætlun jöfnunarsjóðs sókna fyrir árið 2000.
Fjárhagsáætlun kirkjumálasjóðs fyrir árið 2000.
Fjárhagsáætlun kirkjumálasjóðs fyrir árið 2000 v/kirkjuþings.
Samþykkt samhjóða.
31