Peningamál - 01.02.2003, Page 53

Peningamál - 01.02.2003, Page 53
áhrifaríkasta leiðin fyrir seðlabanka að koma skila- boðum um framtíðarsýn sína í peningamálum til skila, eins og Obstfeld og Rogoff (1996) hafa bent á. 2.2.3. Stýfð inngrip og samspil við virkni gjaldeyris- markaða Fjöldi rannsókna bendir til þess að viðskipti á gjald- eyrismarkaði einkennist af hjarðhegðun og sjálfs- magnandi væntingum fjárfesta (sjá t.d. umfjöllun í rammagrein 3 í Peningamálum 2001/4). Slík hegðun getur gert það að verkum að gengi gjaldmiðla endur- spegli ekki undirliggjandi aðstæður í hagkerfinu. Hluti fjárfesta telur gjaldmiðilinn í raun rangt verð- lagðan en þorir ekki að leggja fé undir til að knýja fram leiðréttingu þar sem hann telur sig ekki hafa bolmagn til þess og muni því tapa á tilrauninni. Í þessu tilviki gæti opinber tilkynning um stýfð inngrip seðlabanka til að knýja fram leiðréttingu á gengi gjaldmiðilsins orðið til þess að snúa áliti stórs hluta fjárfesta sem við það „gengi í lið“ með seðlabankanum og nái fram gengisbreytingunni (sjá Sarno og Taylor, 2001). Einnig má hugsa sér að stýfð inngrip hafi áhrif á gengi gjaldmiðla í gegnum áhrif gjaldeyrispöntunar seðlabankans á markaði. Væri gjaldeyrismarkaður- inn fullkomlega virkur og gengi gjaldmiðla endur- speglaði allar upplýsingar sem skipta máli og séu þessar upplýsingar aðgengilegar fyrir alla markaðs- aðila ættu áhrif einstakra pantana á verðmyndun á markaði að vera engin (sjá t.d. Evans og Lyons, 2001). Sé þessari forsendu aflétt geta markaðsskipu- lagið og viðbrögð markaðsaðila við gjaldeyrispönt- unum seðlabanka gert það að verkum að stýfð inn- grip hafi áhrif á gengi gjaldmiðla,8 sérstaklega á mörkuðum þar sem velta er tiltölulega lítil. Þessi áhrif gætu verið sérstaklega mikilvæg þegar gjald- eyrismarkaðir einkennast af spíralmyndun (e. hot potato problem). 2.2.4. Samantekt: Áhrif stýfðra inngripa á gengi gjaldmiðla Ofangreint yfirlit tilgreinir nokkrar mögulegar ástæður þess að stýfð inngrip seðlabanka á gjald- eyrismarkaði geti haft áhrif á gengi gjaldmiðla. Eins og kemur fram eru niðurstöður rannsókna nokkuð misvísandi um mikilvægi þessara áhrifa. Í kjölfar loka Bretton-Woods-fastgengissamstarfsins má segja að lítil trú hafi ríkt meðal hagfræðinga á því að stýfð inngrip hefðu áhrif, sem endurspeglast t.d. í Jurgensen-skýrslunni (1983) sem er fyrsta rannsókn- in sem byggði á ítarlegum upplýsingum um raun- veruleg inngrip seðlabanka víða um heim. Sam- kvæmt þeirri skýrslu voru áhrif stýfðra inngripa til- viljanakennd og eingöngu tímabundin ef einhver. Á síðustu árum virðist hins vegar sem trú hagfræðinga á áhrif stýfðra inngripa hafi aukist. Það er t.d. mat Sarnos og Taylors (2001) að nýjar rannsóknir gefi til kynna að stýfð inngrip geti haft áhrif á gengi gjald- miðla. Þeir ítreka þó að árangur sé ekki alltaf tryggð- ur en að líkur á árangri aukist verulega ef aðgerðir eru skilmerkilega kynntar fyrir markaðsaðilum og almenningi og inngripin gerð í samstarfi fjölda seðla- banka. Niðurstöður Fatums (2000) virðast jafnframt benda til þess að líkur á árangri minnki eftir því sem inngrip eru notuð oftar. Aðrir eru ekki eins jákvæðir á árangur stýfðra inngripa, eins og Weber (1986) og Baillie, Humpage og Osterberg (1999) sem telja árangur þeirra háðan mikilli óvissu og erfitt að leggja á hann áreiðanlegt mat. Einnig hafa verið könnuð áhrif inngripa á flökt gjaldmiðla en, eins og fjallað verður um síðar, er algengt að seðlabankar tilgreini óhóflegar gengis- sveiflur sem mikilvæga ástæðu inngripa. Þessar rannsóknir benda hins vegar til þess að þau séu lítil sem engin og flestar benda þær reyndar til þess að inngrip auki flökt gjaldmiðla fremur en að draga úr því (sjá t.d. Heikensten og Borg, 2002, og Brandner, Grech og Stix, 2001). Fræðilega er heldur ekki aug- ljóst að stýfð inngrip eigi að draga úr flökti gjald- miðla. Ef inngripin ná að draga úr óvissu og óróleika gætu þau dregið úr flökti en ef inngripin eiga að miðla nýjum upplýsingum, t.d. um framtíðarstefnuna í peningamálum, er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir því að flökt aukist tímabundið á meðan markaðs- aðilar versla út á þessar nýfengnu upplýsingar. Inngrip gætu einnig aukið óvissu um peningastefn- una, sérstaklega ef þau eru á einhvern hátt leynileg, á meðan opinská inngrip gætu dregið úr flökti gjald- miðla (Dominguez, 1998, og Fatum, 2000). Þrátt fyrir óvissu um raunveruleg áhrif stýfðra inngripa grípa seðlabankar oft til þeirra, þótt notkun 52 PENINGAMÁL 2003/1 8. Í raun er útilokað að útskýra þau miklu viðskipti sem eiga sér stað á gjaldeyrismarkaði á degi hverjum án þess að gefa sér að upplýsingar séu kostnaðarsamar og ósamhverfar milli markaðsaðila, sjá t.d. Gross- man og Stiglitz (1980) og Baillie, Humpage og Osterberg (1999).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.