Peningamál - 01.02.2003, Side 27

Peningamál - 01.02.2003, Side 27
26 PENINGAMÁL 2003/1 Nokkur umræða hefur átt sér stað hér á landi um hætt- una á verðhjöðnun. Þessi umræða er að hluta til berg- mál alþjóðlegrar umræðu um efnið, en lítil verðbólga að undanförnu á þar einnig hlut að máli. Vísitala neysluverðs hækkaði aðeins um 1½% á síðasta ári og án húsnæðis og þjónustu nam hækkunin aðeins 0,3%. En hvað er verðhjöðnun? Hverjar eru líkur á henni í hinum ýmsu iðnríkjum? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir verðhjöðnun og hvernig er heppilegast að bregðast við ef hún verður? Leitast verður við að svara þessum spurningum hér í stuttu máli. Eðlilegast er að skilgreina verðhjöðnun með sama hætti og verðbólgu, en með öfugum formerkjum. Verð- bólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags. Hækkun verðs einstakrar vöru eða hækkun verðlags í mjög stuttan tíma telst því ekki verðbólga. Með sama hætti er verðhjöðnun skilgreind sem við- varandi lækkun almenns verðlags. Lækkun verðlags í örfáa mánuði telst því ekki verðhjöðnun. Almenn lækkun vöruverðs telst ekki heldur vera verðhjöðnun ef verðhækkun þjónustu vegur þyngra, þannig að verðlag lækkar ekki að meðaltali. Að verðhækkun þjónustu vegi upp verðlækkun á vörum er reyndar ekki óalgengt. Í september 2002 hafði neysluverð í Bandaríkjunum hækkað um 1,5% frá árinu áður. Á sama tíma hækkaði verð þjónustu um 3,2% en vörur í vísitölu neysluverðs lækkuðu í verði um 0,9%. Framleiðni í þjónustustarfsemi hefur jafnan vaxið hægar en í vöruframleiðslu. Ef laun hækka hins vegar svipað í mismunandi atvinnugreinum sakir þess að vinnuafl er hreyfanlegt á milli þeirra, mun verð á þjónustu óhjákvæmilega hækka meira en á vörum.1 Á sama hátt og verðbólga á sér stað vegna um- frameftirspurnar í þjóðarbúskapnum er verðhjöðnun afleiðing umframframboðs. Umframframboð getur myndast vegna aukins framboðs, en alvarleg verðhjöð- nun er líklegust þegar snarpur samdráttur í eftirspurn myndar slaka sem leiðir til þess að verð og laun lækka. Slík þróun fer því gjarnan saman við stöðnun eða sam- drátt og vaxandi atvinnuleysi. Verðhjöðnun getur því verið góðkynja eða illkynja. Góðkynja má kalla verðhjöðnun sem stafar af vax- andi framleiðslu og framleiðni eða bættum viðskipta- kjörum. Dæmi um þetta er Bretland og fleiri lönd á ýmsum tímabilum á nítjándu öld og jafnvel Kína á síðustu árum.2 Góðkynja verðhjöðnun er hins vegar ekki með öllu hættulaus, því að ef við slíkar aðstæður verða ytri áföll sem kalla annaðhvort á tímabundna lækkun raunlauna eða neikvæða raunvexti getur tregða við lækkun nafnlauna og það að nafnvextir verða vart lægri en núll leitt til aukins atvinnuleysis. Illkynja verðhjöðnun fer eins og áður segir saman við stöðnun eða samdrátt og vannýtta framleiðslugetu. Verðhjöðnun af þessu tagi getur orðið vítahringur verðhjöðnunar og ónógrar eftirspurnar. Það gerist sér- staklega ef væntingar um verðhjöðnun festast í sessi og skuldir heimila og fyrirtækja eru miklar. Þá geta raun- vextir orðið háir, jafnvel þótt nafnvextir lækki niður í núll og raungreiðslubyrði aukist vegna þess að skuld- bindingar eru með föstum nafnvöxtum. Verðhjöðnun veldur því að raunvaxtabyrði lána hækkar, án þess að á móti komi samsvarandi raunaukning eigna. Það hefur alvarleg áhrif á eignastöðu skuldara, eins og mörg dæmi eru um, einkum ef eignaverð fellur. Dæmi um þetta er heimskreppan mikla á fjórða áratug liðinnar aldar, þegar sérlega illkynja verðhjöðnun átti sér stað víða um heim, sem magnaðist af völdum fjármála- kreppna, hagstjórnarmistaka og verndarstefnu. Önnur nýlegri dæmi um illkynja verðhjöðnun af þessu tagi er Japan á síðustu árum og Argentína á árunum 1999- 2001. Vegna neikvæðra afleiðinga verðhjöðnunar er mikilvægt að koma í veg fyrir hana. Stefna í peninga- Rammagrein 3 Verðhjöðnun 1. Að þessi staða geti komið upp er alls ekki fjarstæðukennt. Segjum t.d. að til sé hagkerfi sem samanstendur af tveimur jafn stórum geirum, vöruframleiðslu og þjónustu. Gefum okkur einnig að framleiðni í vöruframleiðslu aukist um 3% á ári en standi í stað í þjónustustarf- semi. Að meðaltali eykst framleiðni því um 1½% á ári. Segjum enn fremur að raunlaun fylgi þróun meðalframleiðni að viðbættu 1% sem kemur fram í hækkun neysluverðlags um 1%. Nafnlaun hækka því um 2½%. Vegna þess að framleiðni í þjónusta stendur í stað hækkar verð hennar jafn mikið og laun. Vöruverð lækkar hins vegar um ½% á ári. Þetta ástand telst ekki vera verðhjöðnun. Hér er til einföldurnar litið framhjá innfluttum aðföngum og notkun fjármuna. Niðurstöður breyt- ast ekki í meginatriðum við að taka tillit til þessara atriða en tölurnar verða aðrar og útreikningar flóknari. 2. Pain og Weale (2002) taka í þessu sambandi dæmi af Bretlandi milli 1880 og 1890, en þá jókst landsframleiðsla að jafnaði um 2,2% á ári á sama tíma og verðlag féll um 0,6% á ári.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.