Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 80

Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 80
14. mál. 31. KIRKJUÞING. 1999. Þski. 14. f) Víðfeðmi/samgöngur. Takmörk eru á því hvað einu embætti er ætlandi að sinna víðfeðmu prestakalli og getur það því sannarlega haft áhrif á skipulag prestsþjónustu eins og áður hefur komið fram. Þá er nauðsynlegt að líta til samgangna á svæðinu við skipulag prestakalla. Erfitt er að setja almenn viðmið en að jafnaði á akstursvegalengd í prestakalli naumast að vera meiri en 120 km. milli ystu byggðra bóla. Einnig verður að líta til þess ef um farartálma getur verið að ræða t.d. heiðar og fjallvegi eða vonda vegi, sem e.t.v. eru meira eða minna lokaðir yfir vetrarmánuðina. Ef prestakall þjónar til viðbótar eyju t.d. eins og er um Grímsey eða Flatey á Breiðafirði geta sérstök sjónarmið átt við. Sama er að segja ef prestakall er afmarkað af eyju t.d. eins og Vestmannaeyjaprestakall í Vestmannaeyjum. g) Fjöldi sókna. Biskupafundur telur eðlilegt að setja það sem meginreglu að ein sókn sé í hverju prestakalli, en þó aldrei fleiri en þrjár, þannig að ekki séu of margar kirkjur í prestakalli. Því færri sóknir sem eru í prestakalli því einfaldari er öll þjónusta og rekstur embættanna. Það getur virkað sem hamlandi þáttur ef sóknarprestur þjónar of mörgum sóknum. Skipulag og þjónusta við allt að sex sóknir, eins og dæmi eru um, geta verið þung í vöfum, svo og að eiga samskipti við allt að sex sóknamefhdir. A móti kemur að fleira fólk er að störfum í sóknamefndum og er vissulega styrkur að því. Biskupafundur bendir á að möguleiki er að nýta kraffa þess fólks betur með öðrum hætti t.d. með skipan sémefnda. Að sjálfsögðu geta komið til frávik frá þessari meginreglu ef sémtakar aðstæður leiða til þess. h) Sérstakar aðstæður. í prestaköllum geta verið sérstakar aðstæður sem réttlæta ffávik ffá ofangreindum viðmiðunum. Dæmi þessa er t.d. það að prestakalli fylgi viðbótarþjónusta t.d. staðarhald, umsjón með kirkjumiðstöð o.s.frv. Verður þá að líta til þess og reyna að meta starfsþörf í því sambandi. i) Hefð. Hugsanlegt er að svo rík hefð sé fyrir tilteknu prestakalli eða skipulagi að réttlæta megi frávik frá meginreglum þeim er að ofan greinir. Minna má hér á að sú undantekning er gerð í lögum nr. 78/1997 frá þeirri meginreglu að kirkjuþing ráði skipan prestakalla að ráðagerð er um að prestur sitji á Þingvöllum, sbr. 51. gr. laganna. j) Annað. Biskupafundur telur að vissa varfæmi verði að auðsýna við breytingar á skipan prestakalla, þrátt fyrir að rök þyki fýrir breytingum. Of miklar breytingar á of skömmum tíma geta verið erfiðar fýrir alla hlutaðeigandi og kostnaðarsamar sömuleiðis t.d. ef þær útheimta tilfærslu prestsseturs. Biskupafundur telur rétt að reyna að jafnaði að skipa málum svo að framkvæmd breytinga á skipan prestakalla leiði ekki til þess að prestar missi störf, heldur fremur að breytingar komi til framkvæmda þegar hlutaðeigandi prestur lætur af embætti. IV. Um skipan prófastsdæma. Um skipan prófastsdæma gilda sömu reglur og um skipan sókna og prestakalla að meginstefnu til. Eðlilegt er að líta til skipulags prófastsþjónustunnar í tengslum við mat á skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Biskupafundur hefur í því sambandi litið til eðlis prófastsstarfanna, sem trúnaðarmanna biskups í héraði, þeirra skyldna sem á þeim 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.