Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 64

Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 64
sínum.21 Fréttir um inngrip hafa oft borist frá við- skiptavökunum sjálfum. Kaup bankans til að bæta gjaldeyrisstöðu sína voru tilkynnt fyrirfram með fréttatilkynningu. Öðrum viðskiptavökum hefur sömuleiðis verið greint frá því þegar bankinn á viðskipti með stærri upphæðir við einn markaðsaðila. Formlega séð reynir Seðlabankinn ekki að stýfa inngrip sín á gjaldeyrismarkaði til að eyða áhrifum þeirra á grunnfé bankans (fyrir utan viðskipti bank- ans í desember 2001 sem getið er í rammagrein 3). Hins vegar hefur fyrirkomulag endurhverfra við- skipta innlendra lánastofnana við bankann gert það að verkum að í raun eru inngrip bankans að meira eða minna leyti stýfð. Seðlabankinn hefur frá því í mars 1998 efnt viku- lega til uppboða á endurhverfum viðskiptum við bindiskyldar innlendar lánastofnanir. Viðskiptin hafa frá upphafi verið fastverðsuppboð þar sem lánastofn- anir hafa getað fengið jafn mikið að láni og þær hafa átt af veðhæfum verðbréfum. Viðskiptin eru til tveggja vikna en þá ganga þau til baka þannig að Seðlabankinn og lánastofnanir skiptast aftur á lausu fé og verðbréfum. Einnig geta bindiskyldar lána- stofnanir tekið lán í Seðlabankanum yfir nótt gegn sambærilegum veðum. Þetta fyrirkomulag á endurhverfum viðskiptum gerir markaðsaðilum kleift að bregðast við breyting- um á lausu fé í umferð vegna inngripa Seðlabankans og í raun að stýfa inngripin, þótt Seðlabankinn stýfi þau ekki sjálfur með formlegum hætti. Sem dæmi má nefna að á árinu 2001 námu inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði um 29½ ma.kr. og 25½ ma.kr. ef frá er talin áðurnefnd 4 ma.kr. sala gjaldeyris til eins viðskiptavaka í desember 2001 sem Seðlabankinn stýfði sjálfur með gjaldeyrisskiptasamningi. Á sama tíma jókst útistandandi staða endurhverfra lána um tæplega 22 ma.kr. en grunnfé bankans dróst hins veg- ar saman um aðeins 1½ ma.kr. Það lausa fé sem Seðlabankinn dró út af markaðnum með inngripum sínum fór því aftur út á hann í gegnum aukin endur- hverf viðskipti, þannig að inngrip bankans voru í raun að mestu leyti stýfð.22 6.4. Áhrif inngripa á þróun gengis krónunnar Eins og fjallað hefur verið um hér að ofan benda rannsóknir til þess að áhrif stýfðra inngripa á gengi gjaldmiðla séu fremur takmörkuð. Dæmi eru um að þau hafi náð að snúa við gengisþróun en dæmin um hið gagnstæða eru hins vegar fleiri. Það samræmist fræðilegum niðurstöðum sem bendir til að áhrif stýfðra inngripa á gengi gjaldmiðla séu ákaflega tak- mörkuð ef einhver. Í ljósi þess að aukin eftirspurn eftir endurhverfum viðskiptum gerði það að verkum að inngrip Seðla- bankans voru að mestu leyti stýfð þarf ekki að koma á óvart að áhrif inngripa bankans á gengi krónunnar hafa verið fremur takmörkuð, sérstaklega til lengri tíma litið. Þetta sést glögglega á mynd 2 sem sýnir þróun gengisvísitölunnar ásamt beinum inngripum Seðlabankans frá 15. júní 2000.23 Eins og sjá má leitar gengi krónunnar yfirleitt fljótlega aftur í sama far í kjölfar inngripanna og áhrifa þeirra hefur einungis gætt í mjög skamman tíma. Þó eru dæmi þess að inngripin hafi hitt á tíma- bil þar sem óvissa um framtíðarþróun gengisins PENINGAMÁL 2003/1 63 Mynd 2 2000 | 2001 | 2002 | 110 115 120 125 130 135 140 145 150 155 160 31. des. 1991=100 Dagleg þróun gengisvísitölu erlendra gjaldmiðla og bein inngrip Seðlabankans Heimild: Seðlabanki Íslands. 15. júní 2000 til ársloka 2002 Efri vikmörk gengisvísitölu Gengisvísitala Súlurnar tákna sölu Seðlabankans á erlendum gjaldeyri 21. Í Peningamálum 2002/1, bls. 28-29, er greint frá dagsetningum og upphæðum inngripa bankans á árinu 2001. 22. Á sama tíma jókst töluvert aðsókn í daglánafyrirgreiðslu í Seðlabank- anum. Þrátt fyrir að Seðlabankinn setji ekki takmarkanir á upphæð lauss fjár sem bindiskyldar lánastofnanir geta nálgast í gegnum endur- hverf viðskipti og daglán, getur eign þessara stofnana í veðhæfum verðbréfum verið takmarkandi þáttur. Slíkur skortur kemur t.d. fram í hækkun vaxta á millibankamarkaði og auknum vaxtamun milli stýri- vaxta Seðlabankans og millibankavaxta, eins og gerðist árið 2001 og fram á árið 2002. 23. Rétt er að ítreka að myndin sýnir aðeins bein inngrip bankans en ekki öll viðskipti hans á gjaldeyrismarkaði. Viðskipti bankans í desember 2001 og uppkaupin 2002 eru ekki tekin með enda ekki um hefðbundin inngrip að ræða sem ætlað var að reyna að hafa áhrif á gengi krón- unnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.