Peningamál - 01.02.2003, Síða 66

Peningamál - 01.02.2003, Síða 66
skipti breyttist gengisvísitalan lítið sem ekkert. Sömuleiðis er fjöldi dæma um inngrip sem ekki hafa megnað að snúa við gengislækkunarferlinu, jafnvel þótt þau hafi verið nokkuð stór í hlutfalli við veltu dagsins. Árangur inngripanna virðist því fremur ráðast af aðstæðum hverju sinni en umfangi þeirra. Þetta sést einnig á mynd 3 sem sýnir þróun geng- isvísitölunnar innan dagsins á tímabilinu í aðdrag- anda og kjölfar þess að horfið var frá fastgengis- stefnunni og verðbólgumarkmið tekið upp í mars 2001. Fyrstu þrjár myndirnar sýna þrjá síðustu dag- ana áður en Seðlabankinn tók upp verðbólgumark- PENINGAMÁL 2003/1 65 Þegar Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn 23. mars 2001 höfðu þær sögusagnir byrjað að ganga að til stæði að tilkynna breytingar á peningastefnu Seðlabankans á ársfundi bankans sem halda átti þrem- ur dögum síðar. Taka ætti upp verðbólgumarkmið og setja gengi krónunnar á flot sem líklega hefði í för með sér auknar gengissveiflur, allavega í bráð. Síðast en ekki síst myndi öryggisnet fjárfesta hverfa þ.e. skylda Seðlabankans að verja vikmörk gengisstefnunnar. Við þetta bættust orð forsætisráðherra um það að tíðinda væri að vænta frá fundinum (sjá t.d. Morgunblaðið, 27. mars 2001). Mikil óvissa greip um sig á gjaldeyris- markaðnum og skapaðist mikið söluálag á krónuna. Seðlabankinn greip þá til inngripa til að reyna að draga úr veikingu hennar. Áhrifin voru hins vegar lítil. Þrátt fyrir umtalsverð inngrip hækkaði gengisvísitalan þessa daga og var hærri við lokun markaðar en við opnun. Ársfundur Seðlabankans var síðan haldinn 27. mars 2001 (eftir lokun gjaldeyrismarkaðar) og var þá tilkynnt að bankinn myndi taka upp verðbólgumark- mið og gengi krónunnar yrði sett á flot. Við lokun gjaldeyrismarkaðar 27. mars 2001 var gengisvísitalan 125,1 stig en efri vikmörk krónunnar voru 125,4 stig. Seðlabankanum hafði því tekist að verja vikmörkin, þótt tæpt hafi staðið og óvíst hvort honum hefði tekist það öllu lengur. Í kjölfarið hélt gengi krónunnar áfram að veikjast. Mikil velta var á gjaldeyrismarkaði og þrýstingur frá markaðsaðilum á Seðlabankann að grípa inn í markaðinn. Erfiðir dagar voru á markaðnum og er 2. maí 2001 sennilegast sá eftirminnilegasti. Staða markaðsaðila hafði versnað og markaðurinn var mjög einhliða. Mikill þrýstingur var á gengi krónunnar og lækkaði það um 5,8% yfir daginn. Velta á gjaldeyris- markaði var rúmlega 36 ma.kr. og hefur aldrei verið jafn mikil á einum degi. Tímabilið sem kom í kjölfarið var mjög einhliða og 21. júní 2001 ákvað Seðlabankinn að koma aftur inn á gjaldeyrismarkaðinn í fyrsta sinn eftir breytingu peningastefnunnar. Gengisvísitalan var þá komin yfir 145 stig og hafði lækkað meira en 13% frá því að bankinn tók upp verðbólgumarkmið. Ásamt því að koma inn á markaðinn hafði Seðlabankinn samið við markaðsaðila um að bankinn greiddi þeim tímabundið fyrir viðskiptavakt á markaðnum (greiðslum lauk í árslok 2002). Á sama tíma var tilkynnt að ríkissjóður hefði tekið erlent lán að upphæð 25 ma.kr. og skyldi það notað til að styrkja gjaldeyrisstöðu Seðlabankans. Við þetta róaðist markaðurinn og fór vísitalan undir 135 stig í ágúst. Hún hækkaði þó á nýjan leik og var komin yfir 141 stig 20. september. Í lok september kom Seðlabankinn næst inn á markaðinn. Bankinn hafði þá fengið greitt að hluta erlenda lánið sem loforð hafði verið gefið fyrir í júní. Vonast var til að styrkja mætti gengi krónunnar og jafnvel snúa þróuninni við. Frá 28. september til 12. október 2001 seldi Seðla- bankinn markaðsaðilum Bandaríkjadali samtals að jafnvirði tæpra 10 ma.kr. Eftir tímabundna styrkingu gengis krónunnar í kjölfar inngripanna hélt hún hins vegar áfram að veikjast allt til 28. nóvember en þá var skráð hæsta gildi vísitölunnar það ár eða 151,2. Eftir það snerist veikingarferillinn við og í lok ársins hafði gengi krón- unnar styrkst um 6½% frá 28. nóvember. Á sama tíma birtust upplýsingar um hagstæðari þróun utanríkis- viðskipta og verðbólgu. Í desember var jafnframt til- kynnt af aðilum vinnumarkaðar að endurskoðun kjara- samninga, sem áætluð hafði verið í febrúar, yrði frestað til maí sem varð til þess að draga úr líkum á óhóflegum launahækkunum sem hefðu getað veikt gengi krónunnar og aukið verðbólguþrýsting. Því má segja að gengisþróuninni hafi ekki verið snúið við fyrr en innlend hagþróun snerist til betri vegar sem varð til þess að skoðanir og væntingar mark- aðsaðila urðu krónunni hagstæðari. Rammagrein 4 Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði í aðdraganda og kjölfar breytinga á peningastefnunni í mars 2001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.