Gerðir kirkjuþings - 2006, Side 107

Gerðir kirkjuþings - 2006, Side 107
Kennmgamefnd leggur því til að til þess bær kirkjuleg stjómvöld, prestastefha, biskupafundur og kirkjuþing samþykki að prestum þjóðkirkjunnar verði heimilt að blessa staðfesta samvist samkynhneigðra, samkvæmt formi sem sömu aðilar samþykki. Slík athöfh hefur ekki réttaráhrif, en er þó ekki síður mikilvæg. Við hjónavígslu em prestar í senn trúnaðarmenn ríkisvaldsins/þjóðfélagsins og sálnahirðar. Sem trúnaðarmenn ríkisvaldsins kanna þeir skilyrði til hjúskapar og gæta þess að öllum skilyrðum til hjónabands sé fullnægt og standa síðan við athöfhina sem opinberir vottar að ásetningi hjónanna um að lifa saman í hjónabandi. Sem sálnahirðar áminna þeir hjónin um skyldur þeirra, kunngjöra þeim vilja Guðs um hjónabandið og biðja fyrir hjónunum og ásetningi þeirra og blessa þau. Þegar um staðfesta samvist er að ræða er gengið frá lögformlegri hlið mála hjá borgaralegu yfirvaldi. Þeim sem það kjósa stendur til boða fyrirbæn og blessun yfir samvist sína hjá þjónandi presti þjóðkirkjunnar. í umboði kirkjunnar ber presturinn fram bæn fyrir þeim sem staðfesta samvist sína og biður Guð að styrkja og glæða hjá þeim vilja til að lifa saman í elsku og trúfesti. Blessun er þáttur í helgihaldi kirkjunnar og lífi einstaklinga. Blessun er að þiggja varðveislu, náð og frið Guðs og miðla öðrum, eins og Drottinn mælti við Abraham: “Ég mun ...blessa þig.....og blessun skalt þú vera.” (1 Mós 12,2). Blessunarorðin sem kennd eru við Aron (4. Mós 6,24); “Drottinn blessi þig og varðveiti þig..” eru nátengd helgihaldi þjóðkirkjunnar. Þau hljóma í hverri messu kirkjunnar og í kirkjulegum athöfhun, í fyrirbæn og sálgæslu, og í bænalífi einstaklinga á heimilunum. í guðsþjónustunni er blessun Drottins og friði lýst yfir alla viðstadda án manngreinarálits. Blessunarorðin í hinum kirkjulegu athöfhum við skím og hjónavígslu er undir handayfirlagningu og bæn. Hugtakið blessun hefur líka aðra merkingu í daglegu tali. “Að leggja blessun sína yfir”, tjáir staðfestingu, viðurkenningu, stuðning. Þegar Þjóðkirkjan tekur upp helgisiði skilgreinir kirkjan þá og rökstyður út frá forsendum játningar sinnar, biblíulegrar heildarsýnar eða hefðar heilagrar, almennrar, postullegrar kirkju. Þess vegna hafa kirkjur almennt skilgreint að blessun staðfestrar samvistar sé á sviði sálgæslu og fyrirbæna (pastoral sviði), en sé ekki athöfn með réttaráhrif, hliðstæða hjónavígslu. d) Kirkjuskilningur Undir kirkjuskilning falla spumingar um hvort og hvemig þjóðkirkjan eigi sem slík að taka afstöðu til siðferðilegra álitamála. I 7. grein Ágsborgaijátningar segir að til að sönn eining ríki í kirkjunni sé nóg „að menn séu sammála um kenningu fagnaðarerindisins og um þjónustu sakramentanna. En ekki er nauðsynlegt, að alls staðar séu sömu mannasetningar eða helgisiðir eða kirkjusiðir, sem menn hafa sett.” Á grundvelli játninga sinna og hefða hinnar almennu kirkju setur hin evangelíska lúterska þjóðkirkja á íslandi sér helgisiði, svo sem um hjónavígslu, og hefur álitið mikilvægt að samstaða ríki um þá siði innan kirkjunnar sem og í þjóðfélaginu. Og þótt stofiiun hjúskapar sé málefhi hins veraldlega valds hefur kirkjan átt þar hlut að máli vegna þess samhljóms siðarins sem hér hefur verið. 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.