Peningamál - 01.02.2003, Page 16

Peningamál - 01.02.2003, Page 16
hækkað frá miðjum nóvember, þrátt fyrir lækkun stýrivaxta. Næsta víst er að þar gætir áhrifa fyrir- hugaðra álversframkvæmda, þ.e.a.s. hækkun ávöxt- unarkröfu endurspeglar væntingar um að fram- kvæmdirnar leiði til meiri verðbólgu og þar með hærri nafnvaxta. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði enn frekar eftir að fjármálaráðuneytið birti skýrslu um þjóðhagsleg áhrif stóriðjuframkvæmda. Hækk- unin hefur gengið nokkuð til baka og hinn 3. febrúar var ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa með 4 og 10½ ára líftíma orðin nánast hin sama og hún var fyrir stýrivaxtalækkunina í byrjun nóvember. Ávöxt- unarferill peningamarkaðsbréfa er nú nánast flatur en hallaði nokkuð niður á við í styttri endann í byrjun nóvember. Þróun ávöxtunarferilsins bendir því til að markaðsaðilar vænti lítilla eða engra vaxtabreytinga á næstu mánuðum. Er það í samræmi við yfirlýsingu Seðlabankans, þegar vextir voru lækkaðir í desem- ber, að ekki væri hægt að fullyrða til hvorrar áttar næsta vaxtabreyting yrði. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa með ábyrgð ríkisins hefur lækkað verulega undanfarna mánuði. Þar gætir lækkunar stýrivaxta Seðlabankans að einhverju leyti, en einnig aukinnar eftirspurnar eftir innlendum verðtryggðum skuldabréfum, meðal annars frá lífeyrissjóðum. II Þjóðhags- og verðbólguspá Í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans er gert ráð fyrir því að ráðist verði í framkvæmdir í tengslum við álverksmiðju Alcoa á Austurlandi. Aðrar forsendur breytast í samræmi við nýjar upplýsingar og munar þar mest um að framleiðsla og eftirspurn hefur að undanförnu verið nokkru veikari en áður var talið, að gengi krónunnar hefur styrkst og að aflaheimildir hafa verið auknar á þessu ári. Eins og venjulega er gert ráð fyrir óbreyttri peningastefnu og stöðugu gengi krónunnar. Talið er að smávægi- legur samdráttur hafi verið í landsframleiðslu á síð- asta ári en að hagvöxtur muni taka við sér þegar á þessu ári. Hann verður þó undir vexti framleiðslu- getu og því mun slaki ágerast en það snýst við á næsta ári. Atvinnuleysi mun aukast nokkuð á þessu ári en minnka aftur á næsta ári. Á heildina litið er talið að þjóðarbúskapurinn verði í þokkalegu jafn- vægi mestallt spátímabilið; lítilsháttar slaki í byrjun sem hverfur á næsta ári. Sterkara gengi og meiri slaki að undanförnu stuðlar því að minni verðbólgu en ella og verður hún um 2% næstu tvö árin. Það er lítillega undir 2½% verðbólgumarkmiði bankans en þó vel ofan neðri þolmarka þess. Spáóvissan eitt ár fram í tímann er talin samhverf, en tvö ár fram í tímann eru taldar meiri líkur á að verðbólga verði meiri en spá bankans en að hún verði minni. Eftirspurn og framleiðsla Smávægilegur samdráttur landsframleiðslu á síðasta ári Áætlun um hagvöxt ársins 2002 er byggð á þjóðhags- reikningum Hagstofunnar fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins, en þar sem þjóðhagsreikningum sleppir er tekið mið af ýmsum hagvísum öðrum. Samdráttur þjóðarútgjalda 2002 er áætlaður ívið meiri en árið áður, eða um 3¼%. Þar af dróst fjármunamyndun saman um 14½% og einkaneysla um 1½%. Sam- neysla jókst að magni um 3% sem er nærri meðalárs- vexti hennar undanfarinn áratug. Áætlunin fyrir 2002 felur ekki í sér mikla breyt- ingu frá spá bankans í nóvember sl. Meginbreytingin varðar utanríkisviðskiptin. Nú er talið að útflutningur vöru og þjónustu hafi vaxið um rúm 4% á árinu en ekki 5½% eins og áður var talið. Útflutningur vöru og þjónustu fyrstu níu mánuði ársins bendir til þess að vöxturinn hafi orðið minni en áður var talið, sérstaklega á þjónustu. Á móti kemur að það stefnir einnig í meiri samdrátt innflutnings en spáð var í nóvember, eða u.þ.b. 4%. Þessar breytingar leiða til þess að samdráttur landsframleiðslu er áætlaður ¼% árið 2002, eins og áður hefur komið fram, en reiknað var með óbreyttri landsframleiðslu í síðustu spá. Áætlað er að nokkur afgangur hafi orðið á viðskipta- jöfnuði á síðasta ári en í síðustu spá var nánast jafn- vægi á viðskiptajöfnuði. Í nýrri spá er gert ráð fyrir byggingu álvers á Austurlandi Mikilvægasta breytingin á forsendum frá síðustu spá er að árin 2003 og 2004 er reiknað með framkvæmd- um vegna byggingar álvers í Reyðarfirði og Kára- hnjúkavirkjunar. Þessar framkvæmdir auka hagvöxt á þessu ári um rúmlega ½% og svipað á því næsta.13 PENINGAMÁL 2003/1 15 13. Munur á mati hér og í viðauka byggist á mismunandi gengisfor- sendum. Í viðaukanum er gert ráð fyrir lægra gengi í grunndæminu án
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.