Peningamál - 01.02.2003, Síða 60

Peningamál - 01.02.2003, Síða 60
Á þriðja tímabilinu átti Seðlabankinn engin við- skipti á gjaldeyrismarkaði. Þetta tímabil nær frá 16. júní 1999 til 14. júní 2000. Dregið hafði smám saman úr aðild bankans síðan um mitt ár 1997 og flæði á markaðnum jókst mikið. Bankinn taldi því mikilvægt að markaðurinn fengi að starfa afskipta- lítið. Gengi krónunnar styrktist stóran hluta þessa tímabils og var gengisvísitalan skráð lægst 28. apríl 2000 í 107,8 stigum. Vikmörk krónunnar voru víkkuð í 9% frá miðgildi í febrúar 2000 og var það vegna þess að krónan var farin að nálgast neðri mörk fyrri vikmarka. Bankinn taldi að fyrri vikmörk kæmu í veg fyrir að bankinn gæti aukið aðhaldsstig peningastefnunnar til að koma í veg fyrir að of- þensla, sem var að grafa um sig í hagkerfinu, leiddi til óhóflegs verðbólguþrýstings síðar meir. Fjórða tímabilið nær frá 15. júní 2000 til 12. október 2001. Upphaf þess markast af því að Seðla- bankinn átti viðskipti á gjaldeyrismarkaði eftir næst- um því eins árs fjarveru, þá lengstu til þessa. Gengi krónunnar hafði veikst vikurnar á undan og bankinn sá ástæðu til þess að koma inn á markaðinn að nýju. Inngripin voru lítil og náðu ekki að slá á þá veikingu sem þegar var byrjuð, hvað þá að snúa þróuninni við. Bankinn fór aftur inn á markaðinn undir lok júní og á ný um miðjan júlí 2000. Frá þeim tíma voru inngrip tíð og einkenndist þetta tímabil af mikilli veikingu krónunnar og tilraunum Seðlabankans að hemja hana og síðar að verja vikmörk krónunnar. Á tveggja mán- aða tímabili 9. ágúst til 10. október 2000 keypti Seðlabankinn Bandaríkjadali að jafnvirði 1,7 ma.kr. Ró hafði færst yfir markaðinn eftir óróleika sumars- ins og nýtti Seðlabankinn tækifærið til að kaupa gjaldeyri af viðskiptavökum til að styrkja gjaldeyris- stöðu sína þegar viðskiptavakar töldu sig aflögufæra. Mest voru þetta viðskipti með 1 milljón Bandaríkja- PENINGAMÁL 2003/1 59 Tafla 2 Stærð og umfang viðskipta Seðlabanka Íslands á innlendum gjaldeyrismarkaði 1994-2002 Fjöldi daga Allt Viðskipti með erlendan gjaldeyri tímabilið T-I T-II T-III T-IV T-V Keypt meira en 3,5 ma.kr................................................................. 0 0 0 0 0 0 Keypt milli 3 og 3,5 ma.kr. .............................................................. 0 0 0 0 0 0 Keypt milli 2,5 og 3 ma.kr. .............................................................. 0 0 0 0 0 0 Keypt milli 2 og 2,5 ma.kr. .............................................................. 1 1 0 0 0 0 Keypt milli 1,5 og 2 ma.kr. .............................................................. 3 0 3 0 0 0 Keypt milli 1 og 1,5 ma.kr. .............................................................. 17 4 13 0 0 0 Keypt milli 0,5 og 1 ma.kr. .............................................................. 67 35 32 0 0 0 Keypt milli 0,25 og 0,5 ma.kr. ......................................................... 111 75 35 0 1 0 Keypt minna en 0,25 ma.kr. ............................................................. 354 270 35 0 14 35 Engin viðskipti ................................................................................. 1.162 65 292 250 292 263 Selt minna en 0,25 ma.kr. ................................................................ 368 346 22 0 0 0 Selt milli 0,25 og 0,5 ma.kr.............................................................. 94 66 25 0 3 0 Selt milli 0,5 og 1 ma.kr................................................................... 36 10 23 0 3 0 Selt milli 1 og 1,5 ma.kr................................................................... 15 0 2 0 12 1 Selt milli 1,5 og 2 ma.kr................................................................... 2 0 0 0 2 0 Selt milli 2 og 2,5 ma.kr................................................................... 3 0 1 0 2 0 Selt milli 2,5 og 3 ma.kr................................................................... 2 0 0 0 2 0 Selt milli 3 og 3,5 ma.kr................................................................... 2 0 0 0 2 0 Selt meira en 3,5 ma.kr. ................................................................... 2 0 0 0 1 1 Heildarfjöldi viðskiptadaga.............................................................. 2.239 872 483 250 334 300 Fjöldi daga sem Seðlabankinn á viðskipti ....................................... 1.077 807 191 0 42 37 Hlutfall viðskiptadaga SÍ af heildarfjölda viðskiptadaga ................ 48% 93% 40% 0% 13% 12% Hlutfall kaupdaga af heildarfjölda viðskiptadaga............................ 51% 48% 62% - 36% 95% T-I er tímabilið frá 4. janúar 1994 til 7. júlí 1997. T-II er tímabilið frá 8. júlí 1997 til 15. júní 1999. T-III er tímabilið frá 16. júní 1999 til 14. júní 2000. T-IV er tímabilið frá 15. júní 2000 til 12. október 2001. T-V er tímabilið frá 13. október 2001 til ársloka 2002.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.