Peningamál - 01.02.2003, Side 39

Peningamál - 01.02.2003, Side 39
földu reglu hækkar Seðlabankinn stýrivexti sína umfram ákveðið jafnvægisvaxtastig ef verðbólga er meiri en verðbólgumarkmið bankans og ef fram- leiðsluspenna er til staðar í hagkerfinu sem síðar skapar hættu á aukinni verðbólgu. Þessi regla þykir lýsa vel vaxtaákvörðunarferli helstu seðlabanka heims á tímum sem vel hefur þótt takast í stjórn peningamála og er algengt að nota hana við að áætla viðbrögð peningastefnunnar við eftirspurnar- hnykkjum. Notast er við mismunandi form af Taylor-reglunni, eftir því hvort gert er ráð fyrir að bankinn jafni sveiflur í stýrivöxtum og að hve miklu leyti framsýni er innbyggð í regluna, þ.e. byggt á verðbólguspá fremur en verðbólgu líðandi stund- ar.3 5.1. Hagstjórnarviðbrögð án gengisaðlögunar Út frá Taylor-reglunni verða stýrivextir Seðla- bankans nokkru hærri en þeir hefðu verið án álvers- framkvæmdanna. Sé peningastefnan að einhverju leyti framsýn má búast við að vaxtastigið verði fljótlega nokkru hærra en ella. Útreikningarnir gefa til kynna að vextir bankans gætu orðið um 1½ prósentu hærri á þessu ári en þeir hefðu verið án framkvæmdanna og allt að 5 prósentum hærri árin 2004-2005 miðað við óbreytt gengi frá dæminu án álversframkvæmda. Árið 2006 verða þeir hins vegar aðeins 1½ prósentu hærri en í grunndæminu og komnir vel undir vaxtastig grunndæmisins árið 2007 vegna slakans sem þá myndast í hagkerfinu. Sé peningastefnan síður framsýn verða vextir seinna hærri en án framkvæmda. Á þessu ári yrðu þeir aðeins um ½ prósentu hærri en ella og 1½ prósentu á næsta ári. Árin 2005-2006 þyrftu þeir hins vegar að vera frá 4½-5½ prósentum hærri en ella þar sem vaxtahækkanir bankans koma í raun of seint, þ.e. bankinn bíður of lengi með að hækka vexti til að kveða niður ofþensluna sem skapast af álvers- framkvæmdunum. Uppsafnað yfir tímabilið 2003- 2007 verða vextir töluvert hærri en í dæminu sem byggist á framsýnni peningastefnu. Bankanum tekst jafnframt betur að hemja verðbólgu og ofþenslu í hagkerfinu eftir því sem hann er framsýnni í ákvörðun stýrivaxta og í umfjölluninni hér á eftir er því miðað við framsýna peningastefnu.4 Eins og vænta má tekst að dempa nokkuð þá ofþenslu sem grefur um sig í aðdraganda og í hátoppi álversframkvæmdanna. Hagvöxtur verður mest um 1 prósentu meiri en í dæminu án álversframkvæmda árið 2005, samanborið við tæp 4 prósentur í dæminu án viðbragða peningastefnunnar. Peningastefnunni tekst einnig að draga úr sveiflum í atvinnuleysi þannig að það verður um 1 prósentu undir atvinnu- leysisstigi grunndæmisins árið 2005 í stað tæplega 2 prósenta án peningastefnuviðbragða. Árið 2006 er nánast sama atvinnuleysisstig í báðum dæmum en árið 2007 er atvinnuleysisstigið orðið nokkru hærra í dæminu með peningastefnuviðbrögðum, enda að- haldsstig peningastefnunnar meira í því dæmi. Þar sem peningastefnunni tekst að draga úr hagsveiflu- áhrifum álversframkvæmdanna verða sveiflur í fram- leiðsluspennu minni. Hún eykst því mun minna vegna viðbragða peningastefnunnar og er rétt um ½-1 prósentu umfram dæmið án stóriðjufram- kvæmda 2003-2004 og um 2 prósentum árin 2005- 2006. Eins og sjá má á mynd 5 endurspeglast þetta einnig í þróun verðbólgu á tímabilinu. Verðbólga er tæplega ½ prósentu umfram dæmið án stóriðju- framkvæmda á árunum 2003-2004 og um 2 prósent- um meiri árin 2005-2006, borið saman við 4-4½ prósentur án peningastefnuviðbragða. Árið 2007 er verðbólga síðan aðeins um ½ prósentu meiri en í grunndæminu án álversframkvæmda. Þótt peningastefnunni takist að draga verulega úr verðbólguáhrifum stóriðjuframkvæmdanna virðist ekki takast að halda henni innan þolmarka verð- bólgumarkmiðs Seðlabankans, miðað við að verð- bólga sé við verðbólgumarkmiðið í dæminu án ál- versframkvæmda. Frávikið verður hins vegar minna sé miðað við Taylor-reglu sem leggur meira vægi á að halda verðbólgu nálægt verðbólgumarkmiðinu 38 PENINGAMÁL 2003/1 4. Rétt er að ítreka að í framsýnni Taylor-reglu er í raun gert ráð fyrir að bankinn þekki framtíðarþróun verðbólgu með fullri vissu. Niður- stöðurnar gefa til kynna að með þessum hætti takist bankanum betur að draga úr sveiflum í verðbólgu og framleiðsluspennu en þegar hann bregst eingöngu við samtímaþróun verðbólgu. Í raunveruleikanum hefur bankinn ekki slíkar upplýsingar og því er ekki ljóst hvort reynist betur og eru niðurstöður alþjóðlegra rannsókna nokkuð misvísandi að þessu leyti. Í alþjóðlegum rannsóknum á viðbrögðum peningastefn- unnar er yfirleitt notast við Taylor-reglu með samtímaverðbólgu, enda þykir hún yfirleitt spá vel um framtíðarþróun verðbólgu. 3. Notast er við þjóðhagslíkan og margvítt tímaraðalíkan (sjá grein eftir Þórarin G. Pétursson, „Miðlunarferli peningastefnunnar“, Peningamál 2001/4, 59-74) til að meta viðbrögð peningastefnunnar og áhrif henn- ar á hagkerfið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.