Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 70
14. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þskj. 14.
3. Við ákvörðun á stærð prestakalla þarf að taka mið af landfræðilegum aðstæðum og
félagslegum heildum, sem geta verið misstórar. Eftir að stærð prestakalls hefur
þannig verið afmörkuð þyrfti að fara ffarn mat á þörf íbúanna fyrir prestsþjónustu.
Við breytingu á íbúafjölda eða samsetningu íbúanna gæti það mat breyst. Setja mætti
sem viðmiðun að á tilteknu þéttbýlissvæði eða í sveitarfélagi væri einn þjónandi
prestur á hveija 2500 til 5 þús. íbúa. I dreifbýli hljóta að gilda önnur viðmið. Sé
þörf á meiri prestsþjónustu mætti í sumum tilvikum leysa málin með stoðþjónustu
nágrannapresta eða sérþjónustupresta.
4. í IV. kafla er fjallað um skipan prófastsdæma. Prófastsdæmið er samstarfsvettvangur
safnaðanna og mætti nota í auknum mæli til að auka sveigjanleika kirkjunnar til að
mæta trúarlegum þörfum fólks. Þannig mætti hugsa sér hvert prófastsdæmi sem
starfseiningu, en innan hennar ynnu prestar saman undir forystu prófasts óháð
mörkum prestakalla. Þannig gæti prófastur falið sóknarpresti ákveðin verkefni utan
þess prestakalls sem viðkomandi sóknarprestur gegnir.
Samþykkt samhljóða.
Stefnumörkun varðandi framtíðarskipan
sókna, prestakalla og prófastsdæma.
I. Inngangur.
Skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma er einhver mikilvægasti þátturinn í því að
skapa umgjörð um hið almenna kirkjulega starf þjóðkirkjunnar í söfnuðum, prestaköllum
og prófastsdæmum. Mikilvægt er að skipulagið byggist á hagkvæmni og skilvirkni og að
tekið sé mið af aðstæðum á hveijum stað. Jafnframt þarf að líta til sögunnar og
venjunnar. Effirfarandi stefhumörkun er byggð á þessum þáttum.
II. Um skipan sókna.
Ógerlegt er að ræða um skipan sókna öðruvísi en að gera sér grein fyrir grundvelli og
tilgangi sókna. Nokkra leiðbeiningu er að fmna í lögum um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. í 48. gr. laganna segir: “Sóknin er grunneining
þjóðkirkjunnar og starfsvettvangur hennar á hveijum stað. Ein eða fleiri sóknir mynda
prestakall”. í 49. gr.segir: "Kirkjusókn er félag þess fólks innan þjóðkirkjunnar sem býr
innan sóknarmarka. Kirkjusókn er sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining...". Af þessu
má draga eftirfarandi almennar ályktanir um sóknir.
1. Eðli sóknarinnar.
a) Félag.
Hver sókn þjóðkirkjunnar er félag. Er því um að ræða 283 slík félög á Islandi í dag.
b) Sjálfstæði.
Félagslegt sjálfstæði.
Hver sókn er “sjálfstæð ... félagsleg eining”. Það merkir að sóknin ræður starfi sínu
og skipulagi og nýtur lögvemdar eins og önnur félög en axlar jafnframt ábyrgð á
66