Peningamál - 01.02.2003, Side 35

Peningamál - 01.02.2003, Side 35
virkjunar, benda til að langtímaáhrifin á þjóðartekjur verði jákvæð. Fjármálaráðuneytið hefur t.d. metið langtímaáhrifin á þjóðartekjur með því að nota almennt jafnvægislíkan. Þótt það sé ekki jafn nákvæmt mat og rætt var hér að ofan, gefur það vissa vísbendingu. Að mati ráðuneytisins munu þessar framkvæmdir auka þjóðarframleiðslu til lengdar um ¾ úr prósentu. Eftirspurnarhnykkurinn sem stafar af fjárfesting- unni er að mestu leyti fyrirséður og er honum lýst í kaflanum hér að framan. Heildarfjárfesting og vinnu- aflsnotkun er í stórum dráttum þekkt og nokkuð mótaðar hugmyndir eru um það hvernig hún skiptist eftir árum. Gengið er út frá ákveðnum forsendum í útreikningum hér á eftir varðandi skiptingu fjár- festingar og vinnuaflsnotkunar í innlenda og erlenda þætti. Um þetta ríkir hins vegar nokkru meiri óvissa, sérstaklega varðandi vinnuaflið. Í mjög stórum dráttum má segja fyrir um áhrif af eftirspurnarhnykk af þessu tagi á grundvelli almennra hagfræðikenninga. Umfang áhrifanna og tímasetningar eru hins vegar háðar mikilli óvissu. „Rétta“ talnalega metna hagfræðilíkanið sem notast má við til að áætla þessi áhrif liggur ekki fyrir og mun aldrei gera, þótt ávallt sé reynt að gera fyrir- liggjandi líkön betri. Það gerir vandann enn meiri hversu stór hnykkurinn er. Því liggur ekki fyrir nægi- leg söguleg reynsla og talnagögn til að ákvarða með sæmilegri nákvæmni hvernig hagkerfið mun bregð- ast við eftirspurnarhnykknum. Mögulegt er að sögu- leg sambönd hagstærða raskist af þessum sökum. Ennfremur er hugsanlegt að væntingar í hagkerfinu þróist til skamms tíma með ýkjukenndum hætti. Þannig gæti einkaneysla aukist um hríð meira en rétt- lætanlegt er á grundvelli þeirrar aukningar á varan- legum tekjum sem leiða af framkvæmdunum. Það sama gæti átt við um gengi krónunnar og önnur eignaverð. Sams konar óvissa er til staðar varðandi virkni hagstjórnartækja, bæði um umfang og tíma- setningar. Hafa verður þessa fyrirvara í huga þegar niðurstöður útreikninga sem birtar eru hér á eftir eru metnar. Eins og allir eftirspurnarhnykkir lyftir þessi framkvæmd eftirspurn upp fyrir það stig sem ella hefði orðið. Viðskiptahalli myndast vegna mikils innflutnings á fjárfestingarvarningi sem notaður er við framkvæmdirnar eða er beinlínis hluti af hinum nýju iðju- og orkuverum (vélum og tækjum). Þessi viðskiptahalli hefur engin áhrif á gengi krónunnar né skapar spennu í innlendu hagkerfi þar sem hann er í þessu tilfelli að fullu fjármagnaður með erlendu eigin fé eða lánsfjármagni. Hins vegar á sér stað hreint gjaldeyrisinnstreymi þar sem erlent fé verður notað til að fjármagna notkun á innlendu vinnuafli og öðrum framleiðsluþáttum sem þarf við framkvæmd- irnar. Þetta innstreymi eykur spennu á innlendum vöru- og vinnumarkaði, stuðlar að hærra gengi krón- unnar og eykur viðskiptahalla. Þá eykst viðskipta- halli einnig vegna aukinnar einkaneyslu og fjárfest- inga í öðru atvinnulífi sem kann að fylgja aukinni bjartsýni vegna framkvæmdanna. Aukin spenna á vöru- og vinnumarkaði skilar sér að lokum í meiri launahækkunum og verðbólgu- þrýstingi. Hættan er sú að verðbólguþróunin fari úr böndum og aukin verðbólga fari út í verðbólgu- væntingar og festist þannig í sessi. Það er þessi þróun og sá efnahagslegi óstöðugleiki sem henni getur fylgt sem hagstjórn þarf að reyna að koma í veg fyrir. En það er ekki aðeins hagstjórnin sem leggst á þá sveif heldur einnig viss markaðsöfl og innbyggðir jafn- vægisstillar hagkerfisins. Gengi krónunnar og lang- tímavextir eru hluti af því ferli en búast má við að hvort tveggja muni hækka á byggingartíma og að- draganda hans. Annar en tengdur jafnvægisstillir felst í því að aukin eftirspurn hefur tilhneigingu til að leka út úr hagkerfinu í formi aukins viðskiptahalla og veldur þannig minni spennu á innlendum mörkuðum. Þá er rétt að nefna að umframeftirspurnin sem skapast á innlendum vöru- og vinnumörkuðum fer nokkuð eftir því hver hlutdeild erlends vinnuafls og innfluttra fjármuna er í byggingu veranna. Því hærri sem þessi hlutdeild er því minni verður þrýstingurinn á innlenda markaði. Á móti kemur hins vegar að tekjuaukning innlendra aðila verður minni. Með aðgerðum í ríkisfjármálum og peninga- málum má leitast við að draga úr umframeftir- spurninni í hátoppi framkvæmda en jafnframt milda samdráttinn sem kann að koma í kjölfar þess að þeim lýkur. Peningastefnan mun leitast við að halda verð- bólgu nálægt verðbólgumarkmiði bankans og mun þurfa að halda vöxtum hærri en ella í því skyni. Eftirspurnarhnykkurinn er það mikill að ekki er víst að það takist fullkomlega en eins og kemur fram hér á eftir eru töluverðar líkur á að hægt verði að halda verðbólgu innan þolmarka. Það myndi draga úr álagi á peningastefnuna ef einnig kæmu til mótvægis- 34 PENINGAMÁL 2003/1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.