Peningamál - 01.02.2003, Side 47

Peningamál - 01.02.2003, Side 47
46 PENINGAMÁL 2003/1 Veltumesti mánuður ársins á gjaldeyrismarkaði var september en þá var velta tæplega 104 ma.kr. Veltu- minnsti mánuður ársins var júní en þá var velta rúm- lega 37 ma.kr. Mest velta á einum degi var 24. apríl, 16 ma.kr. Í sex daga á árinu urðu engin viðskipti á gjaldeyrismarkaði. Í eitt skiptið var það vegna slitins sæstrengs. Gengissveiflur Taflan hér á eftir sýnir gengissveiflur síðustu þriggja ára. Reiknað er staðalfrávik daglegra breytinga gengis- vísitölu, Bandaríkjadals og evru. Eins og búast má við eru mestar sveiflur á árinu 2001 en á nýliðnu ári dró úr sveiflum. Gengissveiflur voru þó enn nokkru meiri en á árinu 2000. Þóknunarkerfið Seðlabankinn hóf að greiða þóknun til viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði 1. júlí 2001 sem svar við miklum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Sveiflurnar minnkuðu en ólíklegt er að það hafi eingöngu verið þóknunar- greiðslum að þakka. Fyrst var samið við viðskiptavaka um að þeir fengju 0,2% af jákvæðri markaðsmyndun eða mest samtals 100 m.kr. fyrir hvern ársfjórðung. Yrði útreiknuð heildarþóknun hærrri en 100 m.kr. skiptist hún milli viðskiptavakanna hlutfallslega miðað við skiptingu heildarþóknunar á tímabilinu. Samkomu- lagið var endurskoðað í árslok 2001 og aftur í mars 2002. Seðlabankinn lýsti því yfir í upphafi að þóknun- arfyrirkomulagið væri tilraun og leit á hana sem tíma- bundna aðgerð. Seðlabankinn ákvað í júní 2002 að hætta þóknunargreiðslum1 á þann hátt að viðskipta- vakar fengju greidda til áramóta stiglækkandi þóknun sem síðan hyrfi alveg 1. janúar 2003. Á árinu 2001 greiddi Seðlabankinn 200 m.kr. í þóknunargreiðslur til viðskiptavaka og 354 m.kr. fyrir allt árið 2002 eða samtals 554 m.kr. Viðskipti Seðlabankans við viðskiptavaka á gjaldeyris- markaði Seðlabankinn greip ekki með beinum hætti inn í við- skipti á gjaldeyrismarkaði á árinu, þ.e. með það fyrir augum að hafa áhrif á gengi krónunnar með kaupum eða sölu gjaldeyris til allra viðskiptavaka. Í ágústhefti Peningamála 2002 sagði Seðlabankinn að lag væri að hefja hófleg kaup til styrktar gjaldeyrisforðanum. Þessi ummæli vöktu athygli hjá viðskiptavökum sem túlkuðu „hófleg kaup“ hver með sínum hætti. Eftir að hafa velt upp nokkrum möguleikum og rætt við viðskiptavakana gaf Seðlabankinn út fréttatilkynningu þann 27. ágúst. Þar kom fram að bankinn hygðist kaupa 1,5 m. Bandaríkjadala, 2-3 sinnum í viku sam- tals um 20 ma.kr. frá 1. september til ársloka 2003. Regluleg kaup fara fram rétt fyrir opnun markaðar. Einnig bauðst bankinn til að kaupa óreglulega hærri fjárhæðir að ósk viðskiptavaka. Þrátt fyrir að bankinn hefði átt viðræður við viðskiptavakana og að þeir vissu hvað var í vændum veiktist krónan 28. ágúst. Hægt er að rekja þá veikingu til þessarar fréttar þar sem sæstrengurinn til útlanda var slitinn þann daginn og engin viðskipti áttu sér stað á gjaldeyrismarkaði. Seðlabankinn keypti í fyrsta sinn 1,5 m. Bandaríkja- dala af viðskiptavökum að morgni 2. september og gerði það alla mánudaga og miðvikudaga fram að áramótum. Einu sinni keypti bankinn af viðskipta- vökum á föstudegi og var það í jólavikunni en frí var á miðvikudegi. Seðlabankinn keypti 35 sinnum 1,5 m. Bandaríkjadala eða samtals 52,5 m. Bandaríkjadala eða að jafnvirði 4,5 ma.kr. Á árinu 2002 seldi Seðla- bankinn í fyrsta sinn gjaldeyri framvirkt 27. ágúst sl. Samningurinn var gerður í fjórum myntum og í þremur tímalengdum. Tafla 2 Gengissveiflur 2000-2002 Staðal- frávik (%) Bandaríkjadalur Evra Vísitala 2000 0,57 0,50 0,35 2001 0,84 0,77 0,72 2002 0,56 0,54 0,46 1. Bréf dags. 18. júní var sent til bankastjóra og forstjóra þeirra fyrir- tækja sem að gjaldeyrismarkaði standa og þeim tilkynnt einhliða um ákvörðun Seðlabankans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.