Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 80

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 80
að innflutningur fjárfestingarvöru nemi að jafnaði u.þ.b. 40-50% af fjárfestingunni. Miðað við þessar forsendur hefur innflutningur fjárfestingarvöru vegna stóriðjuframkvæmda, virkjana og veitna lík- lega numið u.þ.b. 2% af landsframleiðslunni 1998 en 1% á árinu 2000. Þetta eru umtalsverð áhrif, en til muna minni en stundum áður þegar slíkar fram- kvæmdir stóðu yfir, eins og sjá má af mynd 6. Árið 1968 fór hlutfall fjárfestingar af þessu tagi t.d. í rúm- lega 8% landsframleiðslunnar og var einnig mjög hátt árin 1975 og 1976 sem einnig voru ár mikils viðskiptahalla. Fyrirtæki án útflutningstekna standa líklega á bak við stærri hluta innflutnings fjárfestingarvöru en oftast áður Ef viðskiptahalla má að miklu leyti rekja til fjár- festingar kann það að vera vísbending um að hann hjaðni fljótlega á ný og hafi ekki umtalsverð eftirköst í för með sér. Hlutfall fjárfestingar eitt og sér er þó ekki fullnægjandi mælikvarði. Ef fjárfesting er að stórum hluta í starfsemi sem eykur ekki framtíðar- gjaldeyristekjur þjóðarinnar, og tengist e.t.v. fyrst og fremst vexti innlendrar eftirspurnar eru meiri líkur að komi til bakslags í þjóðarbúskapnum en ef fjárfesting er í útflutningsgreinum. Ekki liggur fyrir heildarút- tekt á hve mikil fjárfesting er sem tengist ekki út- flutningi. Mikil fjárfestingar í verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, sem virðist hafa verið nálægt sögulegu hámarki árin 1999 til 2001 gefur þó ákveðna vís- bendingu, en hafa verður í huga að lægðin sem fór á undan var einnig óvenju djúp og langdregin.14 Hátt hlutfall fjárfestingar í öðrum greinum en útflutnings- greinum jók tvímælalaust áhættuna af viðskipta- hallanum, sérstaklega í ljósi þess að árið 2000 var töluverður hluti fjárfestingar fyrirtækja sem ekki hafa útflutningstekjur fjármagnaður með erlendum lánum. Hlutfall erlendra lána í skuldum verslunar jókst t.d. úr 20% árið 1997 í 41% árið 2000.15 Sveiflur í innflutningi fjárfestingarvöru og varan- legrar neysluvöru átti stóran þátt í myndun hallans en árið 2000 virðast þó meira en 3/5 hlutar hans hafa verið af öðrum uppruna Fjárfesting fyrirtækja kallar, sem fyrr segir, á inn- flutning fjárfestingarvöru og lánsfjárinnstreymi til skamms tíma, en skapar í kjölfarið útflutningstekjur sem standa undir greiðslu vaxta til erlendra aðila í framtíðinni. Heimilin dreifa einnig neyslu varanlegra gæða yfir löng tímabil þótt greiðsla fyrir þau og inn- flutningur fari fram áður. Ef raungengi gjaldmiðils sveiflast umtalsvert, getur beinlínis verið skynsam- legt að tímasetja kaup neysluvöru á toppi uppsveiflu, þótt neysla þeirra eigi sér stað á lengra tímabili. Til að bregða upp betri mynd af tímaháðum eiginleikum viðskiptahallans er því heppilegt að skoða hvort tveggja. Sem smáríki er Ísland í þeirri stöðu að flytja inn bróðurpart fjárfestingarvöru og nær alla varanlega neysluvöru. Bæði fjárfesting og kaup varanlegrar neysluvöru eru næm fyrir hagsveiflunni. Því má álykta að viðskiptahalli smáríkja sé að öðru óbreyttu sveiflukenndari en viðskiptahalli stærri ríkja, vaxi á góðæristímum þegar uppsveifla er í fjárfestingu og einkaneyslu, en dragist hratt saman þegar harðnar á dalnum. Á mynd 7 er brugðið ljósi á þátt innflutnings fjár- festingarvöru og varanlegra neyslugæða í myndun viðskiptahallans. Tekið er mið af innflutningi þessara þátta árið 1995, þegar u.þ.b. jöfnuður ríkti í utanrík- isviðskiptunum, og reiknað frávik sem hlutfall af landsframleiðslu. Mismuninn á þessu hlutfalli og stærð viðskiptahallans er því hægt að túlka sem þann PENINGAMÁL 2003/1 79 14. Einnig er hugsanlegt að þörf útflutningsgreina, t.d. á hugbúnaðar- sviðinu, fyrir skrifstofuhúsnæði hafi aukist og því ekki sjálfgefið að fjárfesting í slíku húsnæði tengist ekki væntum útflutningstekjum. 15. Jafnvel einstaklingar tóku umtalsverð erlend lán árið 2000, eða sem nam 17 ma.kr. Í ársbyrjun 1998 var slíkt nánast óþekkt. Mynd 7 1988 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 0 2 4 -2 -4 -6 -8 -10 -12 % Viðskiptahalli sem skýrist af fráviki frá 1995 Viðskiptahalli sem ekki skýrist af fráviki frá 1995 Þáttur sveiflu í innflutningi varanlegrar neysluvöru og fjárfestingarvöru í myndun viðskiptahallans 1988-2001 Heimildir: Seðlabanki Íslands, útreikningar höfundar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.