Peningamál - 01.02.2003, Page 75

Peningamál - 01.02.2003, Page 75
74 PENINGAMÁL 2003/1 Gjaldeyris- og bankakreppur á tveimur síðustu áratugum 20. aldar drógu athyglina að þætti við- skiptahalla í efnahagslegum kreppum sem riðu yfir fjölda landa, sem sum hver höfðu lengi verið talin fyrirmyndarríki að því áhrærir stjórn efnahagsmála. Hugtakið sjálfbær (e. sustainable) viðskiptahalli varð að mikilvægu fræðilegu og efnahagspólitísku við- fangsefni. Einnig var í auknum mæli farið að líta á viðskiptahalla sem vandamál af völdum fjármagns- innstreymis.8 Sérstaklega var á það bent í tilfelli Mexíkó að viðskiptahallinn væri að verulegu leyti fjármagnaður með innstreymi skammtímafjármagns, einkum aukinni verðbréfafjárfestingu, og að þetta innstreymi gæti snúist við á skömmum tíma. Í Taílandi beindist athyglin að mikilli ásókn í erlend skammtímalán sem voru endurlánuð innanlands til lengri tíma, t.d. til fasteignaviðskipta. Af umfangs- mikilli athugun sinni drógu Corsetti, Pesenti og Roubini (1998) þá ályktun að á heildina litið hafi þau lönd einkum orðið fyrir barðinu á gjaldeyriskreppu sem höfðu þrálátan viðskiptahalla allan 10. áratug- inn. Þetta var þó ekki einhlítt. Það viðhorf virðist þó hafa orðið viðtekið í kjölfarið að viðskiptahalli um- fram 5% af landsframleiðslu sé almennt séð vanda- mál, einkum ef hann er fjármagnaður með skamm- tímalánsfé. Til þess að svara þeirri spurningu hve mikill viðskiptahalli geti talist sjálfbær hafa verið sett fram líkön þar sem sjálfbær viðskiptajöfnuður er skil- greindur sem viðskiptajöfnuður sem samræmist greiðsluhæfi (e. solvency), sem aftur felur í sér að skuldir sem hlutfall landsframleiðslu þurfa að ná stöðugleika. Hve mikill halli getur verið sjálfbær í þessum skilningi er breytilegt eftir löndum og veltur meðal annars á þáttum sem hafa áhrif á eftirspurn eftir skuldabréfum viðkomandi lands og hagvöxt. Ades og Kaune (1997) gerðu tilraun til að leggja mat á sjálfbærni viðskiptahalla 25 landa.9 Samkvæmt niðurstöðum þeirra liggur sjálfbær viðskiptahalli að jafnaði á bilinu 2%-4½% af landsframleiðslu. Slíkt mat er þó háð mikilli óvissu, meðal annars um lang- tíma hagvaxtarhorfur og eftirspurn eftir skuldum við- komandi lands. Breytist eftirspurnin er að auki lík- legt að hjöðnun eða umskipti í viðskiptajöfnuði til skamms tíma verði meiri en nauðsynlegt er til langs tíma, jafnvel þótt horft sé framhjá áhrifum umskipta í viðskiptajöfnuði á hagvöxt. Athuganir á sambandi umskipta í viðskipta- jöfnuði og hagvaxtar hafa ekki gefið einhlíta niður- stöðu. Veikt samband umskipta og hagvaxtar má þó sennilega rekja til þess að ekki hafi verið tekið tillit til óbeinna áhrifa umskipta í viðskiptajöfnuði á hag- vöxt í gegnum fjárfestingu. Einhver umfangsmesta athugunin var gerð af Edwards (2000), sem kannaði tölfræðilega áhrif umskipta í viðskiptajöfnuði á hagvöxt og reyndi sérstaklega að greina tafin áhrif vegna minni fjárfestingar. Niðurstaðan var að um- skipti í viðskiptajöfnuði, skilgreind sem hjöðnun við- skiptahalla um 3% á einu ári, hefðu að meðaltali í för með sér 1,8% samdrátt í fjármunamyndun einka- geirans. Einnig var samband viðskiptahalla og fjár- málakreppu skoðað og leiddi sú athugun í ljós að mikill viðskiptahalli eykur hættu á gjaldeyriskreppu. Á heildina litið dregur Edwards (2000) niður- stöður sínar saman þannig að sterk rök séu fyrir því að mikill viðskiptahalli sé áhyggjuefni hagstjórnar. Það þýði þó vitaskuld ekki að mikill viðskiptahalli leiði ævinlega til kreppu, né heldur að kreppa geti ekki orðið nema mikill viðskiptahalli sé til staðar. Í niðurlagi greinar sem höfundur ritaði um við- skiptahallann í Peningamál 2001/1 var dregin sú ályktun af fyrri hallaskeiðum hérlendis og erlendis að eftirmál hallatímabilsins, sem þá hafði náð hámarki, kynnu að verða mun minni hagvöxtur en til þess tíma manna að leiðandi vísbendingum. Á suma þeirra mælikvarða sem not- aðir hafa verið flokkast sviptingarnar á íslenska gjaldeyrismarkaðnum sem gjaldeyriskreppa. Frankel og Rose (1996) miða t.d. við lækkun nafngengis um a.m.k. 25% á einu ári eða 10% meiri gengislækkun en árið áður. Það skiptir þó ekki megin máli heldur hitt að breytingar á bæði gengi og gjaldeyrisforða árin 2000 til 2001 skera sig greinlega frá sveiflum sem að jafnaði má gera ráð fyrir á íslenska gjaldeyris- markaðnum. Þótt gengi krónunnar hafi verið sett á flot áður en til alvarlegs áhlaups á krónuna kæmi var gengið mjög nærri gjaldeyris- forðanum (nettó) til að koma í veg fyrir stórar gengissveiflur einnig eftir það. Kaminsky og Reinhart (1999) nota vísitölu sem er vegið meðaltal gengisbreytinga og gjaldeyrisforða. Þegar vísitalan víkur meira en 3 staðalfrávik frá meðaltali telst vera um kreppu að ræða. Á þennan mælikvarða lá nærri kreppu í mars 2001, þ.e.a.s. vísitalan fór nærri þröskuldinum en ekki yfir (mánaðarlokagögn). Eichengreen, Rose og Wyplosz (1996) skilgreina kreppu sem öfgagildi vísitölu (e. speculative pressure index) sem sýnir vegið meðaltal gengisbreytinga, gjaldeyrisforða og vaxtamunar gagnvart viðmiðunarlandi (Þýska- landi). Sachs, Tornell og Velasco (1996) nota vísitölu sem sýnir vegið meðaltal gengislækkunar gagnvart Bandaríkjadal og prósentubreyt- ingar í forða til að mæla svokölluð „Tequila-áhrif“ í kjölfar gjald- eyriskreppunnar í Mexíkó. 8. Sjá t.d. Calvo o.fl. 1993; Edwards 1993. 9. Niðurstöður eru kynntar í Edwards (2000).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.