Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 37

Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 37
2003-2005, vegna fjármagnsinnstreymis og væntinga um hærri stýrivexti, en síðan var það látið veikjast á ný, og leita í nýtt jafnvægi. Í þessu felst að hluti þeir- rar hækkunar sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur stafar af fyrirhuguðum álvers- og virkjanafram- kvæmdum. Þess vegna var jafnframt gert ráð fyrir því í grunndæminu án stóriðju að gengi ársins 2003 hefði orðið nokkru lægra en nú er. Þá var reiknað með því að það héldi áfram að lækka á næsta ári en hækkaði svo í átt að jafnvægi. Með framkvæmdum er hins vegar um að ræða gengisferil þar sem gengið hækkar framan af en lækkar síðan á ný í átt að jafn- vægisgengi. Að auki er reiknað með því að jafn- vægisgengi verði nokkru hærra eftir að álverið er tekið til starfa en verið hefði án þess. Þrátt fyrir að ofangreind gengisaðlögun sé ekki svo ósennileg er ljóst að nákvæma tímasetningu hennar er nánast ógerlegt að meta, sérstaklega vegna áhrifa á væntingar fjárfesta um framtíðarþróun gengisins. Eins og áður hefur komið fram má færa rök fyrir því að a.m.k. hluti væntanlegrar styrkingar gengisins sé þegar kominn fram. Einnig gætu væntingar um veikingu krónunnar þegar kemur að lokum gjaldeyrisinnstreymisins farið að hafa áhrif á væntingar fjárfesta þegar líða tekur á tímabilið og jafnvel fyrr. Nákvæm útlistun á gengisþróun þessa tímabils er því útilokuð. Mat á gengisþróuninni hefði ekki komið til álversframkvæmda er ekki síður erfitt. 4.2. Helstu niðurstöður Eins og mynd 4 sýnir verður hagvöxtur 2003 og 2004 um 1 prósentu meiri en ef ekki væri farið út í fram- kvæmdirnar. Þegar framkvæmdirnar ná hámarki á árunum 2005 og 2006 verður hagvöxtur um 3-4 prósentum hærri en ella. Þá er reiknað með sama gengi og hefði orðið án stóriðjuframkvæmda.2 Hér er því um umtalsverða þenslu að ræða í hagkerfinu, og gæti framleiðsluspenna samkvæmt því mælst mest um 6% árið 2006. Til samanburðar var spennan í toppi nýliðinnar uppsveiflu tæp 3%, og um 3½% árið 1987. Áhrif á atvinnuleysi yrðu einnig töluverð. Má gera ráð fyrir að atvinnuleysi 2005 yrði 1½-2 pró- sentum minna en ef ekki yrði af framkvæmdunum, og um 1 prósentu minna árið 2006, en þá væri jafn- framt farið að gæta aukins framboðs vinnuafls, sem kemur hér fram á tvennan hátt, annars vegar er um að ræða aukna atvinnuþátttöku, og hins vegar aukinn innflutning vinnuafls, einkum í beinum tengslum við stóriðjuframkvæmdirnar. Þenslan sem skapast í hag- kerfinu veldur þrýstingi á verðlag og árið 2004 má reikna með að verðbólga verði orðin um 1 prósentu meiri en ella en verði mest 4½ prósentum meiri en ella 2006 sem gæti þýtt 6-7% verðbólgu, þ.e. töluvert fyrir ofan þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabank- ans. Í lok framkvæmdanna verður mikill samdráttur í fjárfestingu. Þegar álverið hefur framleiðslu, árin 2007 og 2008, verður hagvöxtur töluvert minni en ella. Atvinnuleysi mun jafnframt verða meira. Þannig verður það um ½ prósentu meira árið 2007. Að hluta stafar þessi aukning af aukinni atvinnuþátttöku vegna framkvæmdanna, en vinnumarkaðurinn lagar sig jafnan að hagsveiflunni með nokkurri töf. Það mun því einnig draga úr verðbólgu þessi ár og 2007 verður hún aðeins 2 prósentum meiri en í dæminu án framkvæmda, og u.þ.b. 1 prósentu minni árið 2008. Ljóst er að þessar miklu sveiflur sem hér hefur verið lýst stafa ekki eingöngu af þeirri fjárfestingu sem stendur fyrir dyrum. Að hluta er stærð þeirra afleiðing af þeim forsendum sem gefnar voru. Tvennt vegur þar trúlega þyngst, annars vegar sú forsenda að ekki verði um nein hagstjórnarviðbrögð að ræða, og hins vegar forsendan um stöðugt gengi krónunnar. Hér á eftir verður fjallað um hugsanleg hagstjórnar- viðbrögð og áhrif þeirra á þróun hagstærða, en fyrst er farið yfir áhrif stóriðjuframkvæmdanna á hagvöxt, atvinnuleysi og verðbólgu þar sem gert er ráð fyrir að gengið þróist eins og lýst er hér að ofan. Taki gengi krónunnar þátt í aðlögun efnahags- lífsins verða áhrif á hagvöxt vart mælanleg 2003 og 2004 miðað við þá gengisaðlögun sem lýst er hér að ofan. Hagvöxtur 2005 verður um 1 prósentu meiri með framkvæmdum og allt að 2 prósentum meiri 2006. Árið 2007 og 2008 verður hagvöxtur ívið meiri en án framkvæmda, en munurinn verður þó innan við 1 prósentu hvort ár. Hér er um verulega minni áhrif að ræða en þegar genginu var haldið óbreyttu frá grunndæmi. Sama er að segja um þróun atvinnu- leysis. Þetta verður jafnframt til þess að 2003 og 2004 verður verðbólga um 2 prósentum minni hvort ár með stóriðjuframkvæmdum, og rúmlega ½ pró- sentu minni 2005. Þegar framkvæmdirnar hafa náð 36 PENINGAMÁL 2003/1 2. Í megintexta greinarinnar um þróun og horfur hér að framan eru framkvæmdirnar taldar auka hagvöxt um ½ prósentu 2003 og 2004. Munurinn stafar af mismunandi gengisforsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.