Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 60
11. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 11.
TILL AG A
að starfsreglum um leikmannastefnu.
Flutt af biskupi f.h. kirkjuráðs.
Afgreiðsla.
Framsögumaður allsheijamefiidar Bjami Kr. Grímsson mælti fyrir áliti nefiidarinnar
sem lagði til að málið yrði afgreitt á eftirfarandi hátt auk þess sem við bætist
breytingartillaga frá Gunnari Sveinssyni, sjá 7. lið 3. greinar.
Starfsreglur um leikmannastefnu.
Leikmannastefna.
1. gr.
Biskup íslands boðar til leikmannastefnu í samráði við forseta kirkjuþings. Það ár,
sem boðað er til leikmannastefnu skal hún að jafnaði haldin í marsmánuði.
Tilgangur og hlutverk leikmannastefnu.
2. gr.
Tilgangur leikmannastefnu er að efla þátttöku óvígðra manna í starfi kirkjunnar og
efla kynni þeirra sín á milli.
Leikmannastefna fjallar um málefhi leikmanna, safnaða, hlutverk og störf
sóknamefnda, svo og um önnur mál er lúta að þjónustu kirkjunnar við söfhuði landsins
og kristileg félagasamtök.
Leikmannastefha skal vera vettvangur almennra skoðanaskipta milli fulltrúa á
stefiiunni, milli kirkjuþings - og kirkjuráðsmanna annars vegar og annarra fulltrúa hins
vegar, svo og fyrir kirkjuþingsmenn úr röðum leikmanna.
Fulltrúar á leikmannastefiiu.
3. gr.
Fullgildir fulltrúar á leikmannastefhu em eftirtaldir:
1. Biskup íslands eða fulltrúi hans.
2. Forseti kirkjuþings eða fulltrúi hans.
3. Tveir fulltrúar fyrir hvert prófastsdæmi, sem kjömir em á héraðsfundum til íjögurra
ára í senn.
4. Einn fulltrúi frá hveijum samtökum/félögum, sem starfa á landsvísu innan
þjóðkirkjunnar og viðurkennd hafa verið af leikmannaráði til þátttöku í
leikmannastefhu.
5. Leikmenn á kirkj uþingi.
6. Leikmenn í kirkjuráði.
7. Aðrir þeir sem biskup tilnefnir hveiju sinni.
56