Gerðir kirkjuþings - 1999, Side 47

Gerðir kirkjuþings - 1999, Side 47
5. mál. 31. KIRKJUÞING. 1999. Þskj, 5. Lagt er til að sóknarmörk milli Prestbakkasóknar og Staðarsóknar breytist á þann veg að þrír syðstu bæimir í Bæjarhreppi á Ströndum, Valdasteinsstaðir, Fjarðarhom og Markhöfði, sem tilheyrt hafa Staðarsókn, tilheyri eftirleiðis Prestbakkasókn. Er tillagan í samræmi við samþykkt héraðsfundar Húnavatnsprófastsdæmis frá 22. ágúst 1999 og vilja íbúa á þessum bæjum. Lagt er til að Bólstaðarhlíðarprestakall verði sameinað Skagastrandarprestakalli. Auðkúlu - og Svínavatnssóknir (vestursóknir prestakallsins) tilheyri þó Þingeyraklaustursprestakalli. Sökum fámennis í Bólstaðarhlíðarprestakalli þykir ekki nauðsynlegt lengur að leggja til heilt embætti prests til að þjóna sóknum þess, svo og prestssetur. Prestssetrið verði á Skagaströnd eins og verið hefur. Verður að telja það eðlilegasta og hagkvæmasta kostinn miðað við allar aðstæður. Lagt er til að Mælifellsprestakall verði sameinað Glaumbæjarprestakalli. Sökum fámennis í Mælifellsprestakalli þykir ekki nauðsynlegt lengur að leggja til heilt embætti prests til að þjóna sóknum prestakallsins, svo og prestssetur. Prestssetrið verði í Glaumbæ. Þykir sú staðsetning heppilegust með hliðsjón af öllum aðstæðum, Glaumbær er meira miðsvæðis í prestakallinu (eftir sameiningu) og nær öðrum starfsstöðvum kirkjunnar í héraðinu. Lagt er til að tilhögun prestsþjónustu við Miðgarðasókn í Grímsey verði tekin til athugunar og endurskoðunar með það að markmiði að hún verði áfram eins góð og kostur er. Þykir núverandi fyrirkomulag - að sóknin tilheyri Akureyrarprestakalli - hafa þann annmarka að Akureyrarsókn er svo stór, fjölmenn og krefjandi, auk þeirra stóru heilbrigðis - og menntastofnana sem þar eru staðsettar, að hætt sé við að þjónustan við Grímsey geti liðið fyrir það, jafnvel þótt prestar Akureyrarprestakalls séu allir af vilja gerðir til að veita sem besta þjónustu. Virðist biskupafundi mega athuga - í samráði við sóknarböm í Grímsey og héraðsfund - að fela þjónustuna öðm og minna prestakalli í prófastsdæminu. Lagt er til að Illugastaðasókn og Draflastaðasókn sem báðar tilheyra Hálsprestakalli sameinist Hálssókn, sama prestakalli. Breytingartillaga þessi er gerð á grundvelli samþykkta aðalsafnaðarfunda hlutaðeigandi safnaða og samþykktar héraðsfundar prófastsdæmisins 29. ágúst 1999. Lagt er til að gildistaka á breytingatillögunum verði miðuð við 1. janúar árið 2000 eins og greinir í gildistökuákvæði þessara starfsreglna, þar sem svo hagar til að ekki er sitjandi prestur fyrir og tillögur hafa fengið umfjöllun heima í héraði. Að því er varðar stofnun nýrra sókna og prestakalla í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra þykir rétt að miða gildistöku á stofnun Lindasóknar við næstu áramót, en jafnframt er sú sérregla sett að prestakallið veitist frá og með 1. júlí 2000. Þegar em komnir á fjórða þúsund íbúar í fyrirhugaðri Lindasókn, en telja verður nauðsynlegt að hlutaðeigandi kirkjustjómaraðilar fái svigrúm til að undirbúa stofnun prestakallsins og er því sérreglan sett. Stofnun Grafarholtssóknar - og prestakalls miðist við ársbyijun 2003. Ástæðan er sú að engir íbúar eru í Grafarholti, en skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar telja að þeir verði orðnir nokkur þúsund á næstu ámm. Þykir heppilegt að miða við stofnun þessa í ársbyrjun 2003. Heppilegt er að hafa vissa framtíðarsýn fyrir ný og hraðvaxta byggðahverfi, þannig að sóknarböm og kirkjustjóm viti að hveiju er stefnt. Tilraun með Grafarvogssókn og Grafarvogsprestakall standi yfir í 10 ár, en þá ætti að vera komin nægileg reynsla á rekstur stærri einingar í þéttbýli, eins og lýst er hér að 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.