Peningamál - 01.02.2003, Page 36

Peningamál - 01.02.2003, Page 36
aðgerðir í ríkisfjármálum, svo sem með samdrætti opinberra framkvæmda í hátoppi framkvæmdanna á Austurlandi en aukningu á eftir og jafnvel á undan. Það er heppilegt þar sem aðgerðir í peningamálum gætu haft hlutfallslega meiri áhrif á útflutnings- og samkeppnisgreinar en aðra hluta hagkerfisins vegna hækkunar á gengi krónunnar. Hins vegar er útilokað að ríkisfjármálaaðgerðir geti borið meginþunga hagstjórnarviðbragðanna. Til þess eru framkvæmd- irnar eystra einfaldlega of umfangsmiklar í hlutfalli við t.d. opinberar fjárfestingar. Eitt mikilvægt einkenni þessa eftirspurnarhnykks er að hann er fyrirséður, eins og áður hefur komið fram. Það hefur mikilvægar afleiðingar fyrir það hvernig hagkerfið bregst við. Gott dæmi um þetta er þróun gengis krónunnar. Vegna framkvæmdanna liggur fyrir að mikið hreint gjaldeyrisinnstreymi eigi sér stað á komandi misserum. Framsýnir og virkir fjármálamarkaðir taka þær upplýsingar strax með í reikninginn og skiptir þá í raun ekki máli að eitt til tvö ár séu í að innstreymið verði verulegt. Að öðru óbreyttu veldur þetta því að gengi krónunnar hækkar strax. Gengið hækkar einnig sakir þess að fram- kvæmdirnar skapa væntingar um hækkun Seðla- bankavaxta þegar nær líður. Það hækkar lang- tímavexti strax þar sem þeir eru í meginatriðum sam- settir úr væntum skammtímavöxtum í framtíðinni. Það eykur vaxtamun gagnvart útlöndum á langa enda markaðarins, sogar inn erlent fjármagn og hækkar þannig gengið. Hækkun gengis í aðdraganda framkvæmdanna er því eðlileg og var Seðlabankinn og fleiri reyndar búnir að spá því að svo myndi verða. Gengis- hækkunin er reyndar hluti af markaðsviðbrögðum hagkerfisins vegna framkvæmdanna. Um leið hjálpa þau hagkerfinu til að rýma fyrir þeim án kollsteypu í efnahagsmálum. Gengishækkunin dregur úr verð- bólgu og eykur slaka í hagkerfinu áður en fram- kvæmdirnar hefjast að fullum krafti og því myndast minni spenna í hagkerfinu en ella. Svipaða sögu er reyndar hægt að segja varðandi langtímavexti. Ofangreind hækkun gengis kemur hins vegar ekki í stað vaxtahækkana af hálfu Seðlabankans, enda byggist hún að hluta á væntingum um þær. Þótt þægilegt sé að greina gengis- og vaxtaþróun og áhrif þeirra að einhverju leyti hvort í sínu lagi verður að lokum að taka tillit til þess að við skilyrði óheftra fjármagnshreyfinga er hér um nátengd ferli að ræða. Ekki er við öðru að búast en að einar mestu fram- kvæmdir Íslandssögunnar og einn stærsti eftir- spurnarhnykkur sem komið hefur kalli á hærri Seðlabankavexti en ella og það hugsanlega um- talsvert hærri. Hér á eftir verður reynt að leggja talna- legt mat á hver þessi viðbrögð gætu orðið. Rétt er hins vegar að ítreka að eftirfarandi mat er eingöngu hugsað til að gefa lauslega mynd af því hvernig peningastefnan gæti brugðist við áhrifum þessara framkvæmda og að óvissa um nákvæma útfærslu þeirra og endanlega niðurstöðu er töluverð. Endanleg útkoma þessa ferils kemur ekki í ljós fyrr en líða tekur á tímabilið. Seðlabankinn mun því ákveða við- brögð sín þegar þar að kemur. 4. Mat á þjóðhagslegum áhrifum án hagstjórnar- viðbragða Þjóðhagslíkan bankans var notað til að meta hugsan- leg áhrif fyrirhugðara stóriðjuframkvæmda á hagvöxt, atvinnuleysi og verðbólgu. Fyrst var búið til grunndæmi, þar sem ekki var reiknað með stóriðju- framkvæmdum. Grunndæmið er í samræmi við þjóð- hagsspá bankans fyrir árin 2003 og 2004 að öðru leyti en því að í spánni er gert ráð fyrir vinnu við virkjun og álver á Austurlandi. Eftir 2004 leitar grunndæmið í jafnvægi. Áhrif álversframkvæmda á hagvöxt, atvinnuleysi og verðbólgu voru metin sem frávik frá þeim gildum sem þessar stærðir tóku árin 2003 til 2008 í grunndæminu. 4.1. Forsendur útreikninga Í dæmunum með og án stóriðju voru allar forsendur eins og í þjóðhagsspá bankans. Reiknað er með að 65% af fjárfestingu í álverinu og um helmingur af fjárfestingu í virkjuninni séu innflutt, sem og fjórð- ungur þess vinnuafls sem starfar við framkvæmdirn- ar. Forsendur um vinnuaflsnotkun og fjárfestingu eru í samræmi við upplýsingar frá framkvæmdaaðilum og hliðstæðar athuganir sem áður hafa verið gerðar á Þjóðhagsstofnun og í fjármálaráðuneyti. Ennfremur var gert ráð fyrir því að peningastefnan væri óbreytt, þ.e.a.s. stýrivöxtum er haldið óbreyttum út tímabilið. Tvær útgáfur af frávikum hagstærðanna voru reiknaðar. Í annarri útgáfunni var gert ráð fyrir að gengi krónunnar væri óbreytt frá grunndæminu. Í hinni var reiknað með að framkvæmdirnar hefðu áhrif á gengið. Í því dæmi var gengið látið styrkjast á fyrri hluta tímabilsins sem var skoðað, þ.e.a.s. árin PENINGAMÁL 2003/1 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.