Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 85
skal ávallt gætt að prestssetur sé laust til afnota fyrir prest, þegar hann tekur við
embætti.
Ef prestssetur er ekki setið af presti til ffambúðar eða um lengri tíma, m. a. vegna
sameiningar prestakalla, skal stjóm Prestssetrasjóðs fara með vörslu og fyrirsvar
prestssetursins.
13. gr. Prestssetur skal ávallt tekið út við skil prests á því.
Viðtakandi prestur á rétt á því að fá prestssetur tekið út í hendur sér ef 1. mgr. á ekki
við, svo sem ef prestssetur hefur ekki verið setið, eða ef um nýtt prestssetur er að ræða.
Við úttekt á prestssetursjörðum skal fylgja ákvæðum V-kafla ábúðarlaga (lög nr.
80/2004 m.s.br.) um ábúðarlok og úttektir.
Kostnaður við úttektir við ábúðarlok á prestsetursjörðum og við skil á prestsbústað
greiðist af Prestssetrasjóði.
Stjóm sjóðsins ákveður hverju sinni hvort prestssetur skuli tekið út eftir endurbætur á
því.
Að öðm leyti vísast til ákvæða í starfsreglum um prófasta nr. 734/1998 m.s.br
IV. Kafli.
Heimildarskjöl
14. gr. Sjóðsstjóm semur haldsbréf (byggingarbréf) fyrir hveija prestssetursjörð og
hvem prestsbústað. Haldsbréf ásamt reglum þessum skal liggja frammi hjá
Prestssetrasjóði, biskupsstofu og prófostum til sýnis fyrir umsækjendur um
prestsembætti þar sem prestssetur fylgir.
A grundvelli þessara skjala skal gerður samningur milli prests og Prestssetrasjóðs um
umráð og afhot prests af prestssetri.
Jafiiframt skal presti greint frá fyrirhuguðu viðhaldi og framkvæmdum við prestssetrið.
15. gr. Um stöðu prests og Prestssetrasjóðs fer að öðm leyti eftir ákvæðum ábúðarlaga
eða húsaleigulaga, eins og við getur átt.
V. Kafli.
Leiga
16. gr. Stjóm Prestssetrasjóðs reiknar árlega leigu/afgjald, sem prestur innir af hendi
vegna afiiota sinna af prestssetri/prestssetursjörð, meðan hann gegnir embætti og fer
með forráð prestssetursins/prestssetursjarðar.
Til viðmiðunar árlegrar leigu skal stjóm Prestssetrasjóðs taka fasteignamat þeirra eigna
sem prestur hefur umráð yfir, eins og það er 1. desember næst á undan gjaldaári, svo og
einnig þau lögboðnu gjöld sem innt em af hendi af hálfu Prestssetrasjóðs vegna þessara
sömu eigna.
Til viðmiðunar skulu einnig vera hlunnindi eða önnur verðmæti sem ekki em talin til
fasteignamats en hafa sannanlegt verðgildi og prestur nýtir.
Akvörðun leigu skal tekin fyrir eitt ár í senn og skal því jafnað niður á gjaldaárið með
mánaðarlegum greiðslum frá 1. júní til 31. maí og skal það tilkynnt leigutökum fyrir 1.
maí. Ákvæði húsaleigulaga og ábúðarlaga taka til réttarsambands aðila eftir því sem við
getur átt.
83