Gerðir kirkjuþings - 1999, Síða 117
30. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 30.
t.d. frá viðkomandi sóknum eða öðrum aðilum, enda heyri sú fasteign eða hluti fasteignar
undir sjóðstjóm og verði hluti af embætti sóknarprests á viðkomandi stað.
Um afnot prests og ábyrgð á þeirri eign eða eignahluta, skulu gilda sömu reglur og
um önnur prestssetur.
20. gr.
Ef prestssetur er ekki setið af presti, vegna þess að prestakall er prestslaust eða vegna
samnings milli prests og stjómar um slíka ráðstöfun, með samþykki þeirra aðilja sem lög
ákveða, fer prestssetrasjóður með öll réttindi og skyldur sem prestssetrið varða og
ákveður stjóm prestssetrasjóðs hvemig prestssetrinu skuli ráðstafað og/eða um það sinnt.
Þess skal ávallt gætt að prestssetur sé laust til afnota fyrir prest, jafnskjótt og hann tekur
við embætti eða eins fljótt og verða má effir þann dag.
Ef prestssetur er ekki setið af presti til frambúðar eða um lengri tíma, m. a. vegna
sameiningar prestakalla, skal stjóm prestssetrasjóðs fara með vörslu og fyrirsvar
prestssetursins.
Stjóm prestssetrasjóðs getur samið við prófast um að hafa eftirlit með ósetnu
prestssetri og sjá um málefni þess, eða prestssetri sem leigt hefur verið öðrum en presti.
Sé prestssetur leigt öðmm en presti, semur stjóm sjóðsins um leigukjör við hlutaðeigandi,
sbr þó 4. mgr. Presti er heimilt, með samþykki stjómar prestssetrasjóðs, að leigja
prestssetur þriðja manni um skamma hríð, svo sem t.d. meðan prestur er fjarverandi í
námsleyfi. Skal þá litið svo á að prestur beri fulla ábyrgð á prestssetrinu, eins og hann
sæti það með venjulegum hætti, sbr. E og 2. gr. reglna þessara.
21. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjóm og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi nú þegar.
112