Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 20

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 20
PENINGAMÁL 2003/1 19 tæplega 3% verðbólgu (eða 2,6% sé miðað við sama ársfjórðung, þ.e. 2003:4). Samkvæmt spánni mun verðbólga haldast nokkuð stöðug út spátímabilið, á bilinu 2-2¼%. Spáð er 2% verðbólgu tvö ár fram í tímann, sem er óbreytt frá síðustu spá. Verðbólga á þessu og næsta ári verður því rúmlega 2%, sem er aðeins undir verðbólgumarkmiði bankans en þó vel ofan neðri þolmarka verðbólgumarkmiðsins. Spá Í síðustu könnun meðal sérfræðinga á fjármálamarkaði var sú forsenda gefin að ekki skyldi gert ráð fyrir virkjunar- eða álversframkvæmdum. Niðurstöður birtust í Peningamálum 2002/4. Í þetta skipti var svar- endum hins vegar gefið sjálfdæmi um forsendur spár- innar. Allir gerðu ráð fyrir framkvæmdum tengdum álveri Alcoa og sumir reikna einnig með stækkun Norðuráls á tímabilinu enda könnunin gerð áður en nýlegur úrskurður setts umhverfisráðherra lá fyrir. Fyrst sýnir taflan mat sérfræðinganna á verðbólgu- horfum fyrir þetta og næsta ár. Eins og sjá má eru verð- bólguspár fyrir árið í ár svipaðar spá Seðlabankans og undir verðbólgumarkmiði hans. Hins vegar búast sér- fræðingarnir við nokkru meiri verðbólgu árið 2004 en bankinn, bæði yfir árið og á milli ársmeðaltala. Í könnuninni voru sérfræðingarnir einnig spurðir um horfur varðandi aðrar lykilstærðir efnahags- framvindunnar. Athyglisvert er að sérfræðingarnir eru bjartsýnni á hagvöxt en Seðlabankinn. Að meðaltali spáðu þeir 2½% hagvexti í ár – sem er nokkur hækkun frá spá sömu aðila í október sl. – og 3½% næsta ár. Spá bankans nú er 1¾% fyrir 2003 og 3% 2004 og hefur lítið breyst frá síðustu spá. Fimm af sex sérfræðingum telja að gengi krón- unnar styrkist lítillega næstu tólf mánuði en þegar litið er tvö ár fram í tímann eru skoðanir skiptar. Almennt gera þeir ráð fyrir sterkara gengi krónunnar til lengri tíma en í síðustu spá. Af töflunni sést að markaðsaðilar telja að nú sjái fyrir lok vaxtalækkana Seðlabankans og hafa þar vafalaust í huga væntanlegar stórfram- kvæmdir. Telja þeir stýrivextina komna í 6% eftir ár og tæp 7% eftir tvö ár. Að lokum benda niðurstöður könnunarinnar til þess að sérfræðingarnir telji framtíðarhorfur á hluta- bréfamarkaði betri en í síðustu spá. Búast þeir við hækkun úrvalsvísitölu hvort sem litið er eitt eða tvö ár fram á við. Mikill munur er þó á væntingum eins og ráða má af hæstu og lægstu gildum. Skiptar skoðanir eru einnig um fasteignaverð. Næstu tólf mánuði eru spár frá 2% lækkun og upp í 5% hækkun en allir reikna með hærra verði eftir tvö ár. Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði1 2003 2004 Meðaltal Hæsta gildi Lægsta gildi Meðaltal Hæsta gildi Lægsta gildi Verðbólga (yfir árið) ............................................. 2,3 3,2 1,5 2,9 3,8 2,0 Verðbólga (milli ársmeðaltala) ............................. 2,1 2,8 1,5 2,6 3,7 2,0 Hagvöxtur ............................................................. 2,5 3,0 2,0 3,6 4,0 3,1 Eitt ár fram í tímann Tvö ár fram í tímann Gengisvísitala erlends gjaldmiðils......................... 121,3 125,0 120,0 125,0 130,0 115,0 Stýrivextir Seðlabankans ...................................... 6,0 6,3 5,8 6,9 7,5 6,3 Langtímanafnvextir2 ............................................. 7,2 8,0 6,7 8,1 9,5 7,3 Langtímaraunvextir3 .............................................. 4,6 5,1 4,0 5,0 5,4 4,8 Úrvalsvísitala Aðallista ......................................... 8,4 12,0 3,7 13,6 26,0 5,0 Breyting fasteignaverðs ........................................ 3,1 5,0 -2,0 5,2 10,0 1,0 1. Taflan sýnir breytingar milli tímabila í % nema hvað varðar gengi og vexti. Sýnd eru þau gildi sem spáð er fyrir vexti (%) og gengisvísitölu erlendra gjaldmiðla (stig). Þátttakendur í könnuninni eru greiningardeildir Búnaðarbanka Íslands, Íslandsbanka, Kaupþings, Landsbanka Íslands, SPRON og Ráðgjöf og efnahagsspár. 2. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í ríkisbréf (RIKB 07 0209). 3. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskipta- vaka í húsbréf (IBH 41 0315). Heimild: Seðlabanki Íslands. Rammagrein 2 Könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.