Peningamál - 01.02.2003, Síða 24

Peningamál - 01.02.2003, Síða 24
en á Nýja-Sjálandi. Seðlabankavextir hér á landi eru því alls ekki fjarri því sem gerist í sambærilegum löndum. Það segir þó í sjálfu sér ekki mikið því að seðlabankavextir hljóta að ráðast af aðstæðum í hverju landi fyrir sig þegar fylgt er verðbólgumark- miði og flotgengi. Einnig hafa helstu verð á fjármálamörkuðum lækkað lítillega, en gengi krónunnar er þó veigamikil undantekning. Óverðtryggðir skuldabréfavextir til lengri tíma eru nú þeir sömu og þeir voru snemma í nóvember, eftir að hafa hækkað nokkuð til loka janúar. Stafar það mjög líklega af hærri verðbólgu- væntingum og væntingum um hærri Seðlabankavexti á næstu árum vegna stóriðjuframkvæmda. Verð- tryggðir vextir á skuldabréfamarkaði hafa hins vegar lækkað verulega og stafar það annars vegar af lækk- un raunstýrivaxta Seðlabankans og aukinni eftir- spurn eftir verðtryggðum skuldabréfum en einnig af því að þessir vextir höfðu haldist óeðlilega háir m.a. vegna sérstakra aðstæðna á húsnæðismarkaði. Undir lok janúar voru húsbréfavextir almennt komnir niður fyrir 5% en voru töluvert hærri í byrjun nóvember. Þannig hafði ávöxtun húsbréfa til 25 ára lækkað um 0,4 prósentur og ávöxtun húsbréfa til 40 ára um 0,3 prósentur. Þótt verðtryggðir bankavextir hafi lækkað nokkuð frá byrjun nóvember hafa þeir ekki fylgt eftir lækkun á verðtryggðri ávöxtun spariskírteina og hús- bréfa, en nánar er fjallað um það í greininni um fjár- málamarkaði og aðgerðir Seðlabankans hér á eftir. Hækkun almenns hlutabréfaverðs um rúmlega 4½% frá byrjun nóvember til loka janúar felur einnig í sér slökun á fjármálalegum skilyrðum. ...en hærra gengi þrengir að útflutnings- og samkeppnisgreinum Þrátt fyrir lækkun vaxta Seðlabankans og áframhald- andi kaup bankans á gjaldeyri hefur gengi krónunnar styrkst umtalsvert síðustu þrjá mánuði. Í lok janúar var gengið rúmlega 7% hærra en í lok október sl. Þessi þróun hefur enn bætt við þá hækkun raungengis sem staðið hefur nær linnulaust síðan gengið náði botni í nóvember 2001. Í janúar var raungengið aðeins yfir meðaltali síðastliðinna 10 ára, hvort sem miðað er við mælikvarða launa eða verðlags og 5½% yfir 10 ára meðaltali miðað við gengi í lok mánaðarins. Margt bendir til þess að mat markaðarins á framkvæmdum við álver í Reyðarfirði og tilheyrandi virkjunum eigi verulegan þátt í gengishækkun síð- ustu vikna. Aðrir þættir sem gætu stuðlað að hærra gengi lágu að mestu leyti fyrir á síðustu mánuðum fyrra árs, svo sem gott jafnvægi í utanríkisviðskipt- um. Breytingar á skammtímavaxtamun gagnvart útlöndum hafa tæpast haft veruleg áhrif á gengi krón- unnar. Miðað við ríkisvíxla var munurinn reyndar minni í lok janúar en í byrjun nóvember en miðað við millibankamarkað örlitlu hærri. Þótt mæld verðbólga hafi lækkað hafa verðbólguvæntingar hækkað og því ekki hægt að fullyrða að raunvaxtamunur hafi aukist. Nýlegar ákvarðanir um auknar aflaheimildir kunna einnig að hafa stuðlað að hærra gengi, enda auka þær vænt gjaldeyrisinnstreymi. Seðlabankinn hefur áður sett fram það mat sitt að stóriðjuframkvæmdum gæti fylgt hærra gengi á framkvæmdatímanum og aðdraganda hans. Ástæð- urnar eru, eins og nánar er skýrt í viðauka, hreint PENINGAMÁL 2003/1 23 Mynd 17 Á S O N D J F M AM J J Á S O N D J F M AM J J Á S O N D J 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 % Raunstýrivextir Seðlabankans 2000-2003 Heimild: Seðlabanki Íslands. M.v. verðbólguálag ríkisbréfa (nú til um 4 ára) 2000 | 2001 | 2002 | Gengisvísitala og raungengi krónu 1999-2003 Mynd 18 1. Vikmörk voru afnumin 27. mars 2001. Heimild: Seðlabanki Íslands. J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N J 1999 2000 2001 2002 31. des. 1991=100 85 90 95 100 105 110 Jan.’99 = 100 Raungengi (h. ás) Gengisvísitala (v. ás) Efri og neðri vikmörk gengis1 (v. ás) 100 120 130 140 150 110
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.