Peningamál - 01.02.2003, Síða 34
verður fullráðið í allar stöður. Áætlað er að það muni
taka um hálft ár að ná fullum afköstum í starfsemi
verksmiðjunnar. Síðla árs 2007 mun starfsemin hafa
náð fullri framleiðslugetu.
Áætluð framleiðslugeta hins nýja álvers er 322
þús. tonn en nærri lætur að álframleiðsla á Íslandi
aukist um rúmlega 120% frá árinu 2002.
Mikilvægi áls sem útflutningsvöru eykst til
mikilla muna. Á árinu 2002 nam útflutningur áls um
19% af vöruútflutningi og útflutningur sjávarafurða
um 62%. Álverð var tiltölulega lágt á síðasta ári og
spáð er að það muni hækka nokkuð þegar líða tekur
á þennan áratug. Þegar framleiðsla í álveri Alcoa
verður hafin að fullu í lok árs 2007 og að gefnu
óbreyttu verði 2002, mun hlutfall áls í vöruútflutn-
ingi nema um 30% og sjávarafurða minna en 50%. Ef
gengið er út frá því að álverð hækki eins og spár gera
ráð fyrir verður hlutfall áls í útflutningi nokkru hærra
undir lok þessa áratugar en að ofan greinir. Undan-
farin ár hefur útflutningur áls numið rúmlega 5% af
VLF. Þetta hlutfall mun hækka mjög þegar álverið í
Reyðarfirði tekur að fullu til starfa. Þá má ætla að
hlutfall útflutnings áls af landsframleiðslu verði
komið í rúmlega 10%.
3. Efnahagsleg áhrif stóriðjuframkvæmda
Í þessum kafla verður fjallað almennt um efnahags-
leg áhrif álvers- og tengdra raforkuframkvæmda og
er þá byggt á almennri hagrænni greiningu og alþjóð-
legri reynslu. Í síðari köflum verður síðan reynt að
leggja talnalegt mat á þessi áhrif með því að nota
líkön af íslenska þjóðarbúinu eða einstökum hlutum
þess sem Seðlabankinn ræður yfir.
Þegar áhrif stóriðjuframkvæmda af þessu tagi eru
metin er mikilvægt að gera greinarmun á skamm-
tímaáhrifum byggingar orkuvera og álbræðslna
annars vegar og langtímaáhrifum af starfrækslu
þeirra hins vegar. Áhrifin á byggingartíma felast í
mikilli fjárfestingu sem fjármögnuð er með erlendu
fé. Umtalsverður hluti fjárfestingarinnar felst í inn-
flutningi á vélum og tækjum af ýmsu tagi, en einnig
verður hreint gjaldeyrisinnstreymi sem notað er til að
fjármagna notkun innlendra framleiðsluþátta. Því
verður mikil aukning eftirspurnar á innlendum vöru-
og vinnumarkaði. Þessi áhrif eru hins vegar tíma-
bundin. Á máli hagfræðinnar er því hér um tíma-
bundinn eftirspurnarhnykk að ræða. Stjórn peninga-
mála þarf stöðugt að glíma við eftirspurnarhnykki.
Það sem gerir þennan óvenjulegan er að hann er hlut-
fallslega mjög stór og er fyrirséður.
Til að skilja betur eðli áhrifanna á byggingar-
tímanum má benda á að áhrif stórrar erlendrar lán-
töku sem notuð væri til nánast hvaða framkvæmda
sem er, jafnvel þótt þær bættu engu við framleiðslu-
getu þjóðarbúsins, eru í eðli sínu þau sömu. Það sem
skilur hins vegar á milli eru langtímaáhrifin. Þegar
álverið hefur framleiðslu er ný framleiðslugeta tekin
í notkun og útflutningsframleiðsla eykst. Á máli hag-
fræðinnar styrkist framboðshlið hagkerfisins og á
gömlu íslensku máli fáum við búhnykk. Þetta er að
vísu með þeim fyrirvara að nægilega stór hluti
útflutningsteknanna falli til innlendra aðila vegna
raforkusölu til álversins, vinnulauna, skatta og kaupa
þess á innlendri þjónustu, til að vega á móti kostnaði
við öflun þeirra. Útflutningur eykst varanlega, eða
a.m.k. í marga áratugi. Sterkt langtímasamband hefur
verið hér á landi á milli útflutnings- og þjóðartekna
og þær ættu því að aukast samfara auknum útflutn-
ingi. Þá má skilja þessi langtímaáhrif þannig að
útflutningur á áli og sú orkuöflun sem til hans þarf
verði framleiðnari starfsemi en sá atvinnurekstur sem
kann að verða rutt úr vegi til að finna þessari starf-
semi rými í hagkerfinu. Hér kann reyndar að skipta
máli hvernig til tekst með hagstjórn og varðveislu
stöðugleika á byggingartímanum. Því betur sem þar
tekst til, því jákvæðari verða langtímaáhrifin þar sem
framleiðnar útflutnings- og samkeppnisgreinar verða
fyrir minna hnjaski.
Í þessum viðauka verður ekkert talnalegt mat lagt
á langtímaávinning þessara framkvæmda. Til að gera
það að gagni þyrfti m.a. að skoða arðsemi virkjunar-
framkvæmda sérstaklega. Ástæðan er sú að erlent
eignarhald á álverinu en innlent á virkjuninni gerir
það að verkum að langtímaávinningurinn fyrir þjóð-
ina veltur m.a. á því hvernig arðsemin skiptist á milli
þessara þátta. Auk þess þyrfti að meta í hvaða mæli
framleiðni og raunlaun hækka sakir þess að nýju
greinarnar eru framleiðnari en þær sem rutt er úr
vegi. Þá hefur hér einnig áhrif hvernig staðið er að
skattlagningu þessarar starfsemi og fleiri atriðum.
Seðlabankinn hefur ekki á þessu stigi upplýsingar til
að leggja sjálfstætt mat á þessa þætti. Það er auk þess
meira í samræmi við hlutverk bankans að hann veiti
því forgang að meta áhrifin á byggingartíma, enda
bregst peningastefnan við þeim áhrifum en ekki
hinum. Fyrirliggjandi athuganir, svo sem á arðsemi
PENINGAMÁL 2003/1 33