Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 66

Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 66
13. mál. 31. KIRKJUÞING. 1999. Þski. 13. Viðhald og varðveisla eigna. í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu í þeim bréfum presta er bárust, var ákveðið að til hliðsjónar við verkefni þessa árs yrði forgangsröðun með þeim hætti, að verkefhi er vörðuðu þak, glugga, lagnakerfi, holræsi og útveggi (málning) gengu fyrir. Enda er það lágmarkskrafa að prestssetrin haldi vatni og vindum svo og að þau uppfylli ákvæði heilbrigðisreglna. Eftir þessu hefur verið unnið sem meginreglu, en jafnframt er reynt að uppfylla aðrar óskir sér í lagi ef þær kosta ekki of mikið. Þá er mikið um “brunaútköll” þ.e. upp kemur leki eða eitthvað óvænt sem er þess eðlis að bregðast verður við svo ekki verði úr stórskemmdir. Meðfylgjandi þessari skýrslu er listi yfír þær fjárhæðir sem runnið hafa til einstakra prestssetra það sem af er þessu ári. Á þessu ári var endanlega ákveðið að endurbyggja gamla prestssetrið að Utskálum og var það gert eftir miklar vangaveltur. Það er von stjómar að þessi ákvörðun verði ekki eins fjárfrek og að byggja nýtt hús og varðveiti einnig þá eign sem vissulega er til staðar í jörðinni Útskálum í Garði. Þá var líka ákveðið að selja prestssetrið að Laufási í Eyjafirði og byggja nýtt hús. Forsendur þessarar ákvörðunar eru að samningar náðust við Héraðsnefnd Eyjafjarðar um kaup á gamla húsinu og að aukafjárveiting fékkst frá ríkinu til þessa verks. Þannig verður þessi bygging ekki fjárfrekari heldur en að ráðast í endurbætur á núverandi húsi. Stjómin hefur nú þegar auglýst bygginguna og hyggst leita alútboðs í verkið. Hefur stjómin verið sökuð um metnaðarleysi af þessum sökum og að hún hyggist byggja ódýrt hús, sem uppfýlli ekki menningarlegar og sögulegar væntingar sem gera verði til slíkra bygginga á stöðum eins og Laufási. Kirkjuráð hefur tekið undir þetta , en hins vegar verður stjómin að standa í ístöðunum varðandi fjármál sjósins og ekkert segir að hús sem verði byggt í alútboði verði staðnum ekki til sóma, frekar en "minnismerki arkitekta" sem kosta morð ijár og uppfýlla síðan ekki væntingar um notkun þó "fegurð" sé til staðar. Þessir tveir staðir verða væntanlega einu staðimir á næsta ári með framkvæmdir sem kalla má nýbyggingar. Á árinu hefur einnig verið keypt nýtt hús á Blönduósi, en þar hafði verið seld áður íbúð sem fýrrverandi prestur bjó í. Frá þeim tíma hefur presturinn verið á hrakhólum, en er nú kominn í mjög gott húsnæði. Gengið var frá sölu á gamla prestssetrinu á Skagaströnd, en búið var að kaupa nýtt hús á fýrra ári. Þá var gamla prestssetrið á Hofsósi selt og nýtt hús keypt í staðinn. Nokkrar endurbætur þarf að gera varðandi nýja húsið, en að þeim loknum er komin góð lausn til næstu framtíðar á Hofsósi. Unnið var að verulegum endurbótum á Skeggjastöðum í Bakkafirði og er álit allra að vel hafi til tekist og prestssetrið sé til sóma öfugt við það sem áður var. Einnig var haldið áffam miklurn endurbótum á Valþjófsstað og hefur þar tekist vel til. Á Valþjófsstað urðu prestaskipti og leysti sjóðurinn til sín þær eignir og framkvæmdir sem ffáfarandi prestur hafði staðið fyrir á eigin kostnað. Er það talsverð fjárhæð sem áður fyrr kom ffam í fjárlögum því mjög mismunandi er hve miklar fjárhæðir er um að ræða, en nú er þetta borið af sjóðnum sjálfum og getur því hvergi komið niður annars staðar en á ráðstöfunarfé sjóðsins, þ.e. lækkar þá fjárhæð sem fer til viðhalds prestssetra. Sömu sögu er að segja af Breiðabólsstað í Fljótshlíð og 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.