Peningamál - 01.02.2003, Side 76

Peningamál - 01.02.2003, Side 76
hafði verið spáð og hugsanlega samdráttur innlendrar eftirspurnar. Þetta hefur nú þegar gengið eftir. Hins vegar hefur fjármálakerfið, a.m.k. enn sem komið er, sloppið betur frá eftirköstunum en gera mátti ráð fyrir á grundvelli sögulegs samanburðar. Hraði um- skiptanna í viðskiptajöfnuðinum varð meðal þess mesta sem gerst hefur meðal þróaðra ríkja. Í áratugi hefur það aðeins gerst tvisvar, gangi spár eftir, að viðskiptahalli hafi minnkað meira á tveimur árum en á Íslandi milli áranna 2000 og 2002. Um þetta verður fjallað nánar hér á eftir. Að Noregi og Íslandi undan- skildum hafa svo hröð umskipti tengst alvarlegum gjaldeyris- og fjármálakreppum. Í tilfelli Íslands er að vissu leyti einnig hægt að tala um gjaldeyris- kreppu, eins og fram hefur komið, en fjármálakerfið hefur komist hjá alvarlegum áverkum til þessa. Sam- dráttur í einkaneyslu var mun meiri í tilfelli Kóreu og Mexíkó, en minni í tilfelli Noregs. Þessi tiltölulega hagfellda þróun gefur tilefni til að skoða nánar hvað hafi leitt til þess að eftirköstin urðu minni en í sum- um löndum sem gengu í gegnum álíka mikil um- skipti. Um þetta verður fjallað í þriðja kafla þessarar greinar, en í næsta kafla er rýnt í ástæður þess að mikill viðskiptahalli myndaðist á árunum 1998-2000. III Rætur viðskiptahallans árin 1998 - 2000 Ekki er einhlít skýring á uppruna viðskiptahallans. Efnahagsleg framvinda ræðst ævinlega af samspili margra þátta, sem geta togað hver í sína áttina eða flestir eða jafnvel allir í sömu átt. Hér á eftir er reynt að skýra aukningu hans á árunum 1997-2000 frá mismunandi sjónarhornum. Þau gefa ekki alltaf sömu niðurstöðu, en veita nokkra innsýn í þá efna- hagsþróun sem leiddi til myndunar viðskiptahallans. Ástæðna hallans fremur að leita í auknum vexti inn- flutnings en hægum vexti útflutnings Viðskiptahalli getur myndast annaðhvort vegna þess að dregur úr útflutningi eða innflutningur eykst. Þegar viðskiptahallinn jókst verulega á fyrri halla- skeiðum hérlendis átti yfirleitt hvort tveggja hlut að máli. Samdráttur útflutnings var meginorsök halla- myndunar árin 1967-1968, 1972, 1975 og 1988. Nýliðið tímabil viðskiptahalla var einstakt að því leyti að hallann virðist að langmestu leyti mega rekja til skyndilegs vaxtar innflutnings, einkum árið 1998. Þetta má sjá glögglega á mynd 1. Þar eru breytingar á hlutfalli jafnaðar vöru og þjónustu af landsfram- leiðslu brotnar niður á samsvarandi breytingar á hlut- falli innflutnings og útflutnings. Árin 1996, 1998 og 2000 jókst hallinn verulega, og öll árin mátti rekja það til þess að innflutningur jókst. Árin 1996 til 2000 jókst innflutningur að jafnaði um tæp 12% á ári. Innflutningur neysluvöru jókst að meðaltali um 10% á ári, þar af innflutningur bifreiða um 17%. Til samanburðar má nefna að kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 5% á ári á þessum tíma. Innflutningur fjárfestingarvöru jókst um 15½% á ári og innflutningur rekstrarvöru um 8½%, þar af inn- flutningur til stóriðju um ríflega 14%. Útflutningur vöru og þjónustu jókst að jafnaði um 4,3% á tímabil- inu, eða u.þ.b. 1% umfram meðalvöxt undanfarinna þriggja áratuga. Vöxtur útflutnings árin 1996 til 2000 var því þokkalegur að meðaltali, þótt vöxturinn hafi verið dræmur áratugum saman miðað við vöxt heimsverslunarinnar. Viðskiptahallinn myndaðist að mestu leyti vegna vöruviðskipta, en hallinn á jöfnuði þáttatekna varð hinn mesti frá miðjum níunda áratugnum og hallinn á þjónustujöfnuði hinn mesti svo langt sem séð verður Viðskiptahallinn árin 1998-2000 myndaðist að mestu leyti vegna vöruviðskipta. Aukinn halli á jöfnuði þjónustu og þáttatekna átti þó einnig töluverðan hlut að máli. Sem hlutfall af landsframleiðslu hefur þjónustujöfnuðurinn reyndar aldrei orðið neikvæðari en árin 1999 og 2000, eða á bilinu 1-1½% af lands- framleiðslu. Endurspeglar það þá þróun að hlutur þjónustu í þjóðarbúskapnum almennt hefur aukist, á PENINGAMÁL 2003/1 75 Mynd 1 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 0 2 4 6 8 10 -2 -4 -6 -8 -10 % Útflutningur Innflutningur Jöfnuður vöru og þjónustu 1970-2002 ’02 Spá Framlag út- og innflutnings til breytinga á hlutfalli vöru- og þjónustujafnaðar af landsframleiðslu Heimild: Seðlabanki Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.