Gerðir kirkjuþings - 2006, Qupperneq 68
6. Mál er varða Kirkjuþing, tekin til umfjöllunar og afgreiðslu
7. Samþykktir Prestastefhu og Leikmannastefiiu kynntar
8. Akvörðun um greiðslur til kjörinna héraðsnefndarmanna fyrir störf þeirra á liðnu ári
9. Sameiginleg mál sóknamefiida er varða rekstur og starfsmannahald.
10. Kosningar:
a) kosning aðalmanna og varamanna til héraðsnefhdar, annarra en formanns, til tveggja
ára í senn
b) kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðenda reikninga héraðssjóðs og
tveggja til vara til tveggja ára í senn
c) kosning fulltrúa og varamanna þeirra á leikmannastefnu til fjögurra ára í senn, sbr.
starfsreglur um leikmannastefnu
d) kosning aðalmanns og varamanns til fulltrúaráðs Hjálparstarfs kirkjunnar til tv'eggja
ára í senn
11. Aðrar kosningar eða tilnefningar sem heyra undir héraðsfund
12. Önnur mál.
6. gr. Prófastur boðar aukahéraðsfund, ef þurfa þykir. Skylt er að boða slíkan fund, ef
fjórðungur atkvæðisbærra héraðsfundarmanna óskar þess;eða ef Kirkjuráð mælir svo
fyrir. Akvæði starfsreglna þessara eiga við um slíka fundi eins og við getur átt.
7. gr. Héraðsnefnd er framkvæmdanefhd héraðsfundar. Hún er í fyrirsvari fyrir
prófastsdæmið að því er varðar sameiginleg málefhi prófastsdæmisins.
Héraðsnefnd skipa þrír menn. Formaður nefndannnar er starfandi prófastur.
Héraðsfundur kýs aðra nefiidarmenn, einn prest og einn leikmann, til tveggja ára í senn
og varamenn þeirra með sama hætti. Nefndin skiptir að öðru leyti sjálf með sér verkum.
8. gr. Verkefni héraðsnefhdar eru sem hér segir:
1. Héraðsnefhd fylgir eftir samþykktum héraðsfunda og sendir þær biskupi,
vígslubiskupi og öðrum, sem hlut eiga að máli.
2. Héraðsnefiid fer með stjóm héraðssjóðs, sbr. 12. gr.
3. Héraðsnefiid ræður starfsmenn til að gegna einstökum verkefnum, sem héraðsfundur
hefur samþykkt.
4. Héraðsnefnd leggur fram starfs- og fjárhagsáætlun á héraðsfundi og ber ábyrgð á
framkvæmd hennar. Heimilt er héraðsnefiid að skipa starfshópa eða nefhdir til að vinna
að einstökum þáttum starfsáætlunar.
5. Héraðsnefnd sér til þess að starfsemi og rekstur, samkvæmt ákvörðunum
héraðsfundar, færsla bókhalds, varsla gagna og önnur atriði í rekstri séu jafnan í góðu
horfi.
9. gr. Prófastux kveður héraðsnefnd saman til fundar svo oft sem þörf krefur. Skylt er að
halda fund ef tveir nefndarmanna óska þess. Nefiidarmenn fá greidda reikninga fyrir
útlagðan kostnað úr héraðssjóði. Nefndarmenn fá greidda þóknun fyrir fundarsetu, en
þó ekki prófastur.
10. gr. Starfræktur skal héraðssjóður er styrkir eða kostar kirkjulega starfsemi innan
prófastsdæmis, einkum er varðar samstarf og samstarfsverkefhi sókna, ffæðslu,
66