Gerðir kirkjuþings - 2006, Side 20
1. mál
Skýrsla Kirkjuráðs
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Karl Sigurbjömsson
I. Inngangur
Kirkjuráð var kjörið til fjögurra ára á Kirkjuþingi 2002, en kosið var til Kirkjuþings á
þessu ári. Kirkjuþing 2006 mun kjósa nýtt Kirkjuráð til fjögurra ára og lýkur þá
kjörtímabili núverandi Kirkjuráðs. í núverandi Kirkjuráði sitja auk biskups íslands, sem
er forseti Kirkjuráðs lögum samkvæmt, sr. Dalla Þórðardóttir, sóknarprestur í
Miklabæjarprestakalli og prófastur Skagafjarðarprófastsdæmis, sr. Halldór Gunnarsson,
sóknarprestur í Holtsprestakalli, Rangárvallaprófastsdæmi, Jóhann E. Bjömsson
fyrrverandi forstjóri, Reykjavík og Sigríður M. Jóhannsdóttir, hverfisstjóri
heimaþjónustu Akureyrarbæjar, Akureyri. Allir kjömir kirkjuráðsmenn hlutu kosningu
til Kirkjuþings í vor, utan sr. Döllu Þórðardóttur, sem gaf ekki kost á sér til Kirkjuþings.
II. Störf Kirkjuráðs
KirJguráðsfundir
Kirkjuráð hefur haldið ellefú fundi ffá setningu Kirkjuþings 2005. Fundimir vom
yfirleitt haldnir á Biskupsstofu. Einnig fundaði Kirkjuráð í Svíþjóð, í Skálholti og á
Hólum. Þess má geta að 100. fundur Kirkjuráðs eftir að þjóðkirkjulög gengu í gildi var
haldinn í marsmánuði 2006.
Kirkjuráð fór í kynnisferð til Svíþjóðar og Danmerkur í maímánuði sl. Fundað var á
stiftsgarðinum í Höör í Svíþjóð og síðan farið til Lundar. Kirkjuráð tók þátt í helgihaldi
í Lundardómkirkju og naut leiðsagnar um kirkjuna. Biskupsstofa Lundarstiftis var
heimsótt, þar sem Christina Odenberg, biskup, ásamt starfsfólki í húsinu, tók á móti
gestunum ffá íslandi. Kirkjuráð hitti forráðamenn safiiaðarstarfs íslendinga í Svíþjóð.
Kirkjuráð heimsótti Dómkirkjuna í Kaupmannahöfn undir leiðsögn starfsmanns
kirkjunnar. Að því loknu var farið í stutta heimsókn í biskupsgarð sem staðsettur er
andspænis kirkjunni. Sendiherra íslands, Svavar Gestsson og ffú Guðrún Ágústsdóttir,
buðu Kirkjuráði til móttöku í sendiráðsbústaðnum en áður hafði Kirkjuráð skoðað
sendiráðið og hið nýja norræna menningarhús við Norðurbryggju undir leiðsögn Helgu
Hjörvar. Þá heimsótti Kirkjuráð Kirkjumálaráðuneytið þar sem tveir fulltrúar þess
gerðu grein fyrir stöðu dönsku kirkjunnar, en þó einkum umræðuna um stöðu ríkis og
kirkju í Danmörku. Einnig skoðaði Kirkjuráð Jónshús og átti fúnd með fulltrúum
safnaðarins. Með í för Kirkjuráðs þessa daga í Kaupmannahöfn var sr. Þórir Jökull
Þorsteinsson, sendiráðsprestur.
Forseti Kirkjuþings, Jón Helgason, hefúr setið marga fúndi Kirkjuráðs þegar fjallað er
um málefiii er varða Kirkjuþing og ffamkvæmd samþykkta þingsins. Forsætisnefhd
Kirkjuþings, sem er sjálfkrafa skipuð forseta auk varaforseta þingsins, þeim Huldu
Guðmundsdóttur og Þórami Sveinssyni, kom á þijá fúndi Kirkjuráðs, þ.e. í
nóvembermánuði 2005 þegar farið var yfir samþykktir Kirkjuþings 2005, en þann fund
sátu einnig formenn fastanefnda Kirkjuþings. Einnig á fúnd ráðsins í marsmánuði 2006
18