Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 92
21. mál.
31.KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 21 .
TILL AG A
að starfsreglum um störf biskupa, biskupafund og kirkjustefnu.
Lagt fram af löggjafamefnd.
Staða og störf.
L gr.
ísland er eitt biskupsdæmi með þremur tilsjónarumdæmum. Biskup íslands fer með
tilsjón málefha kirkjunnar eftir samþykktum kirkjuþings og í samráði við biskupafund og
prestastefhu eins og við á eftir lögum og starfsreglum. Biskup íslands hefur til aðstoðar
tvo vígslubiskupa við framkvæmd kirkjulegra málefna, sem hann getur ákveðið með
formlegum hætti í samráði við viðkomandi vígslubiskup.
2. gr.
Tilsjónarumdæmin eru Reykjavíkurumdæmi, sem nær yfir Reykjavíkur og
Kjalamesprófastsdæmi og Biskup íslands hefur alla tilsjón með, Skálholtsumdæmi, sem
nær að öðru leyti yfir hið foma Skálholtsstifti og vígslubiskup í Skálholti hefur tilsjón
með og Hólaumdæmi, sem nær yfir hið foma Hólastifti og vígslubiskup á Hólum hefur
tilsjón með.
3. gr.
Tilsjón biskupa nær til sjálfstæðra starfa þeirra eftir lögum og starfsreglum. Þeir bera
með viðkomandi sóknarprestum ábyrgð á helgihaldi dómkirkna sinna, vígja presta,
djákna, kirkjur og kapellur þegar óskað er og eftir því sem þeir í samráði ákveða. Þeir
sitja héraðsstefnu sbr. 733/1998 §3, þeir heimsækja söfnuði á hátíðum og við önnur
sérstök tilefni og vísitera prófasta á sex ára fresti. Biskup Islands vísiterar alla söfnuði á
tólf ára fresti og vígslubiskupar söfnuði umdæma sinna á tólf ára fresti.
Biskup Islands er forseti kirkjuráðs, en vígslubiskupar sitja aðalfund kirkjuráðs og
undirbúningsfund kirkjuþings og þá fundi kirkjuráðs sem sérstaklega fjalla um
biskupssetrin og málefni embætta þeirra. Að öðm leyti sinna þeir biskupsþjónustu sinni
eftir erindisbréfi og í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun umdæma sinna hverju sinni.
Biskupafundur.
4. gr.
Biskup Islands boðar til biskupafundar minnst ársfjórðungslega og oftar ef nauðsyn
krefur að hans mati eða að mati vígslubiskupa beggja, sem leggja þá fram formlega ósk
um það með rökstuddri dagskrá.
Biskupafundur fjallar um málefni, sem lög og starfsreglur kveða á um, mál er varða
trú og kenningu, helgisiði og helgihald, sérstök mál til umfjöllunar á prestastefnu eða
kirkjuþingi, mál sem hafa komið fram og verið samþykkt í umdæmum biskupa, svo og
önnur mál sem fundurinn ákveður.
Kirkjustefna.
5. gr.
Biskup boðar til kirkjustefnu í umdæmi sínu á 3. ársfj. á 1. og 3. ári eftir kjör til
kirkjuþings.
87