Peningamál - 01.02.2003, Síða 2

Peningamál - 01.02.2003, Síða 2
PENINGAMÁL 2003/1 1 Verðbólga hefur hjaðnað ört undanfarna mánuði. Verðbólgumarkmið bankans náðist í nóvember 2002. Kjarnavísitölur, sem eru mælikvarðar á undirliggj- andi verðbólgu, voru þá enn yfir verðbólgumark- miðinu, en fóru undir það í janúar. Eins og við var búist hjaðnaði tólf mánaða hækkun neysluverðs frekar og varð aðeins 1,4% í janúar. Að hluta til staf- aði það af mikilli hækkun neysluverðs í janúar 2002 og mun tólf mánaða verðbólga mælast meiri á næstu mánuðum. Verðbólga á fjórða ársfjórðungi 2002 var nokkurn veginn í samræmi við spá Seðlabankans frá því í nóvember sl. Þá spáði bankinn að á fjórða árs- fjórðungi 2002 yrði neysluverð 2,3% hærra en á sama tíma árið áður en niðurstaðan var 2,2%. Þróun framleiðslu og eftirspurnar hefur verið heldur veikari en reiknað var með fyrr í vetur. Lands- framleiðsla dróst verulega saman á þriðja ársfjórð- ungi 2002 frá sama tíma árið áður og vísbendingar eru um að hún hafi lítið aukist á fjórða ársfjórðungi. Því er líklegt að landsframleiðsla hafi dregist lítillega saman á síðasta ári í heild. Þá hefur eftirspurn á vinnumarkaði haldið áfram að slakna og vísbend- ingar eru um að vinnuaflseftirspurn muni enn dragast saman á fyrstu mánuðum þessa árs og atvinnuleysi aukast. Þessi aukni slaki hefur áhrif á nýja þjóðhags- spá bankans. Meginbreytingin frá síðustu spá bank- ans felst þó í því að nú er reiknað með byggingu ál- vers á Reyðarfirði og tilheyrandi raforkuverum. Þá hefur það einnig áhrif á spána að miðað er við gengi undir lok janúar, sem var nærri 5% hærra en reiknað var með í spánni í nóvember og að aflaheimildir hafa verið auknar. Á þessum forsendum er því spáð að hagvöxtur verði 1¾% á þessu ári en 3% árið 2004. Þrátt fyrir stóriðjuframkvæmdir er þetta aðeins lítillega meiri hagvöxtur á þessu ári en spáð var í nóvember síðast- liðnum og sá sami á næsta ári. Ástæðurnar eru meðal annars meiri slaki um þessar mundir en áður var talið og hærra gengi, en einnig ber að hafa í huga að meginþungi stóriðjuframkvæmda verður ekki fyrr en á árunum 2005 og 2006. Á heildina litið mun ríkja nokkuð gott jafnvægi í þjóðarbúinu næstu tvö ár samkvæmt spánni. Spáð er að viðskiptahalli verði langt innan sjálfbærra marka þrátt fyrir innflutning fjárfestingarvarnings vegna stóriðjuframkvæmda. Þótt nokkur slaki verði í hagkerfinu á næstu mánuð- um, sem birtist m.a. í því að spáð er að atvinnuleysi verði að meðaltali 3½% á þessu ári, verður hann fremur lítill á árinu í heild og á næsta ári mun atvinnuleysi minnka en framleiðsluspenna verður þó enn mjög lítil. Miðað við þessar forsendur og óbreytt gengi og peningastefnu frá því í lok janúar er því spáð að verðbólga verði rétt rúmlega 2% á þessu og næsta ári, þ.e.a.s. lítillega undir verðbólgumarkmiði bankans. Í þessu hefti Peningamála birtist úttekt Seðla- bankans á fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi. Þessar framkvæmdir eru mjög stórar að tiltölu við hagkerfið og munu auka framleiðslu- spennu og verðbólguþrýsting í hagkerfinu, sérstak- lega á árunum 2005 og 2006 þegar 2/3 hlutar þeirra munu eiga sér stað. Án innri viðbragða hagkerfisins, t.d. með hærra gengi, og aðgerða í hagstjórn eru verulegar líkur á því að verðbólga fari umtalsvert út fyrir þolmörk peningastefnunnar. Úttektin bendir Inngangur Enn eru forsendur fyrir slökun í peningamálum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.