Gerðir kirkjuþings - 1999, Side 53
8. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 8.
TILL AG A
að starfsreglum um
fræðslu fyrir leikmenn innan þjóðkirkjunnar.
Flutt af biskupi f.h. kirkjuráðs.
Lgr-
A vegum íslensku þjóðkirkjunnar skal halda uppi fræðslu og þjálfun fyrir leikmenn
innan hennar eftir því sem biskup ákveður.
2. gr.
Kirkjuráð veitir þann fjárhagslega styrk sem þarf til að unnt sé að halda uppi starfi á
grundvelli 1. mgr. eftir því sem ráðið ákveður nánar hveiju sinni.
3. gr.
Heimilt er að afla starfsemi á grundvelli 1. gr. sértekna með þjónustugjöldum af þeim
sem þiggja þjónustuna hverju sinni, eða öðrum sambærilegum tekjum.
4. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjóm og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. janúar árið 2000.
Frá sama tíma fellur brott 2. tl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna um kirkjuþing nr.
729/1998
Athugasemdir við starfsreglur þessar.
I 2. mgr. 59. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 er
gert ráð fyrir að settar séu starfsreglur um hið almenna starf kirkjunnar. Reglur þessar,
sem samdar em á vegum kirkjuráðs, em settar um starfsemi sem nú er á vegum sérstakrar
verkefiiisstjómar og fræðsludeildar biskupsstofu og sem hefur verið nefht Leikmanna-
skóli þjóðkirkjunnar.
Við setningu reglna þessara er byggt á þeirri gmndvallarhugsun að kirkjuþing taki þá
ákvörðun að starfi þessu skuli haldið uppi og jafnframt er það staðfest að starfsemi af
þessum toga fellur undir þann þátt biskupsstarfa er lýtur að fræðslustarfi. Býr sú hugsun
að baki að biskup Islands hafi forgöngu og umsjón með inntaki fræðslustarfsins, en
kirkjuráð hafi þá stöðu í stjómkerfi þjóðkirkjunnar lögum samkvæmt, að geta veitt fé til
starfans og geti sinnt því hlutverki að annast um þá ytri umgjörð sem nauðsyn kann að
reka til að lögð sé til. Þetta er þó ákvörðunaratriði kirkjuráðs hverju sinni. Eðlilegt er að
biskup og kirkjuráð marki sameiginlega stefnu um samstarf og framtíðarfyrirkomulag
þessa málaflokks og em þá ýmsir möguleikar fyrir hendi, t.d. að fela Skálholtsskóla, með
sérstöku samkomulagi, umsjón verkefnisins. Hér er ekki verið að taka afstöðu að öðm
leyti til margvíslegra gmndvallaratriða og spuminga sem vaknað geta um
fræðslustarfsemi af þessi tagi heldur er verið að finna viðfangsefninu stað í nýju
stjómkerfi kirkjunnar og skapa því trygga umgjörð og gmndvöll. Þá er þess gætt að hafa
reglumar almennar svo framkvæmd megi sníða að aðstæðum hverju sinni.
49