Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 57

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 57
verið opinberar (sjá rammagrein 2). Heikensten og Borg (2002) telja að almenn rök um gagnsæi peningastefnunnar eigi einnig við um inngrip og í samræmi við stefnu sænska seðlabankans um gagn- sæi peningastefnunnar þar í landi sé eðlilegt að starfsreglur um inngrip séu gerðar opinberar. Þeir leggja hins vegar áherslu á að eðli inngripa sé að sumu leyti frábrugðið hefðbundnum aðgerðum í peningamálum og því verði bankinn að hafa ákveðið svigrúm til að bregða frá þessum reglum. 5. Tæknileg útfærsla inngripa Algengasta leið seðlabanka við inngrip er að eiga stundarviðskipti (e. spot trade) við helstu fjármála- stofnanir á heimamarkaði.13 Í könnun Neelys (2001) kemur fram að flestir seðlabankar kjósa að eiga viðskipti við helstu viðskiptabanka í heimalandi sínu þegar þeir grípa inn í gjaldeyrismarkaði. Það ætti varla að koma á óvart þar sem innlendar fjármála- stofnanir sérhæfa sig yfirleitt í viðskiptum með eigin gjaldmiðil. Um helmingur aðspurðra hefur líka átt viðskipti við aðra seðlabanka og fjárfestingarbanka. Auk viðskipta á stundarmarkaði eiga seðlabankar einnig viðskipti með framvirka samninga (e. forward trade) og valréttarsamninga (e. options) í sama til- gangi.14 Einn kostur við viðskipti á framvirkum markaði og markaði með valréttarsamninga er að greiðslur fara ekki fram fyrr en síðar og í tilfellum valréttarsamninga er ekki víst að rétturinn sem þeir veita verði nýttur. Sem dæmi má nefna gerði Seðlabanki Tælands framvirka gjaldeyrissamninga í þeim tilgangi að kaupa eigin gjaldmiðil árið 1997. Gjaldeyrisskiptasamningar (e. currency swaps) hafa einnig verið notaðir af seðlabönkum en fyrst og fremst til þess að stýfa inngrip. Þeir hafa einnig verið notaðir til lausafjárstýringar og notaði t.d. svissneski seðlabankinn gjaldeyrisskiptasamninga mikið á meðan stjórnun peningamagns var eitt helsta mark- mið bankans. Gjaldeyrisskiptasamningar eru í raun tveir samningar, stundarviðskipti og framvirkur samningur til mótvægis. Slíkir samningar hafa því ekki bein áhrif á gengi gjaldmiðla. Seðlabanki Ástra- líu hefur notað gjaldeyrisskiptasamninga til stýfingar á inngripum bankans. Þá felst stýfingin í því að stundarviðskiptahluti samningsins fer í öfuga átt m.v. inngripin, þ.e. innlendur gjaldmiðill er t.d. seldur á stundarmarkaði en keyptur til baka á framvirkum markaði. Slíkir samningar flokkast sem liðir utan efnahags, þ.e. höfuðstóll samningsins blæs ekki upp efnahagsreikning bankans eða mótaðila hans og þótt sveigjanleiki seðlabankans aukist, verður efnahags- reikningur hans minna gagnsær fyrir vikið (sjá t.d. Blejer og Schumacher, 2000). Valréttarsamningar hafa einnig verið notaðir til inngripa. Vilji seðlabanki t.d. koma í veg fyrir veik- ingu innlends gjaldmiðils getur hann selt sölurétt (e. put option) á innlenda gjaldmiðilinn eða kauprétt (e. call option) á erlendan gjaldmiðil. Verð valréttar- samninga hefur ekki bein áhrif á stundargengi inn- lends gjaldmiðils. Hins vegar kaupa fjárfestar val- réttarsamninga fremur en að stytta stöður sínar í veikum gjaldmiðli. Með því að skrifa valréttarsamn- inga og auka þannig við flæði á markaðnum býr seðlabankinn til varnarsamninga og minnkar þannig líkur á áhlaup á gjaldmiðil sem þegar er veikur. Seðlabankinn sjálfur tekur jafnmikla áhættu, ef gjaldmiðillinn veikist, og ef hann ætti stundarvið- skipti eða viðskipti á framvirkum markaði með gjald- miðilinn. Hliðarverkun af þessu er að seðlabankinn fær tekjur af útgáfu valréttarsamninga. Algengt er að seðlabankar noti útgáfu valréttar- samninga til að þurfa síður að grípa til beinna inn- gripa. Talið er að spænski seðlabankinn hafi nýtt sér valréttarsamninga og selt sölurétt á spánska pesetann til að koma í veg fyrir fall hans 1993. Bankinn hefur þó aldrei viljað gangast við þessu (Neely, 2001). Seðlabanki Mexíkó hefur einnig notað valréttar- samninga frá því í ágúst 1996 í því skyni að efla gjaldeyrisforða bankans. Seðlabankinn seldi sölurétt á Bandaríkjadali sem gefur þeim sem kaupir val- réttarsamninginn rétt til þess að selja honum Banda- ríkjadali á samningsverði sem miðast við skráningar- gengi dagsins á undan. Valréttarsamninginn má ein- göngu nota ef mexíkóski pesóinn hefur styrkst mánuðinn á undan, þ.e ef skráningargengi pesóans er ekki hærra en hreyfanlegt meðaltal skráningargengis tuttugu síðustu viðskiptadaga. Með þessu móti þarf bankinn ekki að kaupa Bandaríkjdali þegar pesóinn 56 PENINGAMÁL 2003/1 13. Stundarviðskipti eru viðskipti sem eru gerð upp innan tveggja daga frá því að um þau er samið. 14. Framvirk viðskipti eru viðskipti sem eru gerð upp síðar en eftir tvo daga. Með valréttarsamningi er seldur réttur til að kaupa eða selja gjaldeyri við ákveðnu verði, ýmist á ákveðnum degi eða ákveðnu tímabili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.