Peningamál - 01.02.2003, Side 9

Peningamál - 01.02.2003, Side 9
undanfarið ár, en þeir hækkuðu einnig minna í verði þegar gengi krónunnar féll. Þegar litið er yfir lengra tímabil hefur verð bíla nokkurn veginn fylgt gengisþróuninni eins og verð annarrar innfluttrar vöru, þótt meiri töf geri það að verkum að verðið aðlagast ekki hröðum sveiflum, eins og sést á með- fylgjandi mynd.5 Innlendar matvörur hafa lækkað í verði undanfarna þrjá mánuði en aðrar innlendar vörur hækkað lítil- lega Verð innlendrar vöru verður einnig fyrir áhrifum af gengisbreytingum krónunnar sökum samkeppnis- og kostnaðaráhrifa. Á sl. ári lækkaði verð innlendrar matvöru verulega. Verð búvöru og innlends græn- metis lækkaði um 4,4%. Mest lækkun varð á verði grænmetis, sem var hátt á sama tíma í fyrra vegna ytri aðstæðna. Aðrar búvörur lækkuðu einnig í verði, enda einkennist markaðurinn fyrir innlendar land- búnaðarafurðir af offramboði og aukinni samkeppni frá ódýrari tegundum, sem hafa unnið markaðshlut- deild af hefðbundinni innlendri framleiðslu. Verð annarra innlendra matvæla en búvöru var 2,5% lægra í janúar en fyrir ári, enda í mörgum tilfellum um verulega verðsamkeppni við innflutning að ræða. Aðrar innlendar vörur hækkuðu hins vegar nokkuð í verði. Verðbólguvæntingar skv. verðbólguálagi óverð- tryggðra ríkisskuldabréfa hafa aukist síðastliðna mánuði Verðbólguálag ríkisskuldabréfa með u.þ.b. fjögurra ára líftíma hækkaði jafnt og þétt frá því að Peninga- mál voru síðast gefin út og fram yfir miðjan janúar. Í nóvember var það 1,9% að meðaltali, en 2,6% í janúar. Sennilegt er að hækkunin endurspegli væntingar um áhrif fyrirhugaðra virkjana- og stór- iðjuframkvæmda á verðbólgu og vexti Seðlabankans. Verðbólguálagið hefur þó gengið aðeins til baka undir lok mánaðarins og var 2,5% 31. janúar. Verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði, skv. könnun Seðlabankans í janúar, voru í samræmi við verðbólguálagið. Þeir gerðu að meðaltali ráð fyrir 2,3% verðbólgu á yfirstandandi ári og að meðaltali 2,6% verðbólgu næstu 24 mánuði. Um niðurstöður könnunarinnar er fjallað í rammagrein 2 á bls. 19. Verðbólguvæntingar almennings og mat á verðbólgu hafa ekki fylgt hjöðnun verðbólgunnar Almenningur virðist gera ráð fyrir töluvert meiri verðbólgu en sérfræðingar á fjármálamarkaði, eða markaðsaðilar sbr. verðbólguálag á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum. Í byrjun janúar var gerð könnun á verðbólguvæntingum almennings. Hún sýndi að al- menningur gerði að meðaltali ráð fyrir 3,6% verð- bólgu næstu tólf mánuði, en lítill hópur gerir ráð fyrir mun meiri verðbólgu en þorri svarenda. Verðbólgu- væntingar almennings hafa ekkert lækkað frá október sl., sem er eftirtektarvert í ljósi hjöðnunar verðbólgu á sama tímabili. Í janúar töldu svarendur að verð- bólga sl. tólf mánaða hefði verið 3,2%, (eða rúmlega helmingi meiri en hækkun vísitölu neysluverðs á sama tímabili.6) Almenningur virðist því fremur illa upplýstur um hjöðnun verðbólgunnar undanfarna mánuði. Kann það að skýra væntingar um mun meiri verðbólgu en spáð er, því að reynslan sýnir að vænt- ingar almennings um verðbólgu til næstu tólf mánaða 8 PENINGAMÁL 2003/1 J F M A M J J Á S O N D | J 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 % Verðbólguvæntingar og verðbólguálag ríkisskuldabréfa 2002-2003 Daglegt verðbólguálag óverðtryggðra ríkisbréfa og væntingar fyrirtækja og almennings skv. könnunum Verðbólguálag ríkisbréfa (nú til um 4 ára) Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 5 Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguvæntingar fyrirtækja 5. Rétt er að hafa í huga að samsetning gengisvísitölunnar kann að henta misvel sem mælistika á verðbreytingar einstakra vörutegunda. Þetta getur skipt verulegu máli þegar gengi mikilvægra innflutningsgjald- miðla gagnvart krónu breytist með ólíkum hætti. Á sl. ári lækkaði gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu um 22%, en gengi evru aðeins um 7%. Í ljósi þess að bifreiðainnflutningur frá Evrópu var u.þ.b. tífalt meiri en frá Bandaríkjunum á sl. ári er hugsanlegt að gengisþróunin hafi átt einhvern þátt í því að sveiflur í verði bíla hafa verið litlar mið- að við sveiflur gengis allra helstu gjaldmiðla. 6. Könnunin var gerð áður en vísitala neysluverðs fyrir janúarmánuð var birt. Því væri að vissu leyti eðlilegt að miða við hækkun vísitölunnar í desember, sem var 2%. Engu að síður er munurinn verulegur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.