Peningamál - 01.02.2003, Side 39
földu reglu hækkar Seðlabankinn stýrivexti sína
umfram ákveðið jafnvægisvaxtastig ef verðbólga er
meiri en verðbólgumarkmið bankans og ef fram-
leiðsluspenna er til staðar í hagkerfinu sem síðar
skapar hættu á aukinni verðbólgu. Þessi regla þykir
lýsa vel vaxtaákvörðunarferli helstu seðlabanka
heims á tímum sem vel hefur þótt takast í stjórn
peningamála og er algengt að nota hana við að áætla
viðbrögð peningastefnunnar við eftirspurnar-
hnykkjum. Notast er við mismunandi form af
Taylor-reglunni, eftir því hvort gert er ráð fyrir að
bankinn jafni sveiflur í stýrivöxtum og að hve miklu
leyti framsýni er innbyggð í regluna, þ.e. byggt á
verðbólguspá fremur en verðbólgu líðandi stund-
ar.3
5.1. Hagstjórnarviðbrögð án gengisaðlögunar
Út frá Taylor-reglunni verða stýrivextir Seðla-
bankans nokkru hærri en þeir hefðu verið án álvers-
framkvæmdanna. Sé peningastefnan að einhverju
leyti framsýn má búast við að vaxtastigið verði
fljótlega nokkru hærra en ella. Útreikningarnir gefa
til kynna að vextir bankans gætu orðið um 1½
prósentu hærri á þessu ári en þeir hefðu verið án
framkvæmdanna og allt að 5 prósentum hærri árin
2004-2005 miðað við óbreytt gengi frá dæminu án
álversframkvæmda. Árið 2006 verða þeir hins vegar
aðeins 1½ prósentu hærri en í grunndæminu og
komnir vel undir vaxtastig grunndæmisins árið 2007
vegna slakans sem þá myndast í hagkerfinu.
Sé peningastefnan síður framsýn verða vextir
seinna hærri en án framkvæmda. Á þessu ári yrðu
þeir aðeins um ½ prósentu hærri en ella og 1½
prósentu á næsta ári. Árin 2005-2006 þyrftu þeir hins
vegar að vera frá 4½-5½ prósentum hærri en ella þar
sem vaxtahækkanir bankans koma í raun of seint,
þ.e. bankinn bíður of lengi með að hækka vexti til að
kveða niður ofþensluna sem skapast af álvers-
framkvæmdunum. Uppsafnað yfir tímabilið 2003-
2007 verða vextir töluvert hærri en í dæminu sem
byggist á framsýnni peningastefnu. Bankanum tekst
jafnframt betur að hemja verðbólgu og ofþenslu í
hagkerfinu eftir því sem hann er framsýnni í
ákvörðun stýrivaxta og í umfjölluninni hér á eftir er
því miðað við framsýna peningastefnu.4
Eins og vænta má tekst að dempa nokkuð þá
ofþenslu sem grefur um sig í aðdraganda og í hátoppi
álversframkvæmdanna. Hagvöxtur verður mest um
1 prósentu meiri en í dæminu án álversframkvæmda
árið 2005, samanborið við tæp 4 prósentur í dæminu
án viðbragða peningastefnunnar. Peningastefnunni
tekst einnig að draga úr sveiflum í atvinnuleysi
þannig að það verður um 1 prósentu undir atvinnu-
leysisstigi grunndæmisins árið 2005 í stað tæplega 2
prósenta án peningastefnuviðbragða. Árið 2006 er
nánast sama atvinnuleysisstig í báðum dæmum en
árið 2007 er atvinnuleysisstigið orðið nokkru hærra í
dæminu með peningastefnuviðbrögðum, enda að-
haldsstig peningastefnunnar meira í því dæmi. Þar
sem peningastefnunni tekst að draga úr hagsveiflu-
áhrifum álversframkvæmdanna verða sveiflur í fram-
leiðsluspennu minni. Hún eykst því mun minna
vegna viðbragða peningastefnunnar og er rétt um
½-1 prósentu umfram dæmið án stóriðjufram-
kvæmda 2003-2004 og um 2 prósentum árin 2005-
2006.
Eins og sjá má á mynd 5 endurspeglast þetta
einnig í þróun verðbólgu á tímabilinu. Verðbólga er
tæplega ½ prósentu umfram dæmið án stóriðju-
framkvæmda á árunum 2003-2004 og um 2 prósent-
um meiri árin 2005-2006, borið saman við 4-4½
prósentur án peningastefnuviðbragða. Árið 2007 er
verðbólga síðan aðeins um ½ prósentu meiri en í
grunndæminu án álversframkvæmda.
Þótt peningastefnunni takist að draga verulega úr
verðbólguáhrifum stóriðjuframkvæmdanna virðist
ekki takast að halda henni innan þolmarka verð-
bólgumarkmiðs Seðlabankans, miðað við að verð-
bólga sé við verðbólgumarkmiðið í dæminu án ál-
versframkvæmda. Frávikið verður hins vegar minna
sé miðað við Taylor-reglu sem leggur meira vægi á
að halda verðbólgu nálægt verðbólgumarkmiðinu
38 PENINGAMÁL 2003/1
4. Rétt er að ítreka að í framsýnni Taylor-reglu er í raun gert ráð fyrir að
bankinn þekki framtíðarþróun verðbólgu með fullri vissu. Niður-
stöðurnar gefa til kynna að með þessum hætti takist bankanum betur
að draga úr sveiflum í verðbólgu og framleiðsluspennu en þegar hann
bregst eingöngu við samtímaþróun verðbólgu. Í raunveruleikanum
hefur bankinn ekki slíkar upplýsingar og því er ekki ljóst hvort reynist
betur og eru niðurstöður alþjóðlegra rannsókna nokkuð misvísandi að
þessu leyti. Í alþjóðlegum rannsóknum á viðbrögðum peningastefn-
unnar er yfirleitt notast við Taylor-reglu með samtímaverðbólgu, enda
þykir hún yfirleitt spá vel um framtíðarþróun verðbólgu.
3. Notast er við þjóðhagslíkan og margvítt tímaraðalíkan (sjá grein eftir
Þórarin G. Pétursson, „Miðlunarferli peningastefnunnar“, Peningamál
2001/4, 59-74) til að meta viðbrögð peningastefnunnar og áhrif henn-
ar á hagkerfið.