Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 112
30. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 30.
Ef þriðji maður hefur afnot hluta prestsseturs, samkvæmt löglegri skipan, má semja
við hann um að sinna skyldum samkvæmt 1. mgr. svo og viðhaldi eignarhlutans, eins og
við á, en það leysir prest ekki undan skyldu samkvæmt 1. mgr., að því er þann hluta
prestssetursins varðar, nema samningur varði réttindi sem undanskilin eru rétti prests til
prestsseturs.
Prestur skal jafnffamt gæta þess, eftir því sem hann hefur tök á, að nægilega tryggt sé
í samningum að viðhaldi eigna á prestssetri í eigu þriðja manns, sem þar eru samkvæmt
lögmætri skipan, sé sinnt sómasamlega.
Um afgjald fyrir afnot af prestssetri.
5. gr.
Stjóm prestssetrasjóðs ákveður árlega afgjald, sem prestur innir af hendi vegna
afhota sinna af prestssetri / prestssetursjörð, meðan hann gegnir embætti og fer með
forráð prestssetursins / prestssetursjarðar, sbr. 2. gr. reglna þessara.
Til viðmiðunar árlegs afgjalds skal stjóm prestssetrasjóðs taka fasteignamat
eignarinnar og þeirra hluta sem þar em metnir og prestur hefur full umráð yfir, eins og
það er 1. desember næst á undan gjaldaári, svo og einnig þau lögboðnu gjöld sem innt em
af hendi af hálfu prestssetrasjóðs vegna þessara sömu eigna.
Afgjaldið er ákvarðað fyrir hvert almanaksár og skal því jafnað niður á gjaldaárið
með jöfhum mánaðarlegum greiðslum. Akvörðun afgjalds skal vera lokið fyrir 1. mars á
hverju gjaldaári.
Afgjaldið skal jafnan innt af hendi fyrirfram fyrir hvem mánuð og það dregið af
launum prests eins og verið hefur.
Prestur greiðir ekki afgjald fyrir eigin eignir á prestssetri / jörð, ef þær em fyrir
hendi. Þá greiðir prestur ekki afgjald af þeim hluta prestsseturs / jörð er ekki nýtist honum
og sem stjóm sjóðsins hefur samþykkt að prestur skuli ekki hafa afnot af eða umráð yfir.
6. gr.
Stjóm prestssetrasjóðs getur að ósk prests lækkað afgjald, fyrir prestssetur í
eftirfarandi tilvikum:
6. Þegar einungis hluti prestsseturs getur nýst presti, af ástæðum sem honum verður
ekki gefin sök á eða sem hann hefur ekki á valdi sínu að breyta.
7. Þegar í ljós þykir leitt að fasteignamat prestsseturs er hærra en nýtingarmöguleikar
eða arðsemi þess er fyrir prestinn, eða í ósamræmi við þetta, svo sem vegna
nálægðar við þéttbýli eða af öðrum orsökum, en orsakavaldur hins háa mats nýtist
ekki presti, hvorki beint né óbeint.
8. Ef breytilegur rekstrarkostnaður prestsseturs er hærri en eðlilegt getur talist miðað
við sambærilegar fasteignir.
9. Vegna löglegra leyfa.
10. Ef sérstakt álag er á prestssetri sem leiðir til sérstakra skyldna eða umönnunar við
jörðina eða staðinn.
Endurgjald fellur þó ekki niður vegna sumarleyfa og gildir þar einu þótt um
uppsafnað sumarleyfi kunni að vera að ræða.
Stjóm prestssetrasjóðs er heimilt að mæla svo fyrir að ákvarðanir um þessi efni skuli
vera tímabundnar. Akvörðun á gmndvelli 4. tl. gildir þó aldrei lengur en níu mánuði
107