Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 88

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 88
ársins 1997 til fyrsta fjórðungs ársins 2000 nam 86 ma.kr., sem gefur lauslega hugmynd um nettógjald- eyrisinnstreymi sem Seðlabankinn hefði hugsanlega þurft að kljást við. Jöfnuður beinnar fjárfestingar kynni að hafa haft meiri neikvæð áhrif á gengi krónunnar, enda samfellt töluvert neikvæður frá miðju ári 2000 til jafnlengdar 2001. Þó ber að hafa í huga að algengt er að bein fjár- festing erlendis sé fjármögnuð að verulegu leyti með erlendu lánsfé. Sé bein samsvörun milli erlendrar fjárfestingar og lántöku gæti gjaldeyrisstreymi verið lítið, jafnvel ekkert, í tengslum við fjárfestinguna. Mikil lánsfjárþörf árið 2000 fól í sér hættu á harkalegum umskiptum Að fjármagna viðskiptahalla á bilinu 7-10% af vergri landsframleiðslu er að öllu jöfnu mikil ögrun í sjálfu sér, enda svo mikill halli jafnan undanfari umtals- verðrar röskunar á gengisstöðugleika, samdráttar innlendrar eftirspurnar eða hvors tveggja. Stórfellt útstreymi vegna beinnar fjárfestingar og kaupa innlendra aðila á erlendum verðbréfum árin 1998- 2000, samhliða óvenjumiklum viðskiptahalla, hvort heldur í sögulegum og alþjóðlegum samanburði, gerir hins vegar reynslu Íslands einstaka í sinni röð. Árið 2001 kallaði útstreymi fjármagns sem sprottið var af þessu tvennu á álíka mikið innstreymi lánsfjár og þurfti til þess að fjármagna viðskiptahallann. Samanlögð lánsfjárþörf vegna viðskiptahallans, beinnar fjárfestingar nettó og kaupa landsmanna á erlendum verðbréfum nam á sl. ári u.þ.b. fimmtungi landsframleiðslunnar. Svo mikið lánsfjárinnstreymi er án fordæma í íslenskri hagsögu, að því er best verður séð. Á mynd 11 má sjá 3 mælikvarða á þörf þjóðarbú- skaparins fyrir lánsfé. Í fyrsta lagi er um að ræða við- skiptajöfnuðinn einan og sér, sem kallar á samsvar- andi afgang á fjármagnsjöfnuði. Í öðru lagi er reikn- aður svokallaður grunnjöfnuður 1, en hann stendur saman af viðskiptahallanum og nettóútstreymi vegna beinnar fjárfestingar. Þriðji mælikvarðinn, grunn- jöfnuður 2, sýnir ofangreinda lánsfjárþörf að við- bættum nettókaupum landsmanna á erlendum verð- bréfum. Við þetta má svo bæta að á árinu 2000 keyptu innlendir aðilar innlend hlutabréf af erlendum aðilum fyrir næstum 8 ma.kr. (rúmlega 1% landsfram- leiðslu), sem ekki eru talin með í grunnjöfnuði 2 en juku á lánsfjárþörfina. Á mynd 12 má sjá hvernig lánsfjárþörf skv. grunnjöfnuði 2 var í meginatriðum mætt, þ.e.a.s. með skuldabréfaútgáfu erlendis og beinni lántöku. Rúm- lega allri lánsfjárþörfinni eins og hún er skilgreind að ofan var mætt með þessum hætti. Þó ber að hafa í huga að ef tekið er tillit til kaupa innlendra aðila á innlendum hlutabréfum í eigu útlendinga dugði inn- streymi lánsfjármagns ekki til að fjármagna grunn- jöfnuð 2. Þess má einnig geta að 1,7 ma.kr. söfnun viðskiptaskulda átti sér stað á árinu 1998 sem gekk til baka árið 1999, en þær hreyfingar eru ekki sýndar í ofangreindum tölum. Lánastofnanir stóðu á bak við meirihluta erlendr- ar lántöku árin 1998-2000, en aðrir lögaðilar (þ.e.a.s. fyrirtæki önnur en lánastofnanir, þ.á m. Landsvirkjun PENINGAMÁL 2003/1 87 1. Viðskiptajöfnuður + bein fjárfesting. 2. Viðskiptajöfnuður + bein fjárfesting + erlend verðbréf nettó. 3. Janúar - september. Heimild: Seðlabanki Íslands. 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 0 5 -5 -10 -15 -20 -25 % af VLF Þörf þjóðarbúskaparins fyrir lánsfé 1995-2002 Mynd 11 Viðskiptajöfnuður Grunnjöfnuður 11 Grunnjöfnuður 22 3 1. Viðskiptajöfnuður + bein fjárfesting + erlend verðbréf nettó. 2. Janúar - september. Heimild: Seðlabanki Íslands. 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 0 5 10 15 20 25 30 -5 -10 -15 -20 -25 % af VLF Lánainnstreymi og grunnjöfnuður 1995-2002 Mynd 12 2 Grunnjöfnuður 21 Lánsfjármagn Lánainnstreymi umfram grunnjöfnuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.