Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 13
miklar ályktanir um þróun eftirspurnar næstu miss-
eri. Greinilegt er að væntingavísitala Gallup, endur-
speglar að verulegu leyti gengisþróun krónunnar.
Væntingar til sex mánaða náðu lágmarki um það
leyti sem krónan var í mestri lægð, en bjartsýni jókst
með auknum styrk krónunnar. Mat á núverandi
ástandi batnaði nokkru síðar, sem kann að endur-
spegla hjöðnun verðbólgunnar. Sl. haust tók mat á
núverandi efnahagsástandi að versna á ný. E.t.v.
endurspeglar það versnandi atvinnuástand, þótt sá
þáttur vísitölunnar sem á að mæla mat fólks á
atvinnuástandinu virðist ekki staðfesta það.
Eftir einhver mestu umskipti viðskiptajafnaðar í
OECD-ríki á tveimur árum eru horfur á áframhald-
andi jafnvægi í utanríkisviðskiptum
Á tímabilinu janúar til september var 2,6 ma.kr.
afgangur á viðskiptum landsmanna við útlönd. Á
þriðja fjórðungi ársins einum og sér nam afgangurinn
4,1 ma.kr. Í október og nóvember var 3,8 ma.kr.
afgangur á vöruviðskiptum og a.m.k. 5 ma.kr. af-
gangur verður líklega á ársfjórðungnum öllum.
Venjulega er halli á þjónustujöfnuði síðasta fjórðung
ársins, en svo var ekki árið 2001. Flest bendir því til
að á sl. ári hafi verið nokkur viðskiptaafgangur.
Eins og fram kemur í grein Arnórs Sighvatssonar
um viðskiptahallann í þessu hefti Peningamála, voru
umskiptin í viðskiptajöfnuði þjóðarinnar sl. tvö ár
hin þriðju mestu á meðal OECD-ríkja í a.m.k. þrjá
áratugi. Gögn um utanríkisviðskipti benda til þess að
vöruskipta- og þjónustujöfnuðir séu í jafnvægi.
Vöruinnflutningur á föstu gengi og verðlagi hefur
verið nokkuð stöðugur frá því vorið 2002 og þjón-
ustuinnflutningur á öðrum og þriðja fjórðungi ársins
2002 var svipaður eða nokkru minni á föstu gengi en
á sama tíma fyrir ári, eftir mikinn samdrátt frá síðasta
fjórðungi ársins 2001 til fyrsta fjórðungs 2002. Vöru-
útflutningur, án skipa- og flugvélaviðskipta og að
árstíðar- og gengissveiflum frátöldum, hélst einnig
u.þ.b. óbreyttur frá því síðla árs 2001, en nokkur
samdráttur var í útfluttri þjónustu.
Samverkandi ástæður gerðu það að verkum að
verulega dró úr þáttateknahallanum á síðari hluta sl.
árs. Í fyrsta lagi lækkaði gengi erlendra gjaldmiðla
gagnvart krónu um 8½% frá þriðja fjórðungi árið
2001 til jafnlengdar árið 2002. Í öðru lagi dró geng-
islækkun Bandaríkjadals gagnvart evru og jeni enn
meira úr greiðslubyrðinni, því að Bandaríkjadalur
vegur þyngra í skuldum þjóðarbúsins en í gengis-
vísitölunni. Í þriðja lagi lækkuðu erlendir vextir,
12 PENINGAMÁL 2003/1
Ársfjórðungslegur viðskiptajöfnuður
1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3
2000 2001 2002
0
5
10
-5
-10
-15
-20
-25
-30
Ma.kr.
Mynd 10
Heimild: Seðlabanki Íslands.
1. ársfj. 2000 - 3. ársfj. 2002
Þróun erlendra vaxta og meðalvaxtagjöld
sem hlutfall erlendra skulda 1996-2002
2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3
1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
2
3
4
5
6
7
8
%
Mynd 11
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Meðalvaxtagjöld sem
hlutfall erlendra skulda Meðalvextir (meðaltal
LIBOR og EURIBOR)
Væntingavísitölur GALLUP 2001-2003
Mynd 9
M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J
2001 2002
40
50
60
70
80
90
100
110
120
130
140
Vísitala
Væntingavísitala
GALLUP
Mat á núverandi ástandi
Væntingar til 6 mánaða