Peningamál - 01.02.2003, Page 16
hækkað frá miðjum nóvember, þrátt fyrir lækkun
stýrivaxta. Næsta víst er að þar gætir áhrifa fyrir-
hugaðra álversframkvæmda, þ.e.a.s. hækkun ávöxt-
unarkröfu endurspeglar væntingar um að fram-
kvæmdirnar leiði til meiri verðbólgu og þar með
hærri nafnvaxta. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði
enn frekar eftir að fjármálaráðuneytið birti skýrslu
um þjóðhagsleg áhrif stóriðjuframkvæmda. Hækk-
unin hefur gengið nokkuð til baka og hinn 3. febrúar
var ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa með 4
og 10½ ára líftíma orðin nánast hin sama og hún var
fyrir stýrivaxtalækkunina í byrjun nóvember. Ávöxt-
unarferill peningamarkaðsbréfa er nú nánast flatur en
hallaði nokkuð niður á við í styttri endann í byrjun
nóvember. Þróun ávöxtunarferilsins bendir því til að
markaðsaðilar vænti lítilla eða engra vaxtabreytinga
á næstu mánuðum. Er það í samræmi við yfirlýsingu
Seðlabankans, þegar vextir voru lækkaðir í desem-
ber, að ekki væri hægt að fullyrða til hvorrar áttar
næsta vaxtabreyting yrði.
Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa með
ábyrgð ríkisins hefur lækkað verulega undanfarna
mánuði. Þar gætir lækkunar stýrivaxta Seðlabankans
að einhverju leyti, en einnig aukinnar eftirspurnar
eftir innlendum verðtryggðum skuldabréfum, meðal
annars frá lífeyrissjóðum.
II Þjóðhags- og verðbólguspá
Í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans er
gert ráð fyrir því að ráðist verði í framkvæmdir í
tengslum við álverksmiðju Alcoa á Austurlandi.
Aðrar forsendur breytast í samræmi við nýjar
upplýsingar og munar þar mest um að framleiðsla og
eftirspurn hefur að undanförnu verið nokkru veikari
en áður var talið, að gengi krónunnar hefur styrkst og
að aflaheimildir hafa verið auknar á þessu ári. Eins
og venjulega er gert ráð fyrir óbreyttri peningastefnu
og stöðugu gengi krónunnar. Talið er að smávægi-
legur samdráttur hafi verið í landsframleiðslu á síð-
asta ári en að hagvöxtur muni taka við sér þegar á
þessu ári. Hann verður þó undir vexti framleiðslu-
getu og því mun slaki ágerast en það snýst við á
næsta ári. Atvinnuleysi mun aukast nokkuð á þessu
ári en minnka aftur á næsta ári. Á heildina litið er
talið að þjóðarbúskapurinn verði í þokkalegu jafn-
vægi mestallt spátímabilið; lítilsháttar slaki í byrjun
sem hverfur á næsta ári. Sterkara gengi og meiri slaki
að undanförnu stuðlar því að minni verðbólgu en ella
og verður hún um 2% næstu tvö árin. Það er lítillega
undir 2½% verðbólgumarkmiði bankans en þó vel
ofan neðri þolmarka þess. Spáóvissan eitt ár fram í
tímann er talin samhverf, en tvö ár fram í tímann eru
taldar meiri líkur á að verðbólga verði meiri en spá
bankans en að hún verði minni.
Eftirspurn og framleiðsla
Smávægilegur samdráttur landsframleiðslu á síðasta
ári
Áætlun um hagvöxt ársins 2002 er byggð á þjóðhags-
reikningum Hagstofunnar fyrir fyrstu þrjá fjórðunga
ársins, en þar sem þjóðhagsreikningum sleppir er
tekið mið af ýmsum hagvísum öðrum. Samdráttur
þjóðarútgjalda 2002 er áætlaður ívið meiri en árið
áður, eða um 3¼%. Þar af dróst fjármunamyndun
saman um 14½% og einkaneysla um 1½%. Sam-
neysla jókst að magni um 3% sem er nærri meðalárs-
vexti hennar undanfarinn áratug.
Áætlunin fyrir 2002 felur ekki í sér mikla breyt-
ingu frá spá bankans í nóvember sl. Meginbreytingin
varðar utanríkisviðskiptin. Nú er talið að útflutningur
vöru og þjónustu hafi vaxið um rúm 4% á árinu en
ekki 5½% eins og áður var talið. Útflutningur vöru
og þjónustu fyrstu níu mánuði ársins bendir til þess
að vöxturinn hafi orðið minni en áður var talið,
sérstaklega á þjónustu. Á móti kemur að það stefnir
einnig í meiri samdrátt innflutnings en spáð var í
nóvember, eða u.þ.b. 4%. Þessar breytingar leiða til
þess að samdráttur landsframleiðslu er áætlaður ¼%
árið 2002, eins og áður hefur komið fram, en reiknað
var með óbreyttri landsframleiðslu í síðustu spá.
Áætlað er að nokkur afgangur hafi orðið á viðskipta-
jöfnuði á síðasta ári en í síðustu spá var nánast jafn-
vægi á viðskiptajöfnuði.
Í nýrri spá er gert ráð fyrir byggingu álvers á
Austurlandi
Mikilvægasta breytingin á forsendum frá síðustu spá
er að árin 2003 og 2004 er reiknað með framkvæmd-
um vegna byggingar álvers í Reyðarfirði og Kára-
hnjúkavirkjunar. Þessar framkvæmdir auka hagvöxt
á þessu ári um rúmlega ½% og svipað á því næsta.13
PENINGAMÁL 2003/1 15
13. Munur á mati hér og í viðauka byggist á mismunandi gengisfor-
sendum. Í viðaukanum er gert ráð fyrir lægra gengi í grunndæminu án