Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 88
18. mál.
31.KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 18.
TILL AG A
að starfsreglum um breyting á starfsreglum um kirkjuþing nr.729/1998.
Flm. sr. Halldór Gunnarsson.
Afgreiðsla.
Framsögumaður löggjafamefndar Hallgrímur Magnússon gerði grein fyrir tillögum
nefiidarinnar á starfsreglum um breyting á starfsreglum um kirkjuþing nr.729/1998 og
koma þær fram í afgreiðslu þingsins á 3. máli.
Hins vegar hafði allsherjamefnd fengið til umfjöllunar þann hluta tillögunnar sem
fjallaði um starfsreglur um prestssetursnefnd kirkjuþings.
Framsögumaður allsherjamefhdar Jens Kristmannsson gerði grein fyrir áliti
nefndarinnar sem lagði til að málið yrði afgreitt með eftirfarandi
ÁLYKTUN
Kirkjuþing samþykkir að skipuð verði prestssetranefnd sem starfi samkvæmt
eftirfarandi reglum:
1. gr.
Prestssetranefnd skal skipuð sjö mönnum. Tekur nefndin við störfum
kirkjueignanefndar þjóðkirkjunnar. Nefndin skal skipuð þannig:
Kirkjueignanefnd þjóðkirkjunnar tilnefnir fjóra fulltrúa, biskupafundur skipar einn
fulltrúa, stjóm prestssetrasjóðs skipar einn fulltrúa, forseti kirkjuþings skal sjálfkjörinn í
nefndina, sem formaður. Varamenn nefhdarinnar skulu skipaðir á sama hátt. Fyrsti
varaforseti er varamaður forseta kirkjuþings.
Nefndin kýs sér ritara.
2. gr.
Nefndin hafi hliðsjón af þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið um eignarréttarstöðu
prestssetra í álitsgerð kirkjueignanefndar frá 1984, ásamt þeim skýrslum um störf
kirkjueignanefndar, sem birtar hafa verið á kirkjuþingum og kirkjuþing hefur samþykkt.
Nefndin fjalli einnig um önnur álitamál, er varða kirkjueignir, s.s. um kirkjujarðir,
sem em með kristfjár- og fátækrakvöðum, og framkvæmd samkomulags milli íslenska
ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997.
3. gr.
Nefndin vinni sérstaklega að því að ljúka samkomulagi íslenska ríkisins og
þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 varðandi prestssetrin.
4. gr.
Prestssetranefhd skili kirkjuþingi árlega skýrslu um störf sín.
83