Peningamál - 01.02.2003, Side 70

Peningamál - 01.02.2003, Side 70
betur hafi heppnast ef bankinn beitti sér af meiri þunga með stórum inngripum sem vara í nokkra daga. Að sama skapi virðist ekki sem bankanum tak- ist að draga úr gengisflökti með inngripum sínum. Þvert á móti virðist það hafa aukist, í samræmi við reynslu annarra seðlabanka, sérstaklega eftir að sveigjanleiki gengis krónunnar jókst í kjölfar víkk- unar vikmarka fastgengisstefnunnar í febrúar 2000. Hins vegar jókst flökt nokkru minna í kjölfar inn- gripa eftir að fastgengisstefnan var aflögð í mars 2001. Aukning í flökti krónunnar virðist jafnframt vera minni eftir því sem inngripin eru umfangsmeiri. Niðurstaðan virðist því sú að áhrif inngripa Seðlabankans á gengi krónunnar hafa verið tiltölu- lega takmörkuð. Ekki tókst að koma í veg fyrir veik- ingu krónunnar jafnframt því sem ekki tókst að draga kerfisbundið úr gengissveiflum. Á móti má hins veg- ar segja að nær ómögulegt er að geta sér til um hvað hefði getað gerst hefði ekki komið til inngripanna þegar órói og óvissa var sem mest á markaðnum. Færa má rök fyrir því að veiking krónunnar og gengissveiflur hefðu getað orðið enn meiri án inn- gripanna. Jafnframt er ekki útilokað að bankanum hafi tekist að hægja á veikingarferlinu þannig að meginþungi veikingar krónunnar hafi ekki komið fram þegar ofþenslan var sem mest í hagkerfinu, og hættan á að hún færi út í innlent verðlag því í há- marki, heldur nokkru síðar þegar nokkuð hafði tekið að hægja á í hagkerfinu og verðbólguhættan því minni en ella. Möguleg óbein áhrif inngripanna til að lægja óvissuöldur og hægja á veikingarferlinu má því ekki vanmeta, þótt ljóst sé að bankanum hafi ekki tekist að snúa því ferli varanlega með þessum inngripum. Til þess þurfti hefðbundnar aðhaldsaðgerðir í peninga- málum sem smám saman náðu að þrýsta út ofspenn- unni í hagkerfinu og snúa við því verðbólguferli sem m.a. fylgdi í kjölfar gengislækkunarinnar eftir að fyrirkomulagi peningamála var breytt í mars 2001. Önnur leið til að meta hvort inngrip Seðlabank- ans hafi borið árangur er að skoða hvort bankinn hafi hagnast á inngripunum. Samkvæmt kenningu Fried- mans (1953) bera inngrip seðlabanka á gjaldeyris- markaði árangur ef bankinn nær að hagnast á þeim. Ef gengi gjaldmiðils er t.d. undir undirliggjandi jafn- vægisgildi sínu og seðlabankinn kaupir gjaldmiðilinn til að styrkja gengi hans er ljóst að takist bankanum að styrkja gengið hefur það einnig í för með sér að hann hagnast á inngripunum. Edison (1993) bendir hins vegar á að seðlabankar geti jafnvel hagnast á inngripum þótt þau hafi engin áhrif á gengi gjald- miðla ef þeir kaupa þá við lágu verði og selja við háu. Hagnaður eða tap seðlabanka af inngripum geti því ekki verið mælikvarði á árangur inngripa til að hafa áhrif á gengi gjaldmiðla. Erfitt er að leggja áreiðanlegt mat á mögulegan hagnað Seðlabankans af inngripum hans, sérstaklega ef tekið er tillit til áhættu, og e.t.v. ekki tímabært að meta hagnað hans fyrr en hann hefur lokið við að byggja upp þá gjaldeyrisstöðu sem hann gekk á við vörn krónunnar á tímabilinu 2000 til 2001. Hins veg- ar er ljóst að bankinn varð fyrir nokkru gengistapi 2001 þegar gengið veiktist nokkuð frá því gengi sem bankinn hafði keypt krónuinnstæður á. Þetta gengis- tap hefur gengið til baka og líklega gott betur en það eftir því sem gengi krónunnar hefur styrkst að nýju. Þessu til viðbótar hafa krónuinnstæður ávaxtast á hærri vöxtum þar sem innlent vaxtastig hefur verið hærra en erlent. Því má færa fyrir því rök að bankinn hafi ekki orðið fyrir tapi á inngripum sínum og í skilningi Friedmans (1953) hafi þau borið árangur. 7. Lokaorð Aðkoma Seðlabanka Íslands að innlendum gjald- eyrismarkaði hefur tekið töluverðum breytingum eftir því sem markaðurinn hefur þróast og rammi peningastefnunnar breyst. Fram undir mitt ár 1999, er hann dró sig algerlega út af markaðnum, hafði Seðlabankinn veigamiklu hlutverki að gegna sem beinn aðili að gjaldeyrismarkaðnum. Hann átti því hlut að flestum viðskiptum á markaðnum og var oft bæði kaupandi og seljandi gjaldeyris. Þegar bankinn kom aftur inn á markaðinn um mitt ár 2000 eftir um árs hlé hafði hlutverk hans breyst í grundvallar- atriðum. Gjaldeyrismarkaðurinn hafði eflst töluvert og aðkoma bankans að honum helgaðist eingöngu af því að koma inn á hann að eigin frumkvæði til að hafa áhrif á gengi krónunnar. Þetta átti sérstaklega við þegar líða tók á seinni hluta ársins 2000 er gengi krónunnar var undir stöðugum þrýstingi til veikingar og þangað til að vikmörk fastgengisstefnunnar voru afnumin í mars 2001 og tekið var upp formlegt verð- bólgumarkmið með fljótandi gengi. Bankinn hélt þó áfram að koma inn á markaðinn til stuðnings við gengi krónunnar allt fram til október 2001. Frá þeim tíma hefur bankinn hins vegar eingöngu átt viðskipti PENINGAMÁL 2003/1 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.