Peningamál - 01.02.2003, Síða 82

Peningamál - 01.02.2003, Síða 82
10. áratugarins. Einkum á það við ríkissjóð einan og sér, sem var með kerfislægan afgang árin 1999 og 2000 sem nam rúmlega 2% af landsframleiðslu. Hins vegar eru áhrif hagsveiflunnar á tekjur ríkissjóðs sennilega vanmetnar með hefðbundinni aðferða- fræði, því að þær eru afar næmar fyrir sveiflum í innflutningi, sem voru helsta orsök viðskiptahallans. Einnig má meta aðhaldsátak ríkisfjármála með því að bera saman vöxt útgjalda ríkisins eða hins opinbera umfram fólksfjölgun og verðbólgu við vöxt tekna umfram nafnvöxt landsframleiðslu. Miðað við þennan mælikvarða hefur aðhald á þenslutímanum verið tiltölulega hlutlaust. Enn eitt sjónarhorn má fá með því að bera saman útgjöld hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar við tekjur þeirra. Ef þannig er litið á málin stafaði meira en allur viðskiptahallinn af auknum útgjöldum einkaaðila. Áætlaður samanlagður tekju- afgangur hins opinbera árin 1998-2001 nam 37 milljörðum króna á sama tíma og „tekjuhalli einka- aðila“ var margföld sú fjárhæð, en hafði verið í jafn- vægi árið 1996. Draga má saman niðurstöður af framansögðu með eftirfarandi hætti: • Ólíkt mörgum fyrri hallaskeiðum skýrist við- skiptahalli áranna 1998-2000 fyrst og fremst af auknum innflutningi, fremur en samdrætti eða hægum vexti útflutnings. • Tæplega helming hallans má skýra með hærra hlutfalli neyslu (einka- og samneyslu) sem hlaut að vekja alvarlegar grunsemdir um ósjálfbærni hallans. Í byrjun átti þó uppsveifla í fjárfestingu stærstan hlut að máli, en vöxtur einkaneyslu var ráðandi á síðari stigum. • Breyting á þjóðhagslegum sparnaði hafði töluvert meiri áhrif á myndun hallans en fjárfesting – enn ein vísbending um ósjálfbæran viðskiptahalla. • Það er enn frekar til marks um hve háskalegur hallinn var orðinn að árið 2000 var viðskipta- hallinn töluvert meiri en allur innflutningur fjár- festingarvöru, en slíkt hefur ekki gerst áður svo langt aftur sem séð verður. • Þáttur stóriðjufjárfestingar var umtalsverður, en þó minni en oft áður. • Að því er þátt fjármunamyndunarinnar áhrærir má álykta að fjárfesting fyrirtækja án útflutnings- tekna hafi staðið á bak við stærri hluta halla- myndunarinnar en í fyrri fjárfestingarbylgjum. • Bein áhrif hins opinbera á hallamyndunina hafa í besta falli verið hlutlaus, en hlutfall hins opinbera af landsframleiðslu jókst á tímabilinu. • Óbein áhrif opinberra fjármála á eftirspurn voru neikvæð að því er virðist, en áhrifin eru líklega vanmetin með hefðbundinni hagsveifluleiðrétt- ingu á tekjum ríkissjóðs. • Þá má geta þess að þáttur aðhaldssamrar peninga- stefnu, sem fjallað er um síðar í þessari grein, fyrir tilstilli hækkunar raungengis, í myndun við- skiptahallans var sennilega lítill IV Hjöðnun viðskiptahallans 2001-2002 Hjöðnun viðskiptahallans á Íslandi 2001-2002 var hin þriðja mesta meðal OECD-ríkja í áratugi Viðskiptajöfnuður virðist hafa verið u.þ.b. í jafnvægi á sl. ári, og gæti jafnvel hafa verið nokkur afgangur. Hallinn hafði því minnkað um sem nam rúmlega einum tíunda af landsframleiðslu á tveimur árum. Svo mikil umskipti eru fátíð meðal þróaðra ríkja, en ekki einsdæmi. Undanfarna þrjá áratugi hafa hraðari umskipti í viðskiptajöfnuði á tveggja ára tímabili aðeins orðið í tveimur tilvikum meðal aðildarlanda OECD. Viðskiptajöfnuður S-Kóreu fór úr 4,4% halla árið 1996 í 12,8% afgang árið 1998 og viðskipta- jöfnuður Noregs úr 14% halla árið 1977 í 2,2% halla árið 1979. Á hælana koma Írland árin 1981-1983, Tyrklandi árin 2000-2001, Mexíkó árin 1994-1996. Þá má nefna Nýja-Sjáland árin 1986-1988 og Finn- land 1991-1993. Til viðbótar væri hægt að þylja upp ýmis lönd sem standa utan OECD, t.d. Tæland og Rússland, sem hafa gengið í gegnum mjög snögg umskipti á sl. árum. Bæði Kórea og Mexíkó gengu í gegnum kreppu skömmu eftir að löndin höfðu gerst aðilar að OECD. Sameiginlegt þessum fjórum mestu umskipta- skeiðum í sögu OECD er að innlend eftirspurn dróst snögglega saman í kjölfar undangengins vaxtar og útflutningur jókst verulega næstu tvö ár. Að öðru leyti eru þau að ýmsu leyti ólík. Þannig sker Noregur sig úr að því leyti að hagvöxtur hélst öflugur meðan umskiptin áttu sér stað, en það má rekja til þess að olíuútflutningur jókst hratt í kjölfar tímabils fjár- festingar í olíuvinnslu, sem var rót viðskiptahallans, PENINGAMÁL 2003/1 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.