Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 54
8. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 8.
Um 1. gr.
Hér er mælt svo fyrir að á vegum íslensku þjóðkirkjunnar skuli halda uppi fræðslu og
þjálfun fyrir leikmenn innan þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing er því að kveða á um
stefnumörkun á þessu sviði, með setningu þessara starfsreglna. Byggt er á því
grundvallaratriði að biskup hafi ákvörðunarvald um málefnið þ. e. inntak fræðslunnar.
Um 2. gr.
Sú skipan mála sem mælt er fyrir um hér, að fjárhagslegum þáttum málsins er skipað
undir kirkjuráð, er í samræmi við tilhögun almennrar framkvæmdasýslu á sviði
kirkjumála. Því til áréttingar má vísa til 24. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Kirkjuráð fer sömuleiðis með fjárhags - og stjómunarlega
ábyrgð á rekstri Skálholtsskóla sbr. 1. gr. laga um Skálholtsskóla nr. 22/1993 og stýrir
kristnisjóði, sbr. 1. 25/1970, kirkjumálasjóði, sbr. 1. 138/1993 og Jöfnunarsjóði sókna,
sbr. 1. 91/1987.
Um 3. gr.
Mælt er fyrir um að til að kosta starfsemi af þessu tagi megi heimta sértekjur.
Sértekjumar felast einkum í þátttökugjöldum fyrir námskeið á vegum skólans. Þykir
almennt séð góðir stjómsýsluhættir að heimildir til gjaldtöku séu bundnar í reglum.
Um 4. gr.
Lagt er til að starfsreglur þessar öðlist gildi 1. janúar árið 2000. Er talið rétt að miða
gildistökuna við áramót þar sem það er glögg og hentug viðmiðun m.a. vegna þess að þá
hefst nýtt reikningsár.
Afgreiðsla.
Framsögumaður allsheijamefiidar dr. Gunnar Kristjánsson mælti fyrir áliti
allsheijamefndar sem lagði til að málið yrði afgreitt með effirfarandi
ÁLYKTUN
Kirkjuþing samþykkir að vísa málinu til forseta kirkjuþings. Forseti undirbýr málið
fyrir næsta kirkjuþing í samráði við skólanefnd leikmannaskóla þjóðkirkjunnar og
fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar.
Samþykkt með 16 atkvæðum gegn 1.
50