Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 42
5. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 5.
vestan. Mörk prestakallsins verði sóknarmörk þeirrar sóknar. Sóknin og prestakallið
tilheyri Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Grafarvogssókn og Grafarvogsprestakalli verði ekki skipt upp að svo stöddu. I
prestakallinu þjóna auk sóknarprests, tveir prestar.
Snæfellsness - og Dalaprófastsdæmi.
Búðasókn sem nú tilheyrir Ingjaldshólsprestakalli tilheyri eftirleiðis
Staðastaðarprestakalli.
Barðastrandarprófastsdæmi.
Barðastrandarprófastsdæmi leggist niður, sem sjálfstætt prófastsdæmi.
Reykhólaprestakall tilheyri eftirleiðis Snæfellsness - og Dalaprófastsdæmi.
Patreksfjarðar, - Tálknaijarðar - og Bíldudalsprestaköll (en lagt er til að tvö hin
síðamefndu sameinist) tilheyri eftirleiðis Ísaíjarðarprófastsdæmi (gerð er tillaga um að
ísafjarðarprófastsdæmi nefnist eftirleiðis Vestfjarðaprófastsdæmi).
Tálknafjarðarprestakall sameinist Bíldudalsprestakalli. Prestssetur: Bíldudalur.
ísafjarðarprófastsdæmi.
ísafjarðarprófastsdæmi breyti um nafn og nefnist eftirleiðis
Vestfjarðaprófastsdæmi (sjá tillögur um Barðastrandarprófastsdæmi og tilfærslu
prestakalla þaðan til núverandi ísafjarðarprófastsdæmis). Vestfjarðaprófastsdæmi falli
undir umdæmi vígslubiskups í Skálholti.
Vatnsfjarðarprestakall sameinist Staðarprestakalli. Prestssetur: Suðureyri við
Súgandafjörð.
Melgraseyrar - og Nauteyrarsóknir sem tilheyrðu Vatnsfjarðarprestakalli tilheyri
Hólmavíkurprestakalli. Unaðsdalssókn tilheyri ísafjarðarprestakalli. Súðavíkursókn
tilheyri Staðarprestakalli.
Húnavatnsprófastsdæmi.
Ámes - og Hólmavíkurprestaköll (sem gerð er tillaga um að sameinist) - og
Prestsbakkaprestakall tilheyri eftirleiðis Vestfjarðaprófastsdæmi (sjá tillögur um
breytingar á skipan prófastsdæma undir liðunum Barðastrandarprófastsdæmi og
Isafj arðarprófastsdæmi).
Ámesprestakall sameinist Hólmavíkurprestakalli. Prestssetur: Hólmavík (sjá einnig
tillögur um tilfærslur sókna í Hólmavíkurprestakall úr Vatnsfjarðarprestakalli).
Sóknarmörk milli Prestbakkasóknar og Staðarsóknar breytist á þann veg að þrír syðstu
bæimir í Bæjarhreppi á Ströndum, Valdasteinsstaðir, Fjarðarhom og Markhöfði, sem
tilheyrt hafa Staðarsókn, tilheyri eftirleiðis Prestbakkasókn.
Bólstaðarhlíðarprestakall sameinist Skagastrandarprestakalli. Prestssetur:
Skagaströnd.
Auðkúlu - og Svínavatnssóknir sem tilheyrðu Bólstaðarhlíðarprestakalli tilheyri
Þingeyraklaustursprestakalli.
38