Gerðir kirkjuþings - 2006, Qupperneq 90
15. mál
Þingsályktun um stefnu Þjóðkirkjunnar á sviði
kærleiksþjónustu og hjálparstarfs
Flutt af Kirkjuráði
Sigríður M. Jóhannsdóttir
Kirkjuþing 2006 minnir á að í Stefnu og starfsáherslum ÞjóðkirJgunnar 2004-2010 er
megináherslan á kærleiksþjónustu og hjálparstarf árið 2006-07 undir yfirskriftinni:
„Fjölþætt þjónusta - opin, virk og gefandi“.
Kirkjuþing hvetur til þess að verkefiii á sviði kærleiksþjónustu fái aukið vægi í sóknum,
prófastsdæmum og hjá kirkjustjóminni. Samstarf við sérþjónustu og stofnamr
kirkjunnar, svo og félagasamtök, sem vinna á sviði kærleiksþjónustu, hjálparstarfs og
kristniboðs, verði styrkt. Hugað verði sérstaklega á starfsárinu 2007 að
vinaheimsóknum (heimsóknarþjónustu) svo og stuðningi við fólk í erfiðum aðstæðum.
Kirkjuþing minnir einnig á ályktun Kirkjuþings 2004 um stöðu og málefni aldraðra.
Kirkjuþing samþykkir eftirfarandi stefiiu og starfsáherslur:
A. Starf kirkjunnar á sviði kærleiksþjónustu, hjálparstarfs og kristniboðs verði aukið í
sóknum, prófastsdæmum og hjá kirkjustjóminni.
Sóknamefiidir beiti sér fyrir því að:
1. Umfjöllun eigi sér stað um hlutverk kærleiksþjónustunnar og þróun.
2. Gerð sé áætlun um þróun og ffamkvæmd þjónustunnar á gmndvelli stefhu
Þjóðkirkjunnar 2004-2010 með hliðsjón af þarfagreiningu.
3. Við gerð fjárhagsáætlana sé þess gætt að kærleiksþjónusta hafi nægjanlegan
mannafla og fé til að sinna starfseminni.
4. Starfsfólk njóti fræðslu og handleiðslu til að auka gæði þjónustunnar, sbr.
starfsmannastefhu Þjóðkirkjunnar.
5. Tekin verði upp samskot í messum í öllum kirkjum.
6. Sérstök verkefni á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga verði styrkt. Hér er til dæmis átt við stuðning við
fósturböm, þrælaböm, prestsmenntun og kirkjubyggingar.
Hugað verði að því með hvaða hætti sóknir geti styrkt samstarf við sérþjónustu og
stofhanir kirkjunnar, svo og félagasamtök, sem vinna á sviði kærleiksþjónustu,
hjálparstarfs og kristniboðs.
B. Sóknir leggi sérstaka áherslu árið 2007 á framtíðaruppbyggingu eftirfylgdar og
vinaheimsókna. Þetta skal gert með því að:
1. Greina þörfina á hveijum stað.
2. Hafa samstarf við aðra söfiiuði, prófastsdæmi, stofiianir og félagasamtök og
kanna hvar unnt er vinna að þessu verkefni svæðisbundið.
88