Gerðir kirkjuþings - 2006, Side 63
26. gr. Prófastur beitir sér fyrir námskeiðahaldi til ffæðslu fyrir presta, starfsmenn
safiiaða og aðra sem taka þátt í starfi kirkjunnar. Hafa skal samráð við önnur
prófastsdæmi um námskeiðahald ef henta þykir.
27. gr. Prófasti er skylt að mæta á árlegan prófastafund er biskup boðar.
28. gr.
a) Prófasti ber að annast um að biskupi Islands berist árlega skýrslur úr öllum
prestaköllum prófastsdæmisins
b) prófastur hefur með höndum skýrslugerð og upplýsingamiðlun til kirkjustjómarinnar
c) prófasti ber að halda skrá um allar sóknamefhdir, og safiiaðarfulltrúa, valneíhdir og
starfsmenn safiiaða og gera biskupi viðvart um allar breytingar
d) prófastur færir bréfabók
e) prófastur heldur vísitasíubók sbr. 21. gr.
29. gr. Prófastur skal annast sáttaumleitanir innan prófastdæmisins þegar
embættismönnum, trúnaðarmönnum eða starfsmönnum, launuðum jafnt og ólaunuðum,
vígðum jafiit og leikum, hefur ekki tekist að jafha ágreining sín á milli.
Prófastur skal ljúka sáttaumleitan sinni að jafiiaði innan tveggja vikna enda sé mál
hvorki á hendi annarra kirkjulegra aðila á þeim tíma né til meðferðar fyrir dómsstólum.
Prófastur skal skila vígslubiskupi skriflegu áliti ef sættir takast ekki.
30. gr. Prófastur skal hafa eftirlit með því, að prestar skili embættisskýrslum til
Þjóðskrár.
31. gr. Prófastur tekur við og varðveitir skrá frá þjóðminjaverði um ffiðlýsta gripi
hverrar kirkju og minningarmörk í kirkjugörðum, sbr. 31. gr. þjóðminjalaga nr.
88/1989.
32. gr. Prófastur hefúr þá stjómsýslu á hendi sem kveðið er á um í lögum um leysing
sóknarbanda nr. 9/1882.
33. gr. Ef starf prests getur fallið undir tvö eða fleiri prófastsdæmi, prestur starfar
erlendis eða óljóst þykir að öðru leyti undir hvaða prófastsdæmi embætti fellur, ákveður
biskup undir hvaða prófastsdæmi viðkomandi embætti heyrir.
34. gr. Starfsreglur þessar sem settar em skv. heimild í 29. gr. og 59. gr. laga um stöðu,
stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78 26. maí 1997, öðlast gildi 1. janúar 2007.
Jafiiframt falla brott starfsreglur um prófasta nr. 734/1998 frá sama tíma.
61