Peningamál - 01.02.2003, Page 74
PENINGAMÁL 2003/1 73
varð jafn hröð og raun ber vitni og að sumu leyti
áreynsluminni en efni stóðu til. Síðan er fjallað um
lærdóma fyrir hagstjórn og loks nokkrar ályktanir
dregnar.
II Viðskiptahalli: sjúkdómseinkenni eða þroska-
saga?
Í umfangsmikilli úttekt Sebastian Edwards (2001) á
hagrænum áhrifum viðskiptahalla rekur höfundar
breytingar á viðhorfum hagfræðinga til viðfangs-
efnisins. Í grófum dráttum, segir Edwards, hefur af-
staðan breyst úr „viðskiptahallinn skiptir máli“ í
„viðskiptahallinn skiptir ekki máli svo lengi sem
opinberi geirinn er í jafnvægi“, í „viðskiptahallinn
skiptir máli“ enn á ný, en hið ríkjandi viðhorf um
þessar mundir virðist vera „viðskiptahallinn kann að
skipta máli“. Eftir miðbik síðustu aldar var hin svo-
kallaða teygninálgun ráðandi (e. elasticity approach),
þar sem athyglin beindist fyrst og fremst að sam-
bandi hlutfallslegs verðlags og utanríkisviðskipta.
Efnahagsstefnan sem af þessari nálgun leiddi var að
beita gengisaðlögun til þess að jafna viðskiptahalla
sem var orðinn óþægilega mikill.
Á áttunda áratugnum beindist athyglin í auknum
mæli að „tímaháðum“ (e. inter-temporal) eigin-
leikum viðskiptahalla. Í skilningi þjóðhagsreikninga
er viðskiptahallinn einfaldlega mismunur þjóðhags-
legs sparnaðar og fjárfestingar. Þar sem bæði fjár-
festing og sparnaður eru tímaháð fyrirbæri í eðli sínu,
t.d. sparnaður með tilliti til lífsferils einstaklinga og
fjárfesting með tilliti til væntrar ávöxtunar um langa
framtíð, hlýtur viðskiptahallinn einnig að vera það.
Sachs (1981) lagði þannig áherslu á að viðskiptahalli
ætti ekki að vera áhyggjuefni að því marki sem hann
endurspeglaði ný fjárfestingartækifæri.3 Samkvæmt
þessari nálgun má einnig líta svo á að hagkvæmustu
viðbrögð við ytri áföllum felist í því að leyfa við-
skiptahalla að myndast óhindrað og ná þannig fram
jafnari einkaneyslu. Sá galli er hins vegar á líkönum
byggðum á þessari forsendu að niðurstöðurnar eru í
engu samræmi við raunverulega þróun, þ.e.a.s. hlut-
föll skulda og viðskiptahalla sem myndast í líkönun-
um eru mun hærri en nokkurs staðar hefur komið
fram.4
Áherslan á tímaháð eðli viðskiptahallans leiddi til
efnahagsráðgjafar málsmetandi hagfræðinga í byrjun
9. áratugarins sem gerði lítið úr þeim vanda sem
stafaði af miklum viðskiptahalla meðal margra þró-
unarríkja.5 Blekið var vart þornað á þessum ráðlegg-
ingum þegar miklar kreppur dundu yfir mörg þessara
landa. Annað afbrigði þess viðhorfs að viðskipta-
hallinn sé tímaháð fyrirbæri er kenningin um að við-
skiptahalli sé meinlaus svo lengi sem jöfnuður ríki í
fjármálum hins opinbera. Þessi kenning er oft nefnd
Lawson-kenningin, í höfuðið á fjármálaráðherra
Breta, Nigel Lawson.6 Kenningin féll mjög í áliti
eftir að tímabili mikils viðskiptahalla Bretlands lauk
með gengisfellingu sterlingspundsins og Bretar
hrökkluðust úr gengissamstarfi Evrópuríkja (ERM)
árið 1992. Af og til hefur sömu röksemdum þó skotið
upp á yfirborðið síðar þegar lönd hafa staðið frammi
fyrir miklum viðskiptahalla, t.d. í Mexíkó í aðdrag-
anda kreppunnar um miðjan 10. áratuginn, í ýmsum
löndum í Asíu í aðdraganda kreppu þar nokkrum
árum síðar og á Íslandi í aðdraganda gjaldeyriskrepp-
unnar, ef svo má kalla, árið 20017.
Að líta á viðskiptahalla sem tímaháð fyrirbæri
byggist að því er virðist á einföldum og augljósum
sannindum. Það er því e.t.v. ekki að undra að Lawson
kenningin komi upp á yfirborðið á ný þegar nokkur
ár hafa liðið frá alvarlegri gjaldeyriskreppu, sem
tengja má viðskiptahalla. Reynslan virðist þó sýna
ótvírætt að þegar ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum er
eingöngu skoðað í ljósi einfaldra líkana af tíma-
háðum ákvörðunum einkaaðila sé horft framhjá
mikilvægum orsakatengslum.
3. Í Obstfeld og Rogoff (1996) má finna yfirlit viðskiptajafnaðarlíkana af
þessu tagi.
4. Sjá Obstfeld og Rogoff (1996) og Blanchard (1983).
5. Sachs (1981) gerði þannig lítið úr hættunni af miklum viðskiptahalla í
Brasilíu og Mexíkó vegna þess að hann endurspeglaði aukna fjár-
festingu og hefði orðið til í samhengi vaxandi eða stöðugs þjóðhags-
legs sparnaðar. Á sama hátt taldi Robischeck (1981), áhrifamikill
embættismaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ekki ástæðu til að hafa
áhyggjur af viðskiptahalla Chile, sem nam 14% af landsframleiðslu.
Stuttu síðar glímdi landið við meiri háttar gjaldeyris- og fjármála-
kreppu sem leiddi til 14% samdráttar landsframleiðslu.
6. Ýmsir málsmetandi hagfræðingar hafa tekið undir þetta sjónarmið
einnig, t.d. Corden (1994), sem fullyrti að viðskiptahalli sem ætti sér
rætur í breytingum á háttsemi einkaaðila, aukinni fjárfestingu eða
minni sparnaði, ætti ekki að valda neinum áhyggjum.
7. Hvort kalla skuli sviptingarnar á íslenska gjaldeyrismarkaðnum árin
2000-2001 gjaldeyriskreppu er auðvitað álitamál og spurning um skil-
greiningu. Allar slíkar skilgreiningar eru á vissan hátt geðþóttakenndar
og gegna fyrst og fremst því hlutverki að greina tímabil mikilla svipt-
inga frá því sem kalla má kyrrlát tímabil (e. tranquil periods) í leit