Peningamál - 01.11.2007, Page 10

Peningamál - 01.11.2007, Page 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 10 Áfram líklegra að verðbólga verði meiri en í grunnspánni en að hún verði minni Fjölmargir óvissuþættir gætu haft áhrif á verðbólguna næstu misseri. Að mestu leyti eru þeir hinir sömu og í síðustu grunnspá, þótt áhersla á einstaka þætti hafi breyst. Áfram er gengi krónunnar stærsti ein- staki óvissuþátturinn, enda raungengi enn hátt í sögulegu samhengi og miðað við aðra mælikvarða á jafnvægisraungengi (sjá viðauka 3) og ekki horfur á að viðskiptahalli verði sjálfbær á spátímanum sam- kvæmt grunnspánni. Því eru hugsanlegum áhrifum gengislækkunar gerð skil í fráviksdæmi, sem sýnt er á myndum I-8 og I-9 (sjá nánar í rammagrein IX-2). Annar og vaxandi óvissuþáttur eru horfur í launa- málum. Ýmislegt gefur tilefni til að ætla að umtalsverð hætta sé á að laun hækki meira en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Meiri verðbólga, lakari verðbólguhorfur og vaxandi skortur á vinnuafli í aðdraganda kjarasamninga gætu bent til þess. Þessari áhættu eru einnig gerð skil í fráviksdæmi. Áhættuþættirnir tveir eru innbyrðis háðir og gætu magnað hvor annan. Í báðum tilvikum gæti þurft umtalsverða stýri- vaxtahækkun til viðbótar til þess að ná verðbólgumarkmiðinu á spá- tímanum og að lokum meiri samdrátt innlendrar eftirspurnar. Fleira gæti unnið gegn peningastefnunni á næstu misserum. Í ljósi þess að mun meiri þróttur er í efnahagslífinu á þessu ári en áður var ætlað gæti minnkandi aðhald í útgjöldum hins opinbera, sem áður var litið á sem mótvægi gegn minni framkvæmdum við ál- og orkuver, komið á afar óheppilegum tíma og örvað eftirspurn enn frekar. Enn fremur gætu kjarasamningar sett útgjaldaáform hins opinbera út af sporinu. Aðhald í opinberum fjármálum mun því skipta miklu. Nokkrir óvissuþættir gætu unnið með aðhaldsstefnu Seðlabankans til lengri tíma litið. Í fyrsta lagi má nefna hækkandi áhættuálag á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hærra áhættuálag gæti unnið með miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið, eins og gerst hefur að und- anförnu. Til skamms tíma vegur hætta á að endurmat áhættu leiði til lækkunar á gengi krónunnar þó þyngra, þótt það hafi ekki gerst til þessa nema í skamman tíma í ágúst sl. Í öðru lagi gæti íbúðamarkaður- inn veikst meira en ætlað er í grunnspánni, t.d. ef vextir á íbúða lánum hækka enn frekar og verulega dregur úr framboði lánsfjár með lækk- andi húsnæðisverði. Samdráttur íbúðafjárfestingar gæti þá orðið mjög snarpur, þótt fasteignaverð sé að jafnaði fremur tregbreytilegt niður á við. Í ljósi þess hve umsvifin eru enn mikil er þó ósennilegt að þetta gerist í bráð. Slík þróun er að auki líklegust í tengslum við gengislækk- un. Niðurstaðan er því sú að óvissuþættir séu líklegri til að valda meiri verðbólgu en í grunnspánni framan af spátímanum, en að aðrir þættir gætu farið að vega þar á móti þegar lengra líður á hann. Því eru meiri líkur á að þörf sé á hærri stýrivöxtum á spátímanum en grunnspáin gerir ráð fyrir en að lægri stýrivextir dugi. Skilvirkari miðlun peningastefnunnar Frá því að Seðlabankinn hóf að birta stýrivaxtaferil sem að mati sér- fræðinga bankans samrýmist best verðbólgumarkmiðinu hafa orðið greinilegar framfarir í miðlun peningastefnunnar. Þetta birtist glöggt í þróun framvirkra vaxta frá marsmánuði (sjá rammagrein III-2). Greinilegt er að væntingar um stýrivexti nokkra ársfjórðunga fram í 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd I-9 Verðbólga - fráviksdæmi Heimild: Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með frekari launahækkunum 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 2010 Verðbólgumarkmið Frávik verðbólgu frá markmiði Mynd I-10 Frávik verðbólgu frá markmiði, framleiðslu- spenna og frávik stýrivaxta frá jafnvægisvöxtum1 1. Jafnvægisvextir eru þeir stýrivextir sem samrýmast hlutlausri stöðu peningastefnunnar. Líklegt er að þetta jafnvægisraunvaxtastig sé á bilinu 3-4% sem að viðbættu verðbólgumarkmiðinu þýðir hlutlausa stýrivexti á bilinu 5,5-6,5%. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Framleiðsluspenna Frávik raunstýrivaxta frá jafnvægisraunvöxtum -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 20102009200820072006 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd I-8 Stýrivextir - fráviksdæmi Heimild: Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með frekari launahækkunum 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 2010

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.