Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 92
hjá og þarfhast stuðnings. Hún byggir á því að við erum öll systkin í Kristi og eigum
því að gæta hvers annars og skipta því sem lífið hefur að bjóða réttlátlega á milli allra.
c) Miskunnsemi, réttlœti og samstaða
Kærleiksþjónusta birtist meðal annars í því að sýna miskunnsemi og standa með öðrum
í erfiðleikum. Sýna samstöðu með þeim sem líða og þjást og beijast fyrir réttlæti á
opinberum vettvangi jafnt innlendum sem alþjóðlegum.
d) Að gefa og þiggja
Lífið er margbrotið og allir komast í þá aðstöðu að þarfhast hjálpar. Enginn er alltaf
þiggjandi því öll höfum við margt að gefa hvert öðru. Þegar við hjálpumst að og berum
hvers annars byrðar erum við að lifa lífinu eins og kristin trú boðar.
e) Kærleiksþjónusta og helgihald
I helgihaldi kirkjunnar er kirkjan sýnileg sem biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja.
Helgidómurinn er griðland hins trúaða og helgihald er samfélag þar sem umhyggja,
virðing og kærleikur er tjáð í orðum og athöfnum. Guðsþjónustan heldur áffam út úr
helgidómnum yfir á vettvang dagsins þar sem trúin verkar í kærleika og umhyggju fyrir
lífinu og náunganum. Það er guðsþjónusta hins daglega lífs.
f) Kœrleiksþjónusta og önnur hlutverk kirkjunnar
Kærleikur er hinn rauði þráður í boðskap Krists. Kærleiksþjónustan skarast því við öll
önnur hlutverk kirkjunnar. Um skyldur gagnvart náunganum sagði Jesús: „Það allt, sem
þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ (Matt. 25.40). Við
erum erindrekar Krists, sbr. kristniboðsskipunina (Matt. 28.18-20).
Ástæða þess að kirkjan hvetur alla til að sýna náunganum umhyggju byggir meðal
annars á orðum Jesú úr tvöfalda kærleiksboðorðinu: „Þú skalt elska náunga þinn eins og
sjálfan þig.“ (Matt. 22.39). Kirkjan sinnir kærleiksþjónustu vegna þess að Jesús Kristur
beinir sjónum okkar að náunganum og hvetur til góðra og uppbyggilegra verka í þágu
hans. Með þeim hætti fleytir kristinn maður kærleika hans til samfélagsins og er sem
erindreki hans.
g) Kœrleiksþjónusta og velferðarkerfið
Kærleiksþjónusta kirkjunnar kemur aldrei í staðin fyrir þá þjónustu sem samfélaginu er
skylt að veita. Kærleiksþjónusta er viðbót við þjónustu samfélagsins og er stunduð í
samstarfi en ekki í samkeppni við hana.
2. Hverjir eiga að stunda kœrleiksþjónustu?
a) Almennt
Öll þau sem skírð eru eiga að sinna kærleiksþjónustu. í daglegu lífi mætum við fólki
sem þarfnast umhyggju. Hlýlegt viðmót, símtal, heimsókn til þess sem er einangraður
vegna sjúkdóms eða annarra erfiðleika er verðug þjónusta sem hver einstaklingur getur
veitt.
90