Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 32
Varðandi 1. lið ályktunarinnar ákvað Kirkjuráð að leggja Hjálparstarfi kirkjunnar til
húsnæði á jarðhæð Grensáskirkju fyrir skrifstofiir og geymslur, endurgjaldslaust.
Húsnæðið er í eigu Kirkjumálasjóðs og hluti þess í eigu Grensáskirkju einnig.
Hjálparstarfið mun flytja þangað fljótlega en stofiiunin hefúr verið í leiguhúsnæði á
Vatnsstíg 3, Reykjavík undanfarin ár.
Að öðru leyti verður málinu haldið vakandi.
22. mál KirJguþings 2005 . Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um
Prestssetrasjóð nr. 826/2000
Mál þetta var sameinað 19. máli.
23. mál Kirkjuþings 2005. Starfsreglur um breyting á starfsreglum um presta nr.
735/1998
Starfsreglubreyting þessi hefur verið birt í Stjómartíðindum lögum samkvæmt og
jafnffamt tilkynnt hlutaðeigandi.
24. mál Kirkjuþings 2005. Þingsályktun um breyting á Jafnréttisáœtlun Þjóðkirkjunnar
1998.
Kirkjuþing samþykkti tillögu Kirkjuráðs óbreytta. Jafnréttisáætlunin breytist því sem
hér segir:
"Hlutverk jafnréttisnefndar er:
1. Að vera ráðgefandi fyrir biskup og kirkjuráð varðandi jafnrétti kvenna og karla
2. Að bera ábyrgö á framgangi Jafnréttisáœtlunar fyrir hönd biskups og kirkjuráðs.
3. Að veita sóknarnefndum og stjórnum stofnana kirkjunnar ráðgjöf
4. Að fylgjast með framkvœmd jafnréttisstefnu kirkjunnar og gera tillögur um
endurskoðun hennar.
5. Að hafa frumkvæði á sviði jafhréttismála og stuðla að umræðum ogfræðslu um
jafnréttismál.
6. Ef ágreiningur er um túlkun eða framkvæmd jafnréttisáætlunar skal slíkum málum
vísað til úrskurðamefndar eða jafnréttisráðs ”.
Kirkjuráð hefúr birt áætlunina svo breytta á vef kirkjunnar kirkjan.is
25. mál Kirkjuþings 2005. Tillaga að starfsreglum um þingsköp Kirkjuþings
Málið var ekki flutt á þinginu heldur á auka Kirkjuþingi 2006 og vísast til umfjöllunar
um það hér í skýrslunni.
Auka Kirkjuþing 2006
Eins og áður hefúr komið fram var haldið auka Kirkjuþing þann 10. mars 2006. Þingið
var háð í Neskirkju. Á dagskrá þingsins vom tvö mál, tillögur að starfsreglum um kjör
til Kirkjuþings og tillögur að starfsreglum um þingsköp Kirkjuþings. Á Kirkjuþingi
2005 var samþykkt að beina því til dóms- og kirkjumálaráðherra að flytja frumvarp til
breytinga á þjóðkirkjulögunum nr. 78/1997. Frumvarpið fól í sér að Kirkjuþing setur
reglur um kosningar, kjördæmi, fjölda fúlltrúa á Kirkjuþingi o.fl. Frumvarpið var
samþykkt sem lög frá Alþingi þann 14. febrúar 2006 og var boðað til þingsins í
framhaldi af því. Var það nauðsynlegt vegna lagabreytinganna en setja þurfti nýjar
30