Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 78
PENINGAMÁL 2003/1 77
vergri landsframleiðslu líklega ekki fjarri því sem
nauðsynlegt er til að stuðla að viðunandi hagvexti til
lengdar. Árið 1997 námu neysla og fjárfesting sam-
tals rúmlega 99% af vergri landsframleiðslu (VLF),
en rúmlega 105% að meðaltali á árunum 1998-2000,
þ.e.a.s. hlutdeild þjóðarútgjalda jókst 6% umfram
landsframleiðslu. Er það u.þ.b. jafnmikil breyting og
á hallanum á vöru- og þjónustuviðskiptum við út-
lönd.
Ef árið 1997 er lagt til grundvallar skýrir aukin
fjárfesting ríflega helming hallans á viðskiptum með
vöru- og þjónustu á árunum 1998-2000, en framlag
aukinnar neyslu telst tæpur helmingur. Framlag
einka- og samneyslu var álíka stórt. Ef hallaárin
1998-2000 eru borin saman við tímabilið 1992-1996,
þegar jöfnuður ríkti að meðaltali í viðskiptum við
útlönd, fæst hins vegar að aukin fjárfesting skýri
hallann á vöru- og þjónustuviðskiptum að langmestu
leyti. Niðurstöðurnar eru því augljóslega næmar fyrir
vali á viðmiðunartíma og því ástæða til að draga
ályktanir af varfærni. Þess ber hins vegar að geta að
tímabilið 1992-96 hentar að mörgu leyti mun verr
sem viðmiðunartímabil en árið 1997 vegna þess að
þjóðarbúskapurinn var í óvenjumikilli lægð og fjár-
festing afar lítil. Hvað sem því líður, ef athugunin er
einskorðuð við það sem gerðist í þjóðarbúskapnum
eftir árið 1997, er óhætt að slá því föstu að vöxtur
einkaneyslu umfram landsframleiðslu átti þar um-
talsverðan hlut að máli, sem bendir til þess að við-
skiptahallinn hafi verið verulega áhættusamur.
Fjárfesting skýrði aukinn halla í byrjun uppsveiflun-
nar en aukin neysla í lok uppsveiflunnar
Vert er að skoða aðeins nánar hvernig sveiflur í
neyslu og fjárfestingu hafa lagt sinn skerf til við-
skiptajafnaðar ár fyrir ár. Á mynd 3 er árlegum
breytingum á hlutfalli viðskiptahallans af landsfram-
leiðslu stillt upp andspænis samsvarandi breytingum
á hlutfalli einkaneyslu, fjármunamyndunar og sam-
neyslu. Á myndinni birtist glöggt hvernig viðskipta-
hallinn jókst upphaflega samhliða uppsveiflu í fjár-
munamyndun árin 1996 og 1998. Árið 1999 var sam-
dráttur í fjármunamyndun, en vöxtur einkaneyslu
hélt uppi viðskiptahallanum og var stærsta ástæða
aukins viðskiptahalla árið 2000.
Aukinn viðskiptahalla árin 1998-2000 má að 3/5
hlutum rekja til lækkunar þjóðhagslegs sparnaðar
Enn eitt sjónarhorn á myndun viðskiptahallans má fá
með því að brjóta hann upp í framlag breytinga á
þjóðhagslegum sparnaði og fjárfestingar, en þjóð-
hagslegur sparnaður er skilgreindur sem summan af
fjárfestingu og viðskiptajöfnuði. Því stærra sem
framlag minni þjóðhagslegs sparnaðar til myndunar
viðskiptahallans er, því líklegra er að hann boði bak-
slag í hagvexti síðar meir. Árið 1998 nam þjóðhags-
legur sparnaður 18½% landsframleiðslunnar, en
hafði árið 2000 fallið niður í 13½%, eða um 5% af
landsframleiðslu.12 Hlutfallslega aukningu við-
skiptahallans frá árinu 1997 til tímabilsins 1998-
2000 má að tæplega 3/5 hlutum rekja til minni
þjóðhagslegs sparnaðar, en að rúmlega 2/5 hlutum til
aukinnar fjárfestingar og birgðaaukningar.13 Halla-
myndun á milli áranna 1995 og 1998 má hins vegar
skýra að fullu með aukinni fjárfestingu.
Mynd 4 sýnir þátt breytinga á þjóðhagslegum
sparnaði og fjárfestingu í breytingu viðskiptahallans
ár frá ári sl. tvo áratugi. Á tímabilinu voru breytingar
á þjóðhagslegum sparnaði yfirleitt ráðandi þáttur í
myndun viðskiptahalla, en árin 1996 og 1998 skera
sig nokkuð úr, því að þessi ár réð vöxtur fjárfestingar
mestu um myndun hallans. Fara þarf allt aftur til
ársins 1971 til að finna dæmi um að fjárfestingar-
12. Þess má geta að þjóðhagslegur sparnaður lækkaði ekki einungis sem
hlutfall af landsframleiðslu. Á tímabilinu 1997 til 2000 minnkaði hann
um 10 ma.kr. á verðlagi hvers árs.
13. Framlag minni þjóðhagslegs sparnaðar minnkar nokkuð ef miðað er
við árið 1996.
Mynd 3
1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002
0
1
2
3
4
5
-1
-2
-3
-4
-5
%
0
2
4
6
8
-2
-4
-6
-8
%
Uppruni viðskiptahallans 1980-2002
Breytingar hlutfalls af landsframleiðslu
Spá
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Samneysla (v. ás)
Fjármunamyndun (v. ás)
Einkaneysla (v. ás)
Viðskiptajöfnuður (h. ás)