Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 41
5. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 5.
TILLAGA
að starfsreglum um breyting á starfsreglum um
skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma nr. 731/1998.
Lagt fram af biskupi f.h. biskupafundar.
l.gr.
13. gr. starfsreglna nr. 731/1998 breytist sem hér segir: (efbreyting á framsetningu í
kirkjuþingsmáli nr. 23 -1999 verður samþykkt, ella er um breytingu á fylgiskjali með
starfsreglum nr. 731/1998 að rœða):
Múlaprófastsdæmi.
Desjarmýrarprestakall sameinist Eiðaprestakalli. Prestssetur: Eiðar.
Skaftafellsprófastsdæmi.
Tekið verði til athugunar hvort rétt sé að Skaftafellsprófastsdæmi sameinist
Rangárvallaprófastsdæmi og myndi Rangárvalla - og Skaftafellsprófastsdæmi.
Stafafellssókn og Haínarsókn sem báðar tilheyra Bjamanessprestakalli sameinist.
Hin sameinaða sókn nefnist Hafnarsókn.
Asaprestakall sameinist Kirkjubæjarklaustursprestakalli. Prestssetur:
Kirkj ubæj arklaustur.
Rangárvallaprófastsdæmi.
Tekið verði til athugunar, hvort rétt sé að Vestmannaeyjaprestakall tilheyri eftirleiðis
Rangárvallaprófastsdæmi í stað Kjalamessprófastsdæmis (gerð er tillaga um sameiningu
Rangárvalla - og Skaftafellsprófastsdæma).
Kjalarnesprófastsdæmi.
Stofnuð verði ný sókn í Hafnarfirði, Vallasókn og nýtt prestakall, Vallaprestakall, er
þjóni Vallasókn. Mörk sóknarinnar og prestakallsins verði Reykjanesbraut að norðvestan,
Reykjanesbraut og Fjarðarhraun að vestan, mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar að norðan,
austan og suðaustan og Asbraut að sunnan og suðvestan.
Vestmannaeyjaprestakall tilheyri eftirleiðis Rangárvalla - og
Skaftafellsprófastsdæmi.
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Stofnuð verði ný sókn, Lindasókn og nýtt prestakall, Lindaprestakall er þjóni
Lindasókn. Mörk sóknarinnar og prestakallsins verði Reykjanesbraut að norðvestan,
mörk Reykjavíkur (Seljahverfi) og Kópavogs að norðaustan, Vatnsenda - og Rjúpnahæð
að suðaustan og mörk Garðabæjar og Kópavogs að suðvestan. Sóknin og prestakallið
tilheyri Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Stofnuð verði ný sókn, Grafarholtssókn og nýtt prestakall, Grafarholtsprestakall er
þjóni Grafarholtssókn. Mörk sóknarinnar verði tengibraut meðfram Úlfarsá
(Reynisvatnsvegur) að norðan, Reynisvatn/Nónás og Reynisvatnsheiði að austan og
suðaustan, mörk golfvallar Reykjavíkur að sunnan og suðvestan og Vesturlandsvegur að
37